Fálkinn


Fálkinn - 01.11.1961, Page 9

Fálkinn - 01.11.1961, Page 9
Hann sagði: „Þú ert ekki héðan, þú ert frá Haiti“. „Þarna sérðu“, sagði hún. „Haiti, Kúba og Jamaica, allar Vestur-Indíur er sama fólkið. Það sem þú sérð hér á Kúbu, það sérð þú líka á Haiti. Allt það sama. Þú sást föður minn í gær- kvöldi. Ef þú hefðir ekki vitað að hann er frá Haiti, hvað mundirðu þá gizka á?“ „Að hann sé frá Kúbu“ sagði sjó- maðurinn. „Ég er frá Kúbu“, sagði hún. „Ég tel mig vera Kúbustúlku sem er neydd til að dansa haitískan dans“. „Hvers vegna sækirðu þá Rauða köttinn?“ sagði hann. „Ég vinn þar“ sagði hún. „Þú vinnur þar“, sagði hann. „Við verðum öll að lifa“, sagði hún. „Snýr ekki þessi gluggi út að göt- unni?“ sagði hann. „Finnst þér óþarfi að fara í eitthvað utan yfir þig?“ Hún hló. „Ég sit stundum svona“, sagði hún, „þegar vel liggur á mér. Þá erum við systur — ég og sólin“. Svo veifaði hún hendinni. „Hverjum ertu að veifa?“ sagði hann. „Það er kaupmaðurinn hérna hinum megin“, sagði hún. „Hann kemur hing- að stundum með sardínur og Gamba“. „Ég skal ekki rengja þig“, sagði hann. „Mér þykja sardínur góðar“, sagði hún. „Þykja þér góðar sardínur?" „Ég get étið þær í olíu, ekki í tómat“, sagði hann. Hún kallaði eitthvað út um gluggann. „Hvað ertu að hrópa?“ sagði hann og teygði álkuna. „Ég var að segja honum, að þú gætir étið þær í olíu, en ekki tómat“, sagði hún. „Áttu við að hann komi hingað núna?“ sagði hann. „Auðvitað", sagði hún. „Lena ertu geggjuð?“ spurði hann. „Breiddu þá lakið yfir höfuð, ef þú þolir ekki að sjá hann“, sagði hún. „Það er ekki spurningin, hvort ég þoli að sjá hann“ sagði hann. Stúlkan teygði handleggina upp yfir höfuð sér og ýtti brjóstunum upp á móti sólinni. Hún teygði sig og geispaði. „Mér sýnist þú þurfa að sofa“, sagði hann. „Ég vil ekki sofa núna“, sagði hún. Hún gekk yfir að rúminu til hans, fleygði sér yfir hann og bað hann að strjúka sig. Hann gerði sem hún bað. Hún lokaði augunum, malaði eins og köttur og sagði: „Þú ert viðkvæmur. Hvers vegna skammastu þín fyrir að vera drengjalegur?" „Lena, ég vil ekki að þú látir svona“, sagði hann. „Áttu systkini?" spurði hún. „Ég á eldri bróður“, sagði hann. „Segðu mér frá foreldrum þínum“, sagði hún. „Hvað á ég að segja?“ sagði hann. „Segðu eitthvað“, sagðu hún óþolin- móð, „ég hef sagt þér. Byrjaðu bara að segja frá“. Hann var í vanda staddur. Hún gat sagt frá föður sínum. Bitrum, litlum manni með blásvart hár, en silfurgráan blett í hnakkanum og ör eftir skotsár á hálsinum manni sem kom blóðugur heim til sín af einhverjum útifundi í borginni. Það er enginn vandi að segja sögur af slíkum manni. En að segja sög- ur af rólyndum, greindum millistétta- manni, sem skoðar alla uppreisnar- kennd sem skapbrest — meinlegan skapbrest. Það var aftur á móti vanda- samara verk. Kaupmaðurinn með sardínurnar leysti hann frá þeim vanda. Hann var negri roskinn maður mjög digur og hafði stóran, hárauðan blýant á bak við eyrað. Hann brosti með öllu andlitinu — barði ekki, en kom rakleitt inn með einar þrjár sardínudósir í hendinni. Hann virtist síður en svo undrandi að sjá útlendinginn þarna, en stúlkan gekk nakin fyrir hann og stríddi honum vegna holdafarsins og kleip hann í þykkar síðurnar. Hann skildi ensku, en vildi einhverra hluta vegna helzt ekki tala þá tungu. Lena gekk á milli þeirra og flutti spurn- ingarnar og svörin. Fyrir vikið var allt samtalið líkt og mjög sérstæður leikur á sviði. Hún stríddi kaupmanninum á þessari sérvizku hans og neyddi hann að lokum til að viðurkenna enskuna. Hvernig honum litist á sig á Kúbu? spurði kaupmaðurinn. „Vel“. sagði sjómaðurinn. „Mjög vel“, bætti hann við. „Kúba er ágætt land“, sagði kaup- maðurinn. „Við gætum haft það gott hérna“. „Hann er að reyna að skilja Kúbu“, sagði Lena og hló. „Hann sefur eins og drengur“, sagði hún, klappaði saman lófunum og tók dansspor á gólfinu. Kaupmaðurinn leit á stúlkuna, og sambland af ástúð og kvíða lýsti úr svip hans. Hann leit til sjómannsins, brosti og kinkaði kolli í áttina til hennar. Stúlkan dansaði á gólfinu ótrufluð af þeim. Kaupmaðurinn horfði á hana dansa og svipur hans var enn óskiljan- legt sambland af ástúð og kvíða. Lena fleygði sér á gólfið við fætur hans og teygði fram handleggina — síðan spratt hún á fætur og dansaði til sjómannsins — fleygði sér yfir hann og kyssti hold hans hvar sem hún kom því við. „Hann sefur alveg eins og drengur“, sagði hún við kaupmanninn. Kaupmaðurinn brosti og virtist ánægður með þennan undarlega skrípaleik. „Hann heitir fallegu nafni — hann heitir Garson“, sagði stúlkan. „Hann er eins og Manuel“. Skyndilega varð stúlk an alvarleg í bragði og þau kaupmaður inn tóku að ræða saman á spönsku. Upp úr því fór hann, en sagði áður, að sjómaðurinn skyldi heimsækja sig í búð ina, einhvern tíma. Hvort þeir yrðu lengi í Havana? „Ekki held ég það“. sagði sjómaður- inn. „Ef þeir byrja á uppskipun, þá eru þeir fljótir“. „Hann ætlar að vera lengi“, sagði stúlkan, „mjög lengi“. Svo kvaddi kaupmaðurinn. Framhald á bls. 32 FÁLKINN 9

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.