Fálkinn


Fálkinn - 21.06.1961, Blaðsíða 20

Fálkinn - 21.06.1961, Blaðsíða 20
CUflitgah FRAMHALDSSAGA EFTIR F. MARSCH FIMMTI HLUTI En ég hef nú gert það samt, einstöku sinnum. Ég stóð niðri í garðinum þegar ég heyrði, að einhver var kominn upp i brunastigann. Ég skildi undir eins, að þetta var Terry, og að hann hafði gert eitthvað illt af sér. Þegar ég heyrði að hann flýði upp á þakið, fór ég inn í húsið og komst hingað upp með lyftunni.“ „Þetta er einstaklega trúlegt,11 sagði Dave. „Þetta er sannleikur,“ hvíslaði hún. „Hvað eigum við að gera við Terry?“ „Hringja til lögreglunnar — og prests. — Sáuð þér hver skaut hann?“ Hún hristi höfuðið. „Ég heyrði, að hann kom hlaupandi eftir þakinu, og kom auga á hann í bjarmanum frá götuljósunum,“ sagði hún. „En svo — allt í einu — steyptist hann fram yfir sig og lá svo kyrr. Ég skildi ekki undir eins hvers vegna. Ég hélt, að hann hefði hrasað um eitthvað.“ „Það hefur verið stolið af honum 7000 dollurum,“ sagði Dave Dott. „Þér hljótið að hafa séð manninn, sem rændi hann. Eða þá að allt sem þér hafið sagt, er einber lygi og uppspuni.“ „Ég sá ekkert!“ sagði hún aftur og saup hveljur. „Við skulum reyna að komast héðan,“ sagði Dave og fór að færa sig að lyftudyrunum. „Við getum ekkert gert fyrir Terry. Og ég finn að ég get haft gagn af að tala við yður undir fjögur augu.“ „Hvert — hvert ætlið þér með mig?“ spurði hún hrædd. „Hvað veit ég um yður? Hver veit nema að það séuð þér, sem hafið myrt Terry!“ „Já, kannske,“ svaraði blaðaljósmyndarinn drungalega. Hann ýtti henni inn í lyftuna og þrýsti á hnappinn að 12. hæð, en þar var íbúð Cornells. Þau gengu gegnum langan gang á milli íbúðanna. Hann nam staðar við dyr Cornells og hlustaði. Allt var hljótt þar inni, En hann gat séð, að ljós logaði þar, gegnum gægjugatið á hurðinni. Hann hringdi og hringdi bjöllunni, en enginn kom til dyra. „Þá notum við brunastigann,“ sagði hann og benti henni að ganga á undan sér. Dyrnar milli svefnherbergisins og brunastigans voru læstar, en gegnum gluggana gat hann séð inn í tóma íbúðina. Þar lágu glös á borði og gólfj og skrif- borðsskúffurnar stóðu opnar. „Hafið þér nokkuð á móti að við komum heim til mín?“ spurði hann stúlkuna. „Segið þér bara til, því að ég ætla mér ekki að taka neitt tillit til þess.“ Hann hélt fast um úlnliðinn á henni og fór með hana inn í húsið. Þau fóru niður í lyftunni og gengu út á götuna. Dave Dott hafði skilið bílinn sinn eftir á horninu við 7 0. götu. Stúlkan maldaði ekki í móinn, er hann ýtti henni inn í tvímenningsbílinn sinn. Hann ók yfir Queensborough Bridge til Brooklyn. Það var hálftíma akstur heim til hans -—- þar hafði hann herbergiskytru og bílskúr. Þegar þau stigu út úr vagninum í dimmu portinu við húsið, spurði stúlkan hik- andi: „Hvað er það eiginlega, sem þér viljið mér? Ég veit ekk- ert hvað Terry hafði fyrir stafni. Ef það eruð þér, sem hafið drepið Terry, og þér hafið gert það vegna peninganna, þá er ekki neitt að hafa hjá mér.“ „Þér eruð allra geðslegasta stúlka,“ sagði Dave Dott. „Og 20 FALKINN ég held ekki að Terry hafi verið stjúpbróðir yðar, .... hérna á ég heima!“ Hann hafði opnað bílskúrinn og kveikti á lampanum í loftinu. Hún virtist ekki vera neitt sérlega hrifin af bústaðn- um. Á kölkuðum veggjunum voru margar ljótar blaðaljós- myndir og í horninu var ,,rannsóknarstofan“, með stækk- unarvélum, framköllunaríáltum, flöskum, filmum og pappír, í einum hrærigraut. „Nú skuluð þér láta fara vel um yður,“ muldraði Dave. „Ég skal koma með tebollann að vörmu spori.“ „Á ég að telja mig fanga yðar hér, eða hvað?“ spurði hún og brosti. „Ég þarf að rabba dálítið við yður,“ sagði blaðaljósmynd- arinn. „Ég er svo skratti forvitinn." „Jæja, út með það þá,“ sagði stúlkan og hallaði sér aftur í stólnum. Hún hafði hneppt frá sér kápunni. Kjóllinn hafði dregist upp fyrir hnén. Dave setti straum á rafketilinn. „í fyrsta lagi er ég á því, að þér hafið komizt yfir þessa 7000 dollara, úr Því að þeir voru ekki hjá Terry veslingnum einni mínútu eftir að hann var myrtur,“ sagði Dave hugs- andi. „Já, ég er að heita má viss um, að ef ég rannsakaði stóru vasana á kápunni yðar, þá mundi ég fá þann árangur, sem ég mundi una vel við.“ „Og svo?“ Hún stakk báðum höndunum á kaf í kápuvasana. „Þetta snýst allt um þessa brunatryggingu hans Ben Cor- nells. Það hefur verið afarmikið af verzlunarbrunum núna upp á síðkastið. Svo að varla getur hjá því farið, að skipu- lagður bófaflokkur stendur á bak við þetta.“ „Bófaflokkur, sem ginnir eigendur verzlananna til að fela sér „framkvæmd11 brunans gegn ákveðinni þóknun?“ „Þér hittuð naglann á höfuðið,“ sagði Dave viðurkennandi.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.