Fálkinn


Fálkinn - 21.06.1961, Blaðsíða 9

Fálkinn - 21.06.1961, Blaðsíða 9
 hluta vegna var með einglirni, og sagði eitthvað við hana á þýzku, sem hún skildi ekki. Hún svaraði á frönsku, sern ég skildi ekki. Eftir það brostum við bara hvort til annars þegar öðruhvoru varð litið á annaðhvort, og ég sá gegnum skógarþykknið, að Jóhanna bar sig eins að við borðherrann sinn. Ég benti þjóninum að koma, lyfti servlettunni til vonar og vara og benti honum á orðuna mína og bað hann í öll- um lifandi bænum að gefa mér eitthvað í gogginn. Þá kom babb í bátinn. í kóngsveizlum er margréttað og lífið liggur við að menn villist ekki á hnífapörunum. Það gengur ekki að menn sulli í sig kjötkássuni með fiskgafflinum. Það er strax komið til kóngsins og honum verður óglatt við tilhugs- unina. Hnífapörunum er raðað Þannig við diskana, að yzta parið er á fyrsta réttinn, næsta par á næsta rétt og þannig koll af kollið þangað til allt silfrið er komið fram í eldhús. Þá er máltíðinni lokið, og ef ekkert verkfæri gengur af, þá hefur maður staðizt prófið. Þetta er lafhægt, ef maður bara man að maður á alltaf að byrja á hnífapörunum til endanna. Þegar ég bað þjóninn að gefa mér eitthvað í gogginn, gaut hann augunum á silfursafnið mitt og fölnaði. „En það er búið að boröa skjaldbökusúpuna,“ hvíslaði hann skelkaður. „Hvað eigið þér við, væni?“ hvíslaði ég. „Hnífapörin yðar ganga ekki upp,“ hvíslaði hann. „Þér eruð einum rétti á eftir öllum hinum. Þér verðið að borða fiskinn með súpuskeiðinni, öndina með fiskgafflinum og diplómatdesertinn með andagafflinum.“ „Þér haldið ekki að ég geti hlaupið yfir súpuskeiðina?“ hvíslaði ég. „Og skilið hana eftir?“ hvíslaði þjónninn. „Ég held þér séuð ekki með öllum mjalla!“ Við þessu var vitanlega ekkert að segja: annaðhvort kann maður sig í kóngsveizlunum eða maður kann sig ekki, og ég bað þjóninn í guðanna bænum að flýta sér til Jóhönnu og taka af henni fiskinn. Það hefði verið fallegt afspurnar eða hitt þó heldur, að Albert A. Bogesen og frú kynnu ekki að éta margréttað. Framh. á bls. 28. FALKINN 9

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.