Fálkinn


Fálkinn - 21.06.1961, Blaðsíða 26

Fálkinn - 21.06.1961, Blaðsíða 26
RITHANDAR- LESTUR Regluleg skrift táknar: Viljastyrk, festu, ákveðni og mótstöðuafl; enn fremur: kulda, óauðugt tilfinninga- líf, þröngsýni og stífni. Einnig vilja- festu, en viðkomandi hættir þó til að láta stjórnast af tilfinningum sín- um, sem ekki fá útrás og er því oft kaldur og stífur og skortir frum- leik. Óregluleg skrift: Miklar tilfinningar, fljótfærni og frumstæði; einnig: viljaleysi, veiklyndi og skort á vinnuþreki. Hrynjandi. Samræmi táknar: Jafnvægi, sjálfstjórn, en einnig tilfinningaleysi, sljóleika, þannig að viðkomandi lætur ekki trufiast af utanaðkomandi áhrifum. Ósamræmi táknar- jafnvægisleysi, og viðkomaudi er móttækilegri og opn- ari fyrir bæði andlegum og líkam- legum áhrifum, en er oft yfirborðs- kenndari, auðveldlegar æstur upp og áhrifagjarnari og nýjungagjarnari. Hraði. Nokkur einkenni hraðskriftar: Strikin grönn og bein, punktar líkir komm- um og dálítið fyrir ofan stafina, vinstri síðueyðan („spássían") breikkar oft niðureftir, endastrik oft gerð lengri og strikin oft ávalari en hvöss. Hröð skrift táknar afl og framsækni, að viðkomandi sé laus við hömlur, vilja, og framtakssemi, líf, en einnig óróa og flótti og óstöðugleiki. Hæg skrift: Hömlur, aflinu haldið til baka, en einnig ró, umhugsun og gætni, en líka óákveðni. Breið skrift er því merki um fram- sækni og hömluleysi, og þétt skrift um hömlur eða þvingun. Óregluleg skrift er frjálsari en reglu- leg. Þungi. Skrift er „þung“, þegar niðurstrikin eru gildari en uppstrikin, en létt ef allar línur eru jafngrannar eða jafn- digrar. Þungi táknar afl og lífsorku, en því að- eins að skriftin sé hröð og breið, annars getur hún táknað hömlur og í því sambandi kulda og þunglyndi. Létt skrift er liprari og táknar tilfinn- ingasemi og -næmi, og viðkomandi 26 FÁLKINN er viðkvæmari og áhrifagjarnari en að hann verður einungis var við sjálfan sig og afl sitt. Létt skrift táknar frelsi. Breidd. Breið skrift: Viðkomandi hreyfir sig meira til hægri og hefur þörf fyrir að tjá sig og kynnast öðrum. Ef breið skrift er um leið hröð, getur það táknað flótta, yfirborðsmennsku og óvarkárni. Samanþjöppuð skrift táknar sjálfs- stjórn, dug, hlédrægni. Einnig: Van- trú, tortryggni, efasemd og kvíða. Stærð. Stór skrift (stærri en 3 mm) táknar, að viðkomandi haldi fram sjálfum sér og hugmyndum sínum, að hann hafi aðdáunarhæfileika. Þessi skrift tákn- ar oft hugsjónir og óskir, en að við- komandi skorti á hinn bóginn raun- sæi. Lítil skrift (minni en 2 mm) táknar raunsæi, en stundum einnig heimsku og smámunasemi. Samhengi (Hvernig stafirnir eru tengdir). Bogar að neðan nefnast „guirlander", en bogar að ofan „arkader". Tornóttir guirlander og arkader: vinklar. Ef skriftin er þannig, að ekki má lengur greina guirlander, arkader eða vinkla, nefnist hún þráður (þráðskrift). Skólaskrift: M og N eru arkade-löguð, og U eru guirlande-löguð. Guirlande-skrift. Þessi skrift bendir, eins og þráðskriftin, á mjúka hreyf- ingu. Hún er opin að ofan og mynd- ar að neðan mjúka boga, sem liggja til hins næsta. Þessi skrift táknar, að viðkomandi er velviljaður,eðlileg- ur í framkomu, opinskár og áhrifa- gjarn. Eins og þráðskriftin er guir- lande-skriftin merki um frelsi, en ef saman fara fleiri merki um frelsi (stór, breið eða hröð skrift), getur hún e. t. v. bent til ósjálfstæðis, á- hrifagirni og að viðkomandi sé öðr- um háður. Arkade-skrift er bogamynduð skrift. Hún er frekar lokuð að ofan og táknar oft eyður í sálarlífinu, inní- Framh. á bls. 32. Þetta er sagan um hana Litlu Kát. Hundinn, sem lagði af stað út í heim- inn, í leit að vini meðal manna. Hvenær ævintýrið skeði? Kannske er dagur síðan, ár eða aldir. Og hvaðan Litla Kát kom, veit ég ekki. Máske átti hún uppruna sinn í vindunum, sem bárust úr suðri, eða sótti hann í fjárhúsjötu. En það var vor í lofti, þegar Litla Kát kom tfítlandi upp götuslóðann, sem lá að sumarhúsinu við ána, með goluna leikandi um svartan feldinn og undur- hvít brjósthárin. Hún staðnæmdist við garðshliðið og sperrti smágerð eyrun. Svo labbaði hún til konunnar, sem var að þurrka þvott- inn sinn. Líttu niður. Sjáðu. Ég er komin. Hver er komin? sagði konan hissa og beygði sig niður. Og þá fór hún að brosa, því við fætur hennar sat aðeins lítil hundur og gelti á tæpitungu. Hún lagði af sér votar flíkurnar og kraup niður. Hvaðan kemur þú? Um það hafði Litla Kát enga minnstu hugmynd. Hún dillaði bara rófustert- inum og ýlfraði vandræðalega. Þá kallaði konan á manninn. Hann hætti verki sínu og koma á vettvang. Hún er víst heimilislaus, auminginn, mælti konan og strauk blíðlega um koll- inn á Litlu Kát. Maðurinn klóraði sér undir húfunni og horfði niður á hvolpinn, sem hallaði undir flatt. í gleítnislegu bliki augna hans var vonglöð spurn: Má ég vera, vinur? Þú mátt vera, anzaði maðurinn loks. Þá skinu stjörnur í augunum hennar Litlu Kát. Hún sleikti fætur mannsins, stakk trýninu í lófa konunnar en sólin hló. Ríki mannsins var fullt af dásemd- um, sem gaman var að skoða. Og einn daginn færði Litla Kát út leiksvið sitt og sótti heim fuglagarð ná- grannans. En hænsni, endur og gæsir voru nokkuð, sem Litla Kát hafði aldrei séð fyrr. Hún datt líka á rassinn og rak upp skræk af undrun. Þetta voru kátleg kvikindi. í garðinum spígsporaði fjöldi fugla, önnumkafnir við ætisleit og fið- ursnyrtingu. Undir kofaveggnum sváfu gæsirnar með haus undir væng, og á skúrburst- inni trónaði fráneygður haninn með mjótt nef og kórónu á höfði. Og nú hvessti hann sporana, þandi brjóstkassann og rak upp óskaplegt stríðsöskur. Litla Kát mjakaði sér nær, sótti í sig kjarkinn og gaf frá sér kurteislegt gelt: Má ég vera? Haninn þagnaði í miðju kafi og pýrði augun á litla hvolpinn. Þú mátt vera greyið, sagði hann þessu næst vinalega. Haninn hafði oft séð hunda. Gaggaggaggag, samsinntu beztu varphænurnar og litu með móður- legri blíðu á Litlu Kát.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.