Fálkinn


Fálkinn - 21.06.1961, Blaðsíða 27

Fálkinn - 21.06.1961, Blaðsíða 27
Brabra, sögðu andirnar og hristu sig. Gvak gvak gva, byrjaði gæsasteggur- inn en hætti í miðri setningu. Hann var of syfjaður. Og Litla Kát lék sér allan daginn með- al fuglanna. Vorið leið. Sumarið gekk í garð. Með sumarkomunni breyttist Litla Kát úr ærslafullum hvolpi í fullþroska hund. Það stirndi á vöðvana, feldurinn gljáði, og í djúpi brúnu augnanna fólst vaxandi vit hundsins, er bjó við gott at- læti til sálar og líkama. Og nú gerðist hann hinn trúi þjónn, sem á hverjum morgni fylgdi húsbónda sínum upp á þjóðveginn, þangað sem vagnsins var von er flutti manninn til vinnu sinna.r í borginni. Og á hverju kvöldi var hundurinn mættur á sama stað. Já, hundurinn virti manninn, sem klappaði honum á kollinn eða ræddi við hann alvarlegur í bragði. En þá var hann vanur að leggja hausinn á hné kennara síns, og eyrun námu hvert orð. Og þótt hundurinn skildi ekki orðin, var hann undrafær á merkingu þeirra og svip- brigði herra síns. Og Litla Kát elskaði konuna, sem hugsaði um þarfir hennar, strauk henni ástúðlega og leyfði henni að hvíla við fætur húsbændanna um nætur. Senn var sumarið á enda en haustið tók við völdum. Ásamt haustinu komu naprir vindar úr öllum áttum, og gripu með sér laufin af trjánum. Farfuglarn- ir hófu sig til flugs í þrímynduðum fylkingum og héldu til suðrænni landa. Allt var á fleygiferð. Og mitt í ringulreið árstíðarskiptanna kenndi hundurinn, sem nú var orðinn kynþroska, kall náttúrunnar. Og eitt kvöldið, þegar hann ráfaði eirðarlaus á melnum framan við húsið barst hundgá ofan frá ásnum. Litla Kát tók snarpt viðbragð. Hvað var Jpetta? Hún reisti eyrun, rak nasirnar upp í vindinn og beitti lyktskynjun sinni til hins ýtrasta. Augun skutu neistum út í rökkrið. Drykklanda stund stóð hún hreyf- ingarlaus með hvern vöðva titrandi af eftirvæntingu. Svo gaf hún frá sér hvellt kall: Hvar ertu? Svarið kom samstundis. Langdregið, ákaft, fagnaðarfullt. Og niður hæðina kom ókunnur hund- ur á mikilli ferð. Á sama andartaki drógust skýin sund- ur, og tunglið varpaði birtu á sterklegt dýrið, sem geystist niður hallann, með hárin uppreist undan veðrinu, höfuðið reigt aftur og vilta glampa 1 augunum. Á sléttunni fyrir neðan mættust hund- arnir. Þeir nálguðust hvorn annan var- færnislega og heilsuðust. Síðan hurfu þeir út í myrkrið, um- vafnir tunglskini, tvö dýr, sem fundið höfðu maka hvort í öðru. Haustið rann inn í veturinn og enn breyttist tíðarfarið. Skýin dökknuðu og þokuðu sér sam- an á hvítri festingunni, grálynd og fúl. í tvo mánuði samfleytt rigndi meira eða minna hvern einasta dag. En í síðasta mánuði ársins stytti loks upp. Og ein- mitt um það leyti upplifði Litla Kát feg- ursta augnablik lífs síns. Þá varð hún móðir. Mega þeir vera? spurði Litla Kát, og leit á vini sína tvo, manninn og konvma, sem stóðu við flet hennar. Þeir mega ekki vera, sagði maður- inn. En konan draup höfði þegjandi. Skömmu síðar voru hvolparnir teknir burt. Með komu fyrstu snjókornanno tók þó Litla Kát aftur gleði sína. Það féll eitthvað kalt og skrýtið úr loftinu, sem bráðnaði um leið og hún glefsaði í það, og þyrlaðist eftir hjarn- inu mjúkt og bjart þegar hún velti sér á jörðinni. Já, í nokkra daga var lífið unaðslegur leikur. En þá kom atvik fyrir, er varp- aði aftur skugga á gleði hundsins. Húsmóðirin hvarf óvænt að heiman. Og vegna fjarveru hennar neyddist mað- urinn til að loka hundinn inni, meðan hann gegndi störfum í borginni. Æ — hve óendanlega líða ekki dag- arnir hægt hgá þeim, sem læstur er inni. Og hundurinn stundi af vanlíðan og eigraði um húsið einmana og óglaður. Og milli þess að hann át og svaf, geysp- aði og ók sér, barðist hann við ósýni- lega óvini eða brá á leik við ímyndaða leikfélaga. Stundum skeði það óhapp í ólátunum að fóðrið rifnaði af þiljunum. Þá varð maðurinn reiður þegar hann kom heim, og skammaði hundinn, sem bar löppina fyrir sig eins og barn, sem væntir höggs. Og eitthvað í líkingu við tár glitraði í augum hans. En hundar gráta ekki — Eða gera þeir það? Þegar dagarnir fylltu tuginn kom kon- an heim. En hún kom ekki ein. í faðmi hennar hvíldi lítill smáguð. Má hann vera? spurði Litla Kát, eft- ir að hafa í fagnaði lausnar sinnar snú- izt um konuna 1 ofsakæti. Og hún þef- aði nærfærnislega af barninu. Hann má vera, sagði konan með hönd- unum, sem hlúðu blítt að unga sveinin- um. Og hundurinn tók strax ástfóstri yið litla mannsbarnið. Er leið á veturinn gerði miklar fann- komur. Það hvein í norðanvindinum og frostið herti dag frá degi. Þorrinn ætl- aði að verða harðskeyttur viðureignar. Er kalt? spurði Litla Kát vinkonur sínar, gæsirnar, sem gengu úti allan árs- ins hring. Það er kalt, svöruðu þær, og hnipruðu sig saman á frostköldum melnum. Er kalt? spurði hún hænsnin. En hún greindi ekki svar þeirra. Þær voru inni- byrgðar í hænsnaskúrnum. Já víst var kalt. Því nú beit eitthvað svo illyrmislega í vott trýnið á Litlu Kát, að hún ýlfraði af sársauka og leitaði skjóls hjá konunni. Er kuldinn þá vondur? spurði hún og nuddaði auman blettinn með framfæt- inum. Hann er slæmur, sagði konan. Og hún þrýsti barninu fastar að brjósti sér, því nú var kalt í kotinu við ána. Þetta sama kvöld ráðgerðu maðurinn og konan að flytjast með barnið sitt í borgarhlýjuna. En hvað átti að verða um hana Litlu Frh. af bls. 32. Smásaga eftir Guðrúnu Jakobsen EITT EILÍFÐAR SMÁBLÓM FALKIN n 27

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.