Fálkinn


Fálkinn - 21.06.1961, Blaðsíða 14

Fálkinn - 21.06.1961, Blaðsíða 14
d3lómalijalprá Ídemdóen C Ídíómam oy ávöxtum Ég hef lofað ritstjóra Fálkans að rita smáþætti um blóm og meðferð þeirra, og í þeirri von, að einhver hafi gagn og gaman af þessu, sendi ég nú frá mér fyrsta þáttinn. Það er um að gera, að meðhöndla blóm eins og lif- andi verur, umgangast þau með kærleika og nákvæmni. Það er alls ekki nóg að ausa í þau vatni daglega, nei, þau þurfa nákvæmni í umgengni til þess að þrífast og gefa þá ánægju, sem ætlazt er til. Og það gera þau líka, ef rétt er með farið. Talsvert mikið atriði er útlit pottanna, að þeir séu fallegir og helzt ekki af öllum mögulegum litum og gerðum — og, umfram allt, hreinir. Skálarnar undir pottunum ættu líka að vera allar helzt ekki mjög áber- andi. Annað atriði í heildarútliti stofublómanna er, að blöð- in séu ávallt hrein, — óhrein blóm eru ekki til skrauts. Ágæta regla er að taka blómin, t. d. einu sinni í mán- uði, og baða þau rækilega, og má þá þvo stórblaða-plönt- ur með mjúkum svampi, en úða bara hin. Stundum er hægt að fá í blómabúðum lög, sem gott er að láta í vatnið. Ágætt er líka að láta ofurlítið af grænsápu út í baðvatnið. Það hreinsar betur og gefur blómunum fallegri blæ. Þegar þér nú á morgnana, eftir að hafa hresst yður á morgunkaffinu, lítið yfir blómin yðar, þá er nauð- synlegt að fjarlægja öll visin blöð, sem fallið hafa af. Ef svo skyldi vera, að yður finnist of mikið af fölln- um blöðum, er nauðsynlegt að finna orsakirnar til þess. Venjulegast er þá um einhver óþrif að ræða, og ef svo er, er nauðsynlegt að útrýma Þeim sem fyrst. Þá er um að gera að sjá til þess að veik planta smiti ekki þá næstu, ef hún er heilbrigð. Oftast er um lús að ræða, venjulega blaðalús, sem er græn á litinn. Undir flestum kringumstæðum er hægt að fjarlægja hana með því að blandi í 1 liter af vatni 20 grömmum af spritti og 20 grömmum af sápu og baða plöntuna upp úr þessari blöndu. Aftur á móti eru aðrar lúsategundir, sem vont er að við eiga, t. d. mel- dög, rauðátu o. fl. Bezt er að nota við þær nikotinblöndu, þ. e. 10 gr. af nikotini í einn lítra af vatni. Eins er líka D.D.T. ágætt til að eyða þessum óþrifum. í moldina vilja einnig oft koma pöddur og maðkar, sem leggjast á ræturnar. Oftast er það ofmikil vökvun, sem gefur þeim góð skilyrði. til að þrífast í moldinni. Er þá ágætt að lofa plöntunni að þorna og sömuleiðis er gott að vökva með nikotin-blöndu. Hvítu ormana í moldinni má oft fjarlægja með Því að skipta mold á blómunum, og er þá um að gera að fjarlægja eins mikið af moldinni og mögulegt er án þess þó að skemma ræturnar. Ekkert er eins leiðinlegt eins og að sjá fallega, stóra plöntu deyja vegna þess að óþrifin fá að vinna sitt skemmdarverk í næði. Nauðsynlegt er að gefa stofublómunum áburð annað slagið, og fæst ágætur blómaáburður í öllum blóma- verzlunum. Lífrænn áburður er nauðsynlegur öðru hverju, einnig er til ágætur kemical-áburður, sem er mjög góður. í gamla daga notuðu húsmæðurnar áburðarvatn, sem búið var til úr húsdýraáburði og gafst ágætlega. Það er eins með áburðinn eins og vatnið, að hættulegt er að nota of mikið af honum, og er því nauðsynlegt að fylgj- ast með vexti blómanna. Annars er í flestum tilfellum óhætt að gefa blóminu áburð hálfsmánaðarlega á sumr- in meðan það er í fullum vexti, og ég tala ekki um, hvað það er nauðsynlegt blómstrandi plöntum. Mý myndasöguper- sóna heilsar lesend- um FÁLKAMS í dag. Hún heitir Rosita og margvísleg og spaugileg atvik henda hana. Höfund- ur Rositu er hinn kunni danski teikn- ari CHRIS.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.