Fálkinn


Fálkinn - 21.06.1961, Blaðsíða 13

Fálkinn - 21.06.1961, Blaðsíða 13
 Allt í entu heyrðu þeír, sem inni voru þunga dynki og voða- lega dimmar druiiur. Þá herti bóndi upp hugann og gekk út... ÍSLENZK FRÁSÖGN EFTIR ÞORSTEIN FRÁ HAMRI jafnsnemma vestra því prestur beindi henni það aftur er hún sendi honum.“ Um Einar prest, er fyrir kom draugn- um í þessari sögu, eru deildar sagnir. Ein gerð sögunnar segir það hafa ver- ið séra Einar skáld Sigurðsson í Eydöl- um. Enn tefja aðrir að ofanskráð sögn eigi við séra Einar galdrameistara Nikulásson á Skinnastað; og enn nefna sumir til verksins séra Árna Sigurðs- son á Skorrastað. — Þótt einhver þess- ara presta kunni að hafa átt hér ein- hvern hlut að máli og nafnalíkingarnar hafi ruglað þeim saman, þá verður ekk- ert um það sagt. Hins vegar er vitað með vissu um tvo menn sem hér komu gróflega við sögu, og a. m. k. var því trúað að þeir hefðu með atferli sínu ráðið niðurlögum Snæfjalladraugs. Þess ir menn voru tveir höfuðpaurar ís- lenzkra þjóðtrúarvísinda á þeirri tíð: Galdra-Leifi og Jón Guðmundsson lærði. ★ Þorleif Þórðarson, Galdra-Leifa, þekkja menn varla nema af þjóðsögum einum, en ætt hans er kunn og hans jafnan getið sem alþekkts manns fyr- ir kunnáttu sakir. Þótti hann ætíð hinn mesti bjargvættur ef á lá að koma ó- vættum fyrir kattarnef. Þegar Leifi kvæntist, settist hann að á Garðstöðum, skammt frá Ögri. í Ögri bjó þá Ari Magnússon, og fjölyrða galdrasögur mjög um skipti hans og Leifa, ýmist ill eða góð. — Um Jón lærða gegnir dá- lítið öðru máli að því leyti að hann er svo alþekktur fyrir hin sérstæðu rit sín og djarft hátterni á þeirri öld hjá- trúar og galdraofsókna sem 17. öldin var hérlendis, að það væri að bera í bakkafullan lækinn að greina hér ýtar- lega frá æviferli hans. Rit hans hafa reynzt síðari tíma mönnum gildur sjóð- ur fróðleiks. Þrátt fyrir hjátrúaræði það sem fram kemur í þeim sýnir hann alls staðar merkilega viðleitni til þekk- ingar á náttúrunni (Um íslands aðskilj- anlegar náttúrur; Lítið eitt hulin pláss og yfirskyggða dali á íslandi, Tíðfor- dríf o. fl.). Rit þessi eru einkennilegur blendíngur þekkingar og hjátrúar- kreddna. Fyrir kuklsemi og hylli við pápiska siði var Jón mjög hrakinn um sína daga, en þrátt fyrir það og svo hitt að hann sá hilla undir ofsækjendur hvert sem hann leit, lét hann ekkert aftra sér frá því að iðka vísindi sín. Þegar nú Snæfjalladraugurinn magn- aðist haustið 1611 voru þeir Þorleifur og Jón til kvaddir að ráða niðurlögum hans. í ævidrápu sinni, Fjölmóði, sem ort er undir kviðuhætti, greinir Jón frá þessum starfa sínum; Leifa er þar að eingu getið, en almennast er talið að þeir hafi hjálpazt að við þetta. Um at- höfnina sjálfa er ekkert greinilegt að segja, en beinast liggur við að hyggja að þeir hafi verið all-mikilúðlegir, og til gamans má setja hér eina litla sögu er greinir frá Galdra-Leifa við særing- ar. Var hann þá að eyða stefnivargi fyr- ir bónda inn á Ströndum: „Allt í einu heyrðu þeir sem inni voru, þunga dynki og voðalega dimmar drunur. Þá herti bóndi upp hugann og gekk út og einn af vinnumönnum hans með honum, til þess að forvitnast um þessi læti. Veður var stillt og tungl óð í skýjum. Þegar þeir bóndi og vinnu- maður hans komu út, urðu drunurnar ennþá meiri og ennþá voðalegri. Fóru þeir þá að skyggnast um, en urðu einsk- is þess varir, er þessum undrum mætti valda. Þeir gengu þá út að túnjaðrinum, og þá sáu þeir Galdra-Leifa. Gekk hann aftur á bak og áfram á hól einum skammt frá túninu, — og þá var hann voðalegur hann Galdra-Leifi; þegar hann leit móti tunglinu, var sem dimm- bleikir geislar stöfuðu frá augum hans. Þeir heyrðu, að hann þuldi einhverjar þulur eða kvæði í sífellu, en eigi heyrðu þeir orðaskil, en röddin var svo dimm og draugaleg og svo nöpur, sem náhljóð úr dauðra manna gröfum. Dynkirnir og drunurnar fóru sívaxandi og þeim fannst sem jörðin skylfi og björgin Framh. á bls. 30.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.