Fálkinn


Fálkinn - 21.06.1961, Blaðsíða 24

Fálkinn - 21.06.1961, Blaðsíða 24
ígftj \v-:- <■ " .:V.<'.^::v'V' V; Geymsla á eiturefnum er atriði, sem varðar bæði karla og konur á heimilunum. Það er gagnslítið þótt annar aðilinn sé gætinn, ef hinn er óvarfærinn. Daglega eru í notkun efni, sem eitruð eru eða hættuleg, jafnt í verkahring mannsins sem húsmóðurinnar. Hægt er t. d. að nefna öll þau lyf, sem notuð eru til að útrýma skor- kvikindum, hreinsiefni ýmiss konar, meðöl, fægilegir o. s. frv. Séu slík efni ekki geymd vel, geta þau valdið slysum, sem eru þeim mun hryllilegri, að auðvelt er að fyrirbyggja þau. Það er engin afsökun, að eiturmerkimiðar séu á, lítil börn geta ekki lesið, og stærri börn skilja ekki alltaf, hvað mið- arnir tákna og auk þess hafa slíkir límmiðar tilhneigingu til að detta af. Meðöl öll skal geyma í aflæstum, helzt þar til gerðum skápum, þar sem hvorki börn eða óviðkomandi hafa nokk- urn aðgang að. Þess skal gætt, að þau séu vel merkt, ágætt að skrifa á þau, hvers vegna þau hafa komið inn á heimilið. Gömul meðöl og önnur, sem nokkur vafi leikur á, til hvers eru, skal henda. Þó ekki út í ruslatunnu, heldur hella þeim í vaskinn eða hleypa þeim niður um salernisskálina. Verði maður hins vegar var við að barn hafi náð í meðöl, sem innihalda svefnlyf eða magnyl, er fyrst fyrir að láta barnið kasta upp, stinga fingrunum niður í kok á því, gefa því volga mjólk og koma því strax undir læknishendur, eða á sjúkrahús, þar sem hægt er að framkvæma magaskolun. Erfiðari viðureignar eru slys, sem verða af lút eða sýru. Lútur (t. d. vítissódi) getur á örskömmum tíma etið göt á vélindið, sem geta orðið til þess að barnið sveltur í hel eða getur aðeins tekið til sín fljótandi fæðu og þarf að ganga undir margar erfiðar skurðaðgerðir. Ef slík slys ber að höndum, skal vinda bráðan bug að því að koma hlutaðeigandi á ajúkrahús. Hafi lútur verið drukk- Sólföt á nál. 1 árs. Efni: 1 mtr. af 70 cm breiðu blá- og hvítröndóttu bómullarefni, 2% mtr. blátt skáband, 11 bláir hnappar, 4 smellur. Sniðið: Strikið hvítan pappír, þannig að það myndast ferhyrningar, sem eru 2 cm á hvern veg. Teiknið síðan sniðið á pappírinn eftir skýringarmyndinni. Klippið sniðið, ekki á að þurfa að gera ráð fyrir saumfari, mátið það vel á barnið, áður en sjálft efnið er klippt. a = buxurnar með smekk, b = eitt axlaband, þarf að klippa tvö slík, c = jakkinn. Brotna línan á baksniðinu á að vera heil, einnig á jakkabakinu. Buxurnar og jakkinn eru hvort tveggja sniðið út í eitt, svo að það er auðklippt og saumað. Fyrst eru buxurnar saumaðar: Saumið rennibraut á mittið að aftan, dragið teygju í. Festið teygjuna beggja vegna. Brjótið 4 cm inn á smekkinn að ofanverðu, bryddið síðan allar buxurn- ar (nema mittið að aftan) með bláu skábandi. Látið efnið hafast dálítið við í skrefinu til að gefa vídd og þá verður kringingin betri. Saumið 6 hnappa í framstykkið. Saumið síðan í hendi hlið- Framh. á bls. 31. 24 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.