Fálkinn


Fálkinn - 21.06.1961, Blaðsíða 21

Fálkinn - 21.06.1961, Blaðsíða 21
Vatnið sauS í rafkatlinum. Hann náði í kínverskan tepott og setti nokkur teblöð í hann. Og meðan hann var að hella sjóðandi vatninu í tepottinn, leit hann við og við brosandi til stúlkunnar. „Og Terry auminginn starfaði fyrir þessa bófa,“ andvarp- aði hún. „Hann hefur ef til vill aðeins verið sendill hjá þeim.“ „Getur verið,“ sagði Dave Dott. „Og kannske hefur hann kveikt í. Það skiptir engu máli í þessu sambandi. Hann var myrtur og rændur. Hvers vegna ....?“ endurtók hún. Það var ekki um að villast, að hún var að skopast að hon- um. Hún virtist vera skrambi örugg og viss. Og hún hafði auðsjáanlega snúið frá þeirri skoðun, að það væri hann, Dave Dott, sem drepið hefði Terry. Hann bar fram tebollana og hafði jafnframt gát á brauð- sneiðunum, sem hann var að steikja í glóðargrindinni. „Það er helzt að sjá, að þér séuð allra viðfeldnasti mað- ur,“ muldraði hún meðan hún var að kveikja sér í vindlingi. „Einmitt eins og flestar stúlkur óska sér að eiga fyrir mann — en aldrei fá. Mér þykir leitt, að þér skuluð vera svona mikið flón. Nú skulum við snúa ráðgátunni um Terry við og hugsa okkur, að hann hafi ekki verið neitt viðriðinn íkveikjuna,“ hélt hún áfram og röddin var værðarleg, líkt og þegar köttur malar. „Hann getur vitanlega hafa unnið fyrir aðra bófa,“ sagði Dott. „Eða upp á eigin spýtur .... Þér eruð snjöll að sumu leyti, ungfrú.“ „Og þér vitið, að þeir sem snjallir eru, geta verið hættu- legir,“ svaraði hún. „En mér þykir leiðast, að þér skuluð haga yður eins og þér væruð ekki hættur að ganga með bleijur ennþá.“ Blaðaljósmyndarinn hlóð brauðsneiðunum á disk og setti hann á milli tebollanna. „Á þetta að vera aðvörun? spurði hann. Hún yppti öxlunum. Dave settist á legubekkinn og hellti gulbrúnu teinu í bollana. „Þessu er ljómandi vel fyrir komið,“ andvarpaði hún. „Og bölvunin er sú, að undir eins og eitthvað er gert ofur- lítið rómantískt, þá fer ekki hjá því að það hefur áhrif, jafnvel á stúlkur sem eru eins og ég.“ „Það er ekkert út á yður að setja,“ sagði Dave. Hún pírði augunum. „Haldið þér .... Ég á við: ég ætti ekki að vera svona fjandi viðkvæm og bljúg. En það er hægur vandi að vera harðsoðinn ef maður er með viskí- eða vermútglas í hend- inni .... Þetta hérna er eins og í skáldsögu eða kvikmynd um gamla hefðarfjölskyldu. Gefið þér mér sneið af glóð- uðu brauði.“ „Þér farið að kunna við yður,“ sagði Dave hægt. „Hvernig væri nú að þér leystuð frá skjóðunni?“ „Nei, þetta umhverfi verkar ekki á mig,“ sagði hún hlæj- andi. Og svo fór skuggi um andlitið á henni. „Mér þykir það leitt — yðar vegna.“ „Þér talið um mig eins og ég væri á grafarbakkanum." „Veit maður nokkurn tíma hvort maður er það ekki?“ „Eigum við ekki að tala um eitthvað annað?“ sagði Dave. „Hvaða kvikmyndaleikara dáið þér mest: Gary Grant eða Clark Gable eða ....“ „Haldið þér yður saman. Þetta er alvara. Terry er ekkert viðriðinn þessa íkveikju. Hann vann sjálfum sér og sat um peningana. Hann hlýtur að hafa gabbað Cornell — en hann gabbaði ekki —.“ Hún þagnaði og tuggði brauðið. Blaðaljósmyndarinn kveikti í pípu sinni. Hann hellti tei í báða bollana, sem voru orðnir tómir, laut fram og studdi báðum olnbogunum á borðið. „Ég fæ meiri og meiri áhuga fyrir yður,“ tautaði hann. „Maður heldur sig vera orðinn þreyttan og tilfinningalaus- an, og að manni standa á sama um allt, en svei mér ef ég held ekki að ég mundi verða veikur fyrir yður, ef til lengd- ar léti.