Fálkinn


Fálkinn - 21.06.1961, Blaðsíða 7

Fálkinn - 21.06.1961, Blaðsíða 7
þegar maður hefur náð sér eftir síðasta stórtap vakna vonir um það að nú standi KR kannski í þeim — ef þeir verði vel upplagðir og „finni hverjir aðra“ eins og íþróttafréttaritararnir skrifa, já, og svo er ekki alveg óhugsandi að úrvalið okkar komi einum bolta í markið hjá honum Brown sem passar markið jafnt og aurana sína (ef trúa má skotasögum). Þannig hugsum við þessir góðviljuðu knattspyrnuunnendur og við kaupum okkur inn aftur og aftur í þeirri von að nú — einmitt nú taki þeir útlend- inginn rækilega í karphúsið. Æ, það er ekki lengur neinn Rikki og enginn Þórður Þórðar og heldur eng- inn Albert — a. m. k. ekki hinn gamli góði Albert og hárin eru löngu hætt að rísa á höfði manns eins og í gamla daga. Jú, annars, einstöku sinnum. Hann Þórður Rikkabróðir var nú fjandi góður í leiknum um daginn. Ég sagði þá við manninn sem stóð við hliðina á mér inni á Laugardalsvelli: Hann Þórður er nú alveg í sama klassa og Skotarnir. En svo voru bara allt of margir fyrir neðan alla klassa (Klassi er íþróttamál) og því fór sem fór. Þegar við gengum út af vell- inum, sagði maðurinn við mig: Já, þetta var ekki gott, en ég hugsa nú að KR- ingarnir standi sig nú betur. Já, sagði ég og gleymdi á stundinni þessum 7 mörkum, sem höfðu reyndar flest kom- ið fyrir klaufaskap, — já, ég á nú von á því að hann Þórólfur plati þá ræki- lega, já hann er viss með að gera mark, já ef til vill fleiri en eitt. Já, svo er KR- vörnin svo miklu sterkari en hjá Skaga- mönnum — ég er ekki frá því að þeir vinni þá. Við verðum áreiðanlega til staðar þegar KR leikur og ef illa skyldi fara, þá hlýtur landsliðið að bursta Skotana. Því miður eru ekki allir jafn barns- lega bjartsýnir og einfaldir og ég og maðurinn sem ég var að tala um áð- an. Margir kunningjar mínir sem áttu sínar beztu stimdir á vellinum hér áður fyrr fara nú ekki á völlinn nema tvsivar til þrisvar á sumri. Þeir segja sem svo: Það er ekkert gaman að þessu lengur, þetta er ekki nokkur knatt- spyrna sem strákarnir okkar sýna. Það var annað hér í gamla daga, manstu ekki ... í yndislegu veðri þegar Akranes lék á móti Skotum komu um 2000 manns að horfa á leikinn. Fyrir þrem fjórum ár- um hefðu komið 5—6000 manns. Ef svona heldur áfram sem horfir verður knattpyrna útdauð innan fárra ára, a. m. k. í vitund okkar sem hingað til höf- um skipað sætin og stæðin á vellinum. Boltakarl. Myndin hér neðst til hægri er af hin- um þekktu íþróttafréttariturum blað- anna. Fremstur er Atli Steinarsson hjá Morgunblaðinu og fyrir aftan hann Einar Björnsson hjá Alþýðublaðinu. Aðrar myndir á þessari síðu eru teknar umrædd kvöld í stúku og á áhorfenda- pöllunum. Skopteikn. eftir Ragnar Lár- usson.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.