Fálkinn - 01.11.1961, Blaðsíða 16
Soapy bylti sér óþreyjufullur á bekkn-
um sínum í Madison Square. Þegar kon-
ur, sem ekki eiga loðkápur, fara að
verða blíðar við mennina sína og Soapy
fer að ókyrrast á bekknum sínum í Madi-
son Square, þá er veturinn farinn að
nálgast.
Visið laufblað féll ofan í fangið á
Soapy. Það var nafnspjald vetrarins.
Veturinn er góður við þessa föstu leigj-
endur í Madison Square og gerir þeim
boð í tæka tíð á undan sér.
Soapy varð að viðurkenna þá stað-
reynd, að nú væri tími til kominn að
fara að taka ákvörðun um þær leiðir
og úrræði, =em neyta skyldi til þess að
verjast komandi kuldum. Og þess vegna
var hann að bylta sér á bekknum.
Þeir voru ekki háfleygir, draumarnir
hans Soapy, fyrir veturinn. Þar var eng-
in áætlun um skemmtiferð til Miðjarð-
arhafsins. Allt og sumt sem sál hans
þráði, var þriggja mánaða fangelsi.
Þriggja mánaða öryggi um fæði og hús-
næði og félagsskap við álíka menn og
hann var sjálfur, í skjóli fyrir norðan-
nepjunni og lögreglusnuðrurunum, —
það var æðsta sæluhugsjón Soapys.
í mörg ár hafði hið ágæta risnuheim-
ili; Blackwellfangelsið, verið vetrarlægi
hans. Alveg á sama hátt og hinir betur
stæðu samborgarar hans keyptu sér far-
miða til Palm Beach eða Miðjarðarhafs-
landanna, hafði Soapy gert sínar ein-
földu ráðstafanir til þess að fá ókeypis
húsaskjól yfir háveturinn á sínum stað.
Og nú var tími til kominn að fara að
gera ráðstafanirnar. Þrjú eintök af
sunnudagsblaði undir vestinu, í buxun-
um og í sokkunum, höfðu ekki megn-
að að halda kuldanum undan í nótt,
þar sem hann svaf á bekknum sínum
á sama stað og vant var; rétt við gos-
brunninn.
Fangelsið var því fyrir sjónum Soapys
langþráður staður, sem reynandi væri
að fara að nálgast. Hann hafnaði gjöf-
um þeim, sem fátæklingum borgarinnar
voru réttar í nafni mannkærleikans.
Soapy fannst lögin miklu mannúðlegri
en mannkærleikinn. Það var til óþrjót-
andi röð af stofnunum, einkastofnun-
um og ríkisstofnunum, sem hann gat
farið í til þess að fá mat og húsnæði.
En Soapy og hans jafningjum að sjálfs-
virðingu fannst eitthvert remmubragð
að líknargjöfum. Það verður að borga
þær með auðmýkt, þó að þær kosti ekki
peninga. Hver gisting kostaði skatt, sem
heitir bað, og hver brauðsneið kostaði
nærgöngular spurningar. Þess vegna var
betra að vera gestur laganna. í fangels-
inu ráða ákveðnar reglur og þar er
ekki verið að sletta sér fram í einka-
mál manna á óviðeigandi hátt.
Þegar Soapy hafði ákveðið að fara
í fangelsi, tók hann óðar að undirbúa
þá ráðagerð. Það voru óteljandi auðveld-
ar leiðir til að komast þangað. Sú þægi-
legasta var að fara á dýran veitinga-
stað og fá sér góða máltíð og svo —
um leið og maður neitaði að borga —
lta afhenda sig lögreglunni, þegjandi
og hljóðalaust. Þá annaðist lögreglu-
þjónninn það, sem á vantaði.
Soapy skiídi við bekkinn sinn og
slangraði út úr garðinum og þrammaði
á ská yfir asfalttjörnina, sem Broadway
og Fifth Avenue renna út í. Spottakorn
uppi á Broadway stanzaði hann fyrir
utan glæsilegt veitingahús, sem á hverju
kvöldi hefur að bjóða úrval af ávöxt-
um vínberjanna, silkiormsins og laus-
lætisins.
