Fálkinn


Fálkinn - 21.06.1961, Blaðsíða 16

Fálkinn - 21.06.1961, Blaðsíða 16
Gísli J. John- sen og frú. Bandaríski sendiherrann hér á landi og frú hans. Hákon Guð- mundsson, hæstaréttar- ritari og frú. Vilhjálmur Þ. Gíslason útvarpsstjóri og frú. Helgi P. Briem og frú. Paldimar Stefánsson, saksóknari ríkisins og frú. KONUNGSHÁ Ólafur V. Noregskonungur kom hingað til lands í opinbera heimsókn fyrstu daga júnímánaðar. Myndir og frásagnir af dvöl Noregskonungs birtust í dagblöðunum jafnóðum og skal því ekki endur- tekið hér. Hins vegar birtir FÁLKINN í dag nokkr- ar svipmyndir úr einni_af hinum mörgu hátíðasam- komum, sem haldnar voru konungi til heiðurs. Myndirnar á þessum síðum eru allar teknar við há- tíðasýningu þá, sem haldin var x Þjóðleikhúsinu, þar sem konungi var sýndur sögulegur leikþáttur eftir Sigurð Nordal. í hléi var veitt kampavín í leikhúsinu. Á þessari hátíðasýningu í Þjóðleikhúsinu var mest f jölmenni af öllum konungssamkomunum. Til sýningarinnar var boðið öllum tignarmönnum hér á landi ásamt eiginkonum þeirra, og allir gestir klæddust kjólfötum og heiðursmerkjum. Og þá skal strax vísað til myndanna, sem gefa okkur svipmyndir af íslenzku fyrirfólki, þegar það skartar sínu fegursta á því herrans ári 1961. (Ljósm. Oddur Ólafsson). Í

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.