Fálkinn


Fálkinn - 21.06.1961, Blaðsíða 10

Fálkinn - 21.06.1961, Blaðsíða 10
OLIUSKIPIÐ I SEYÐ Síðla haustið 1943 sigldi stórt olíuskip inn á Seyðisfjarðarhöfn og lagðist á „Kringluna“ skammt fram undan síld- arbræðslunni. Ekki þótti Seyðfirðing- um skipkoman sérstökum tíðindum sæta, enda vanir mörgu í þeim efnum á stríðsárunum, þegar segja mátti, að Seyðisfjörður væri önnur mesta her- skipa- og kaupskipahöfn bandamanna hér á landi. Hins vegar vakti það brátt athygli, að ekki sást fararsnið á skipi þessu, þar sem það lá um það bil 350 metra fram undan bryggjum bæjarins, enda var það ætlun flotayfirvaldanna, að skipið lægi á Seyðisfirði sem fljót- andi olíustöð. Lögðust nú herskip og kaupskip að því og fengu brennsluolí- ur eftir þörfum. Þetta olíuskip hét „E1 Grillo“ og var um 10 000 smálestir að stærð, en 147 metrar að lengd. Það var brezkt og í þjónustu brezka flotans og hefur að lík- indum komið með fyrsta olíufarm sinn frá Curacao í Suður-Ameríku, en um það er ekki vitað með vissu. Hitt sáu Seyðfirðingar, að það var kyrrt eftir að tankar þess höfðu verið tæmdir og um mánaðamótin janúar-febrúar 1944 kom annað olíuskip inn á f jörðinn, álíka stórt, lagðist við hlið „E1 Grillo“ og fyllti það á nýjan leik. Þegar það var farið lögð- ust tundurspillar og önnur herskip að hlið móðurskipsins og tóku olíu áður en þau lögðu í eftirlitsferðir um Norð- ur-Atlantshafið, eða fóru í fylgd skipa- lesta til Rússlands. Nokkrum dögum eftir að „E1 Grillo“ hafði á ný fengið fylli sína, eða nánar tiltekið 10. febrúar 1944, var gerð loft- árás á Seyðisfjörð. Tvær eða þrjár þýzkar flugvélar flugu yfir höfnina frá norðaustri til suðvesturs og köst- uðu niður þremur sprengjum, sem sýni- lega var ætlað að hæfa „E1 Grillo". Tvær þeirra sprungu í sjónum alllangt frá skipinu, en sú þriðja rétt við framstefni þess. Eftir sprengingarnar var sem ekkert gerðist drykklanga stund. Flugvélarnar hurfu á brott. Það hafði orðið lítið um varnir gegn þeim, enda erfitt um að- varanir, þar sem þær flugu beint af hafi inn yfir Loðmundarfjörð og Seyðis- fjörð. Ekki var sjáanlegt, að sprengj- urnar hefðu hitt skipið, þó að ein þeirra spryngi allnærri því. En þá tóku menn eftir því, að skipið var tekið að sökkva að framan og seig það jafnt og þétt niður í fjörðinn. Ekki kemur Seyðfirðingum saman um, hversu lengi framhluti skipsins hafi verið að sökkva, og er það enn í dag nokkurt á- greiniingsefni meðal bæjarbúa, hvort þar hafi liðið hálf klukkustund, ein eða jafnvel tvær. En hægt seig skipið og ekkert var að gert. Þegar ljóst varð, að skipið var að sökkva, sáu menn í landi, að fát kom á áhöfnina, og voru menn á hlaupum fram og aftur rnn þilfar skipsins. Ekki er um það vitað, hvort skipstjóri gerði tilraun til að losa skipið og koma því á grynnra vatn, eða hvort slíkt hefur verið ókleift á þeim tíma, sem til umráða var. Vel má vera, að skipsmenn hafi átt von á, að flugvélarnar gerðu aðra at- lögu, og var þá ekki árennilegt að vera um borð í hlöðnu olíuskipi. Tveir norskir fallbyssubátar lágu við bryggju í höfninni, þegar árásin var gerð um klukkan ellefu. Stóð nú aftur- endi skipsins upp úr, enda var hann óskaddaður og komst sjór ekki strax í hann. Var svo þar til á níunda tíman- um um kvöldið, að bæjarbúar heyrðu allmikinn dynk, er skipið hvarf í djúpið. Er það skoðun sumra manna á Seyðisfirði, að skipsmenn hafi farið út í skipið til að sökkva því alveg, en um það er ekkert vitað. Allmikið af lausu dóti flaut úr „E1 Grillo“, tunnur og ýmislegt smávegis, svo og einn björgunarbátur. En auk þess settist nú mikil olíubrák á fjörð- inn, og mun mikið af olíu hafa farið úr skipinu er það sökk. í fjöruborð sett- ist leðja þessi, unz hún varð eins og fast asphalt. Fjörubeit spilltist með öllu. Sjófuglar hlutu af olíunni margvísleg- ar skráveifur. Hún settist í fiður þeirra, svo að þeir veiktust og þeim var ómögu- legt að kafa eftir fæðu. Loks lagðist olían á alla báta, sem um f jörðinn fóru, svo og á allar bryggjur. Hún barst út úr firðinum og allvíða um austurströnd- ina. Þess er til dæmis getið að Stefán bóndi Baldvinsson í Stakkahlíð hafi orðið fyrix tjóni í æðarvarpi sökum olíunnar. Þótti þetta vera hvimleiður vágestur og lá þessi olíuplága á Seyð- firðingum 2—3 ár, en smám saman dró þó úr olíuleka skipsins. Brezku flotayfirvöldin komust að þeirri niðurstöðu, að það mundi ekki borga sig að bjarga skipinu þá. Var því Þessi teikning sýnir í stórum dráttum, hvemig „E1 Grillo“ liggur í fjarðar- mynninu, og eru hlutföllin milli stærðar skipsins og dýpisins, nákvæmlega rétt. Togarinn, sem teiknaður er á siglingu, gefur nokkra hugmynd um stærð skipsins.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.