Soapy hafði fullt traust á sjálfum sér,
allt frá neðsta vestishnappnum og upp
úr. Hann var nýrakaður, jakkinn hans
einstaklega snyrtilegur og svarta háls-
bindið sitt hafði hann fengið að gjöf
frá heimatrúboðsstúlku síðasta bæna-
dag. Ef hann næði sér í borð á veit-
ingastaðnum án þess að vekja athygli,
þá færi allt vel. Sá hluti hans, sem var
sýnilegur ofan borðsins, mundi ekki
vekja neinn grun hjá þjóninum. Andar-
steik væri hæfilegur réttur, hugsaði
Soapy — með einni flösku af Chablis,
og síðan Camenbert, bolli af kaffi og
vindill. Nóg að fá sér vindil fyrir einn
dollar. Reikningurinn yrði þá ekki svo
hár, að hann vekti uppnám eða hefni-
girni af hálfu veitingamannsins. Og þó
mundi maturinn seðja hann svo, að hon-
um mundi líða vel á leiðinni í vetrar-
herbúðirnar.
En þegar Soapy steig fætinum inn
fyrir dyrnar í veitingasalnum, rak yfir-
þjónninn augun í raunalegu skóna hans
og rifnar buxnaskálmarnar. Sterkar og
æfðar hendur sneru honum við og ýttu
honum hægt og hljóðlega út á gang-
stéttina og björguðu öndinni, sem hafði
átt að verða fyrir tilræðinu frá háðu-
legum afdrifum.
Soapy gugnaði á Broadway. Það sýnd-
ist svo sem leiðin á hinn margþráða
stað væri ekki brúuð kræsingum. Hann
varð að athuga önnur ráð til þess að
komast í tugthúsið.
Búðargluggi einn á horninu á Sixth
Avenue vakti athygli hans fyrir það hve
fallegar vörur voru í honum og hve
vel hann var upplýstur. Soapy tók upp
stein úr götunni og kastaði í gluggann.
Fólkið kom hlaupandi fyrir hornið með
löregluþjón í broddi fylkingar. Soapy
brosti með hendurnar í vösunum, þeg-
ar hann sá lögregluþjóninn, og stóð graf-
kyrr.
— Hvar er maðurinn, sem gerði þetta,
spurði lögregluþjónninn flaumósa.
— Gætuð þér ekki hugsað yður, að
ég væri eitthvað við það riðinn? spurði
Soapy kersknislega, en þó hlýlega, eins
og maður, sem fagnar uppfyllingu óska
sinna.
En lögregluþjónninn tók ekki Soapy
gildan. Fólk, sem mölvar rúður, bíður
ekki eftir vörðum laganna og fer að
skeggræða við þá. Það tekur til fótanna.
Löregluþjónninn sá til manns dálítið
neðar. Hann var á hlaupum til að ná
í sporvagn. Og hann þaut á eftir hon-
um með kylfuna á lofti. En Soapy rangl-
aði áfram, hryggur yfir heillaleysi sinu.
Hinum megin við götuna var veitinga-
hús, ekki sérlega viðhafnarmikið. Það
bauð opinn faðminn svöngum mönnum
með létta buddu. Andrúmsloftið þar
inni þykkt eins og leirtauið, — súpan
og borðdúkarnir hins vegar þunnt.
Soapy skálmaði með neðri hlutann á
sér þarna inn, án þess að vekja nokk-
ur mótmæli. Hann settist við borð og
innbyrti buff, pönnuköku og eplabúðing.
Síðan trúði hann þjóninum fyrir því
að hann væri gerókunnugur þarna í
borginni og jafnókunnugur væri hann
peningum.
— Flýtið þér yður nú að ná í lög-
regluþjón, en látið ekki viðskiptamenn
lögreglunnar bíða að óþörfu, sagði
Soapy.
— Ég hef ekki einu sinni svo mikið
við þig að ná í lögregluþjón, sagði þjónn.
inn, og augun í honum urðu eins og
kirsiber í Manhattan-cocktail.
— Hæ, Conni!
Soapy datt á vinstra eyrað á bein-
harða götuna, en þjónarnir tveir 'hurfu
aftur inn til vinnu sinnar. Hann stóð
upp lið fyrir lið, eins og þegar maður
opnar tommustokk, og burstaði rykið af
fötum sínum. Vonin um tugthúsvistina
var eins ’hæpin og rósrauður draumur,
og fangelsið virtist langt undan. Lög-
regluþjónn sem stóð skammt frá fyrir
utan lyfjabúð, hló þegar hann sá að-
farirnar og gekk burt.
Soapy hafði gengið fram hjá dimm-
Það var tekið að kólna
og draumar flakkarans Soapy voru
engann veginn háfleygir:
Hann vildi komast í tugthúsið
SMÁSAGA EFTIR O HENRY
16
FALKINN