Fálkinn - 01.11.1961, Blaðsíða 13
hvíta fjaðrahattinn — það
sagði eiginmaður hennar, er
hann kyssti hana í efstu
tröppunni í stiganum.
Úti í aprílsólinni beið
þeirra grár vagn með fjórum
frísandi gæðingum fyrir.
Jennie kyssti móður sína og
sneri sér að föður sínum.
Hann rétti henni fagra, brot-
hætta sólhlíf í skjaldbökuskel.
Jennie fann að hún átti
erfitt með að slíta sig frá hon-
um . . . hún steig upp vagn-
inn, sneri sér við og veifaði
þangað til þau voru komin
í hvarf.
Jennie og eiginmaður henn
ar fóru í hálfsmánaðar brúð-
kaupsferð, en þá varð Rand-
olph að snúa heim og setjast
á þing. Þau fluttust heim til
Blenheim því að litla húsið
í Curzon stræti, sem hertog-
inn hafði gefið þeim, var ekki
tilbúið enn þá.
Hjá foreldrum Randolphs
bjuggu þau í nokkrar vikur
og Jennie fannst ekki mikið
til um lifnaðarhætti aðalsins
— allt var svo formfast og ó-
sveigjanlegt. Ennfremur kom
henni ekki of vel saman við
tengdamóður sína, sem ef til
vill öfundaði tengdadóttur
sína ofurlítið af æsku hennar
og lífsfjöri.
Samkvæmislíf í London.
Ungu hjónin fluttu nú í
húsið í Curzon stræti og urðu
brátt mjög vinsæl í sam-
kvæmislífinu, sem þau tóku
óspart þátt í. Þeim var boðið
í ótal veizlur og dansleiki —
næstum á hverju kvöldi, en
þau þóttu sérstaklega glæsi-
leg. Jennie var annáluð fyrir
fegurð og var kölluð: „Feg-
ursta, dökkhærða konan í
heiminum“. Einnig þótti það
nokkur viðburður að amerísk
kona skyldi taka þátt í sam-
kvæmislífi aðalsins.
Jennie varð ófrísk í brúð-
kaupsferðinni, en var svo
heilsugóð, að hún tók þátt í
samkvæmislífinu þrátt fyrir
það.
Þeim fæðist sonur.
Winston Churchill fæddist
30, nóvember í Blenheim-
höllinni, og hann var alla tíð
hreykinn af því að vera af
Marlborough-ættinni.
Hann naut þess að eyða sín-
um frídögum þar. er hann var
ekki með frænkum sínum.
Enda þótt barnaherbergið
væri fullt af leikföngum og
heilsu hans væri gætt af ýtr-
ustu kostgæfni, þá sá hann
ekkert of mikið af foreldrum
sínum. Er hann óx upp, varð
hann mjög hændur að móð-
ur sinni, en af einhverjum á-
stæðum var samband hans
við föður sinn ekki eins inni-
legt.
Jennie varð að læra að
vera gestgjafi og húshaldið
var fyrst í stað hálfgert basl
vegna sífelldra fjárhagsörð-
ugleika og hún var næsta fá-
fróð um stjórn á slíkum mál-
um. En brátt lærðust henni
þessar listir og hún hafði
hina gáfuðustu og frægustu
menn samtíðarinnar að gest-
um.
Deilur við ríkiserfingjann.
Ekki höfðu þau verið gift
lengi, er þau fluttu í stærra
hús í Charles stræti og þang-
að kom Clarite systir hennar
til þess að dveljast hjá þeim.
Jennie naut þess í ríkum
mæli að hafa systur sína hjá
sér og kynnti hana fyrir há-
aðlinum m. a. prinsinum af
Wales, en Randolph og prins-
inn höfðu um langan tíma
verið góðvinir.
Ungu hjónin voru í miklu
eftirlæti hjá konungsfjöl-
skyldunni og voru þau jafn-
an boðin með prinsinum og
prinsessunni af Wales, ef þau
síðarnefndu voru boðin út. En
þá kom skyndilega upp mikil
deila milli prinsins og Rand-
olphs og neitaði prinsinn að
dvelja undr sama þaki og þau
Churchills-hjónin.
Randolph og Jennie kom-
ust nú að raun um, að sam-
kvæmislífið var þeim næst-
um lokað og til þess að bjarga
ástandinu, tók hertoginn af
Marlborough við útnefningu
sem landstjóri á írlandi og
tók son sinn með sér sem
einkaritara sinn.
Fyrstu minningar Winstons
voru frá Irlandi og honum
fannst þær dásamlegar. Á
hverjum degi kom Jennie
rjóð í kinnum og útitekin eft-
ir útreiðatúra, til sonar síns í
barnaherbergið. Winston dáði
og dýrkaði móður sína sem
ævintýraprinsessu.
Þessi árekstur við prinsinn
varð til þess, að Randolph
missti nú allan áhuga á sam-
kvæmislífinu og héðan í frá
Fr'h. á bls. 35
Efri mynd: Jennie Jerome
ásamt hinum fræga syni
sínum, Sir Winston Church-
ill.—Neðri mynd: Churchill
heimsækir bernskustöðvar
sínar, Blenheim Palace.