“ „Verið ekki að gera að gamni yðar,“ andvarpaði hún og starði út í bláinn. Dave tók pípuna út úr sér og spurði, eins og úti á þekju: „Eruð þér hér .... núna?“ Hún horfði fast á hann, þannig að hann gat ekki litið undan. „Mér finnst ég vera fyrirlitlegt kvikindi,“ sagði hún allt í einu. „Setjið þér það ekki fyrir yður, okkur finnst víst flest- um svo .... “ „En án þess að hafa ástæðu til þess .... “ Munnurinn á henni herptist saman í miðri setningunni og augun urðu skýr, eins og hún hefði fengið kvalir. Blaðaljósmyndarinn skildi hvað þetta þýddi, og í rauninni hafði hann búizt við því nokkrar mínútur, að eitthvað mundi ske. Framkoma hennar var öll eins og hún væri að aðvara hann. Hvers vegna? Hún hafði auðsjáanlega vikn- að við að sitja þarna á notalegum stað. Hún hafði ginnt hann í gildru en iðraðist þess ekki fyrr en það var að verða of seint. Hafði hún vonað, að honum væri gagn í að hún aðvaraði hann áður en netið fór að dragast saman kringum hann? Nú kom bylmingshögg á hurðina og hún hrökk upp, og að heita mátti samtímis sást andlit á þakglugganum á skúrnum. Maðurinn á þakinu hélt á skammbyssu í hendinni. Tveir menn stóðu í dyrunum. Tveir sterklegir menn, með hendurnar í vösunum á vetrarfrökkunum og kragana bretta upp. „Mér þykir leitt að þurfa að gera þetta,“ sagði Dave lágt. „Jafnleitt og yður þykir að hafa veitt mig í gildruna.“ Án þess að mönnunum í dyrunum hefði dottið í hug að hann mundi hreyfa sig, þreif hann utan um stúlkuna aft- an frá. Og nú var hann ekki seinn í vöfunum. Hann vissi, hvar hann hafði bezt skjól fyrir manninum á þakinu. í þremur skrefum vatt hann sér hinumegin í herbergið og sneri bak- inu til veggjar. Hann greip hægri hendi eldfljótt ofan i kápuvasa stúlkunnar. Hann brosti, er hann fann að honum hafði ekki skjátlazt. Séð stúlka af því taginu sem þessi var, og sem meira að segja var í hættulegum erindagerðum, var ekki svo vitlaus að ganga óvopnuð. Dave Dott lyfti skammbyssunni, sem hann hafði náð í, og miðaði henni á mennina í dyrunum. Hann beygði sig bak við stúlkuna, samverkakonu þeirra, og notaði hana sem skjöld. „Viljið þið mér nokkuð?“ spurði hann hvasst. Mennirnir horfðu hvor á annan. Kannske kom þeim þetta á óvart — kannske ekki. Allt í einu spruttu þeir hvor til sinnar hliðar, eins og villidýr, sem tekur undir sig stökk. í sama bili reið af skot, úr frakkavasa annars þeirra. Dave fann að kúlan lenti á múrveggnum yfir höfðinu á honum, sem náði upp yfir höfðuð stúlkunnar. Hann var fljótur að beygja sig bak við öxlina á henni, og svo skaut hann á móti. Púðurreykurinn lá eins og þoka yfir þeim, upp undir þakinu á skúrnum. Annar bófinn leitaði skjóls bak við borðið, sem Dave og gestur hans höfðu setið við áður. En hinn velti vinnuborði Daves á hliðina, svo að flöskur, stækkunartækin og glösin duttu í gólfið og brotnuðu. (Framh.) BEaðaljósmyndarinn skildi hvað þetta þýddi, og í rauninni hafði hann búizt við því nokkrar mín- útur, að eitthvað mundi ske. Framkoma hennar var öll eins og hún væri að aðvara hann... FÁLKINN 21

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.