Fálkinn


Fálkinn - 21.06.1961, Blaðsíða 33

Fálkinn - 21.06.1961, Blaðsíða 33
ODYRAR : | SKALDSÖGUR Við bjóðum yður nú þessar vin- sælu sögur á ótrúlega lágu verði: Babs hinn ósigrandi .... kr. 18.00 Morðið í skóginum ..— 18.00 Skrifið okkur, og við sendum yð- ur sögurnar burðargjaldsfritt hvert á land sem er. Kjörbækur si. Box 304 - Reykjavík PRr:NTivrYNDA';i:-m 11n MYNDAMÓT H.F. MORGUNBLADSHÚSINU - SÍMI 17152 inn STJÖRN USPÁIN Hrútsmerkið. Þér verðið fyrir miklu baktali, sem stafar af einhverju, sem þér hafið gert eða sagt í ógát.i. Látið það sem vind um eyrun þjóta, og hafið ekki hinar minnstu áhyggjur af því. Rógburðurinn þagnar smátt og smátt, ef þér látið eins og ekkert hafi í skorizt. Nautsmerkið. Yður mun finnast vikan heldur hversdagsleg og viðburða- snauð, en litlu at.vikin geta líka haft sína þýðingu og verið skemmtileg engu síður en stórviðburðirnir. í ástamálunum verður vikan hagstæð, sérstaklega fyrir unga fólkið og þá, sem eru ungir í anda. Tvíburamerkið. Margvísleg vandamál verða á vegi yðar í þessari viku, en yður mun takast að leysa þau öll á giftusamlegan hátt. Þér skuluð ekki hika við að ráðfæra yður við aðra, en vandið þó vel val trúnaðarmanna yðar. Á laugardag býðst yður tækifæri, sem þér skuluð taka á stundinni. Krabbamerkið. Ef yður tekst að skilja hismin frá kjarnanum, verður þetta skínandi góð vika. Varizt að fara út á braut, sem þér hafið ekki nægilega þekkingu á, en reynið heldur að einbeita kröft.- um yðar að því, sem er yðar rétta svið. Því fyrr sem menn viðurkenna mistök sín, því betra. Ljónsmerkið. Þér skuluð ekki hvika hið minnsta frá hugmyndum yðar og stefnu í þessari viku og láta ekki gagnrýni annarra hafa áhrif á yður. Þér eruð á réttri braut. og stjörnurnar eru hliðhollar yður. Á sviði ástamálanna verður næsta vika erfið — tími vonar og ótta. J ómf rúarmerkið. Yður hættir til að hafa eilítið ákveðnar skoðanir og setja þær fram á þann hátt, að svo virðist sem þér álítið engan vita betur en einmitfc yður sjálfan. Þetta hefur mjög ertandi og óþægileg áhrif á þá, sem þurfa að umgengast yður. Takið tillit til skoðana og sjónarmiða annarra. Vogarskálarmerkið. Loks fáið þér betri tíma og næði til þess að sinna hugðar- efnum yðar. Þér mættuð gjarnan vera ögn ákveðnari á vinnustað. Það mun veita yður aukna virðingu og traust. Á laugardaginn berast yður óvenjuskemmtileg og óvænt tíðindi. Sporðdrekamerkið. Það birtir yfir lífi yðar í þessari viku. Öllum erfiðleikum og hindrunum er skyndilega sem rutt. úr vegi. Þér fáið góð tilboð, en þér skuluð þó íhuga vendilega, hvort þau henta yður að nokkru gagni. Heimilislífið verður talsvert erfitt, en yður tekst að kippa því í lag. Bogmannsmerkið. Ef yður geðjast. vel að eftirvæntingu og spenningi, þá mun yður sannarlega ekki leiðast í næstu viku. Þér skuluð ekki hika við að reyna nýjar leiðir og taka djarfar ákvarðanir. Fyrir ungt fólk verður vikan rómantísk, en þá rómantík verður varhugavert að taka of hátíðlega. Steingeitarmerkið. Þér hafið verið einum of bjartsýnn og örlátur í peninga- málum í seinni tíð, og ekki líður á löngu, þar til tími reikn- ingsskilanna kemur. Ekki mun þó ástæða til að tileinka sér andstæða öfga og gerast nirfill. Hinn gullni og vandrat- aði meðalvegur verður heppilegastur, eins og ævinlega. Vatnsberamerkið. Vikan verður erilsöm en lífleg, og það er ekki frá því, að miklar breytingar gerist í lífi yðar. Það var mál til kom- ið, að þér breyttuð viðhorfi yðar til ýmissa mála. í vikulokin mun sennilega gamall vinur yðar leita á náðir yðar og þér skuluð hjálpa honum, þótt það kosti talsvert erfiði. Fiskamerkið. Ekki skuluð þér örvænta, þótt persóna, sem hefur verið yður mjög kær, hagi sér vægast. sagt einkennilega þessa dag- ana. Þetta líður hjá fyrr en varir. í vikulokin kemur dá- lítið óvænt fyrir, sem snertir yður persónulega. Það mun gerast á opinberum stað. 21. MARZ — 20. APHlL 21. APRlL — 21. MAl 22. MAl — 21. JÚNl 22. JÚNl — 22. JÚLl 23. JÚLl — 23. AGÚST 24. AGÚST- 23. SEPT. 24. SEPT. — 23. OKT. 24. OKT. — 22. NÓV. 23. NÓV. — 21. DES. 22. DES. — 20. JAN. 21. JAN. — 19. FEBR. 20. FEBR. - 20. MABZ

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.