Fálkinn


Fálkinn - 01.11.1961, Síða 14

Fálkinn - 01.11.1961, Síða 14
OFT kemur fyrir, að anzi kyndugar sögur berast af hinum ýmsu sjúkra- húsum. Svo er mál með vexti að sjúkra- hús eitt hér í bæ útskrifar sjúklinga öðru hverju. Eitt sinn átti að útskrifa konu eina, sem alveg virtist vera heil heilsu. Yfirlæknirinn kallar hana því fyrir sig, leggur fyrir hana ýmsar spurningar til að ganga úr skugga um, að konan sé alheil. Meðal annars spurði hann hana, hvað hún ætlaði að gera, þegar hún kæmi út. — Ég gæti sosum alveg verið rjóma- kanna upp á vegg, svaraði konan. Þess þarf ekki að geta, að konunni var ekki sleppt út að svo komnu máli. ★ TVEIR skotar ætluðu eitt sinn að ferð- ast með járnbrautarlest. Loksins fundu þeir upp ráð til þess að sleppa sem ódýrast við fargjaldið. Annar var sett- ur inn í stóra pappaöskju og var síðan búið vandlega um pakka þennan og sett utan á hann merki, sem á stóð: „Varlega, brothætt.“ Síðan keypti hinn skotinn einn miða og fór með pakkann inn í lestina. Þegar umsjónarmaðurinn kom að rífa af miðunum, leit hann grunsemdaraugum á pakkann. Allt í einu gaf hann pakkanum duglegt spark. Heyrðist þá í pakkanum: — Klirr, klirr. ★ ROSKIN kona fór eitt sinn með gjaf- vaxta dóttur sinni í ferðalag með járn- brautarlest. Fengu þær inni í tómum og notalegum klefa, En á næstu stöð kemur heldur óþægilegur farþegi inn í klefann og sezt á móti þeim mæðg- um. Konan ætlaði nú að reyna gamalt bragð til þess að losna við þennan óvel- komna gest og fá hann til þess að skipta um klefa. Hún beygði sig því niður og hvíslaði að honum: — Það er kannski skylda mín að tilkynna yður, að dóttir mín hefur aðkenningu að skarlatsótt og ef til vill------ — Ó, svaraði maðurinn, þér þurfið ekki að vera hrædd um mið þess vegna, því að ég ætla að fremja sjálfsmorð strax og við komum í fyrstu jarðgöng- in. Konan skipti strax um klefa. ★ KONA nokkur gortaði mjög af syni sínum við nágrannakonu sína og sagði meðal annars: — Hann býr 1 fallegri íbúð og klæðist 100 dala fötum og fer UM FLÓTTAMANN í BERLÍN 0G FLEIRA FÓLK 14 FÁLKINN til útlanda á hverju ári. Ekki nóg með það heldur fer hann líka til sálfræði- legs læknis og leggst þar á dívan i klukkutíma og borgar honum síðan 25 dali fyrir viðtalið. Nágrannakonan varð auðvitað mjög -hrifinn af syni frúarinnar og spurði: — 25 dalir fyrir heimsóknina, um hvað tala þeir? — Um mig, svaraði konan hreykin. ★ RÚSSNESKUR flóttamaður, sem hafði sloppið yfir landamæralínuna í Berlín, var gripinn af lögreglunni. Lögreglan rannsakaði farangur mannsins og rakst þá fyrst á dularfullt glas fullt af töfl- um. — Þetta eru höfuðverkjapillur, út- skýrði flóttamaðurinn. Þá drógu lögreglumennirnir upp flösku af annarlegum vökva. -—■ Þetta er asthmameðalið mitt, sagði flóttamaðurinn. En neðst í kofforti mannsins, í leyni- 'hólfinu, fundu lögreglumennirnir geysistóra mynd af Krúschev. — Nú, já, en hvað er nú þetta, sögðu lögreglumennirnir sigri hrósandi. — í guðanna bænum, takið hana ekki frá mér, grátbað flóttamaðurinn, ég nota hana nefnilega til þess að lækna í mér heimþrána. ★ í NOKKUR ár hafði ég verið óskaplega taugaveikluð og læknirinn okkar hafði reynt allt sem í hans valdi stóð til þess að hjálpa mér. En ekkert dugði. Loks varð ég ófrísk í fjórða skipti og þá fór kyrrð og ró að færast yfir mig. Ég sagði nágrannakonu minni þetta og sagði hún þá: — Þetta sýnir bara, að þessir læknar vita ekki allt. Og oft lækna hinir einföldustu hlutir, sem maður gerir heima hjá sér miklu betur, en allar þær pillur og meðöl, sem lækn- arnir gefa manni inn. ★ SVO er hér önnur saga af hinni ágætu þjóð, Skotum. Skoti nokkur var úti á gangi með ungum syni sínum. Finnur þá stráksi eitt penny á götunni og tek- ur það upp. En faðir hans var ekki lengi að taka það af honum. — Æ, pabbi, segir strákur og snökt- ir, ég fann það fyrst. — Veit ég það, segir pabbinn, en settu það ekki fyrir þig, þú erfir mig hvort sem er. Verö launa get raun Hér birtist fimmti hluti hinnar glæsilegu verðlaunagetraun- ar. Útfyllið eyðublaðið og sendið bað, þegar getrauninni lýkur. Verðlaunin eru myndavél að verðmæti 5000 krónur. Þá er farið að síga á seinni hluta verðlaunagetraunarinnar, en alls verða hlutar hennar sex. Allir hafa hlutarnir verið með sama sniði: birt- ar hafa verið tvær myndir, en á aðra hefur vantað fimm hluti. Margir hafa komið að máli við okkur og sagt, að í öðrum hlutanum hafi ekki vant- að nema fjóra hluti. Við nánari eftir- grennslan kom í ljós, að prentun er naumast nógu góð til að fimmti hlut- inn sjáist. Við höfum, því ákveðið að taka lausn á öðrum hlutanum gildan, þótt fimmta atriðið vanti. Mörgum hefur einnig fundizt þriðji hlutinn erfiður, en þar er hægt að finna fimm hluti, bara ef menn missa ekki þolinmæðina og leita gaumgæfi- lega. — Getrauninni lýkur í næsta blaði og þá eiga þátttakendur að senda alla seðlana í lokuðu umslagi til FÁLKANS, pósthólfi 1411.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.