Fálkinn


Fálkinn - 01.11.1961, Blaðsíða 25

Fálkinn - 01.11.1961, Blaðsíða 25
Nú fást dönsk epli, sem eru ekki sérlega Ijúffeng til átu, en þeim mun betri í bakst- ur og mat, vegna þess aS þau eru svo súr og bragðmikil. STEIKT EPLI. Steikt epli er hægt að útbúa á margan hátt. En veljið ætíð stór epli sem ekki hætt- ir til að sjóða út. Bezt er að steikja þau í eld- föstu móti, flysja þau og taka kjarnhúsið úr og fylla þau á ýmsan hátt. Það geta verið hakkaðar möndlur með brauðmylsnu, sykri og ef til vill rúsínum, eða notast má við ald- inmauk. AMERÍSK EPLAKAKA. Flysjið Vz kg. af epl- um, skerið þau í þykk- ar sneiðar, leggið þær þannig, að þær skari í vel smurt eldfast mót, helzt með smjöri. — Stráið 2 msk. af rús- ínum, 2 msk. af sykri og y2tsk. af kanel yfir eplin. Hellið Vz dl. af vatni yfir. Blandið saman 75 g. af hveiti, sykri og smjörlíki. Stráð yfir eplin. Sett inn í heitan ofn, bakað í 30—40 mínútur, þar til skorp- an er orðin hörð og gyiit. Borðuð volg með þeyttum rjóma. ' ■ ■ v':‘: yy- ■' smk: vsy.--., ■'■'.■., Mnát' ' H)ren9/a- ápodpeyóa { / meo ovenfa- lecýt lidlómcíí Stærð 6—(9)—12 ára. Brjóstvídd 73(80)87 cm; sídd 42(45)48 cm; ermalengd 35 (40)45 cm. Efni 250(300)350 g ljós- grátt, 100(125)150 g dökk- grátt og 100(125)150 g hvítt fjórþætt sportgarn. Prj. nr. 3, hringprj. nr. 3 og 3y2. Sokkaprj. nr. 3 og 3y2, 6 hnappar. 22 1 með sl.prj á prj. nr. 3x/2 = 10 cm. Skammstöfun: 1 = lykkja; sl. = slétt; br. =brugðið; slprj. = sléttprjón; umf. = umferð. Bolur: Fitjið upp 152(166) 180 1 með dökkgráu garni á hringprj. nr. 3 og prjónið 3 cm hrugðningu (1 sl., 1 br.), aukið út jafnt á síðustu umf., þannig að 160(176)192 1 séu á. Sett hringprj. nr. 3x/2 og prjónað sl.prj., og fyrsti mynsturbekkurinn, því næst með ljósgráu garni þar til peysan er 28(31)34 cm. Þá er mynzturbekkur 2 prjónað- ur, því næst 2 umf. með ljós- gráu. Setið merki á hvora hlið, svo að peysan sé skipt í fram- og bakstykki (haldið þó áfram að prj. í hring). Nú eru 6 hnappagöt búin til á framstykkið: 22(26)27 sl * fellið af 2 1., 5(5)6 sl. *, end- urtekið frá * til * 5 sinnum, prjónið út umf. Prjónið 2 umf. sl., fitjið upp 1. í stað þeirra, sem voru felldar af í fyrri umf. Prjónið 1 umf. br. svo auðveldara sé að brjóta inn af., 2. umf. sl., end- urtakið hnappagatsumf., því næst 2. umf. sl., fellt af. Ermi: Fitjið upp 40(40)44 1. með dökkgráu garni á 4 sokkaprj. nr. 3 og prj. 5 cm brugðningu (1 sl., 1 br.), aukið út jafnt í síðustu umf., þannig að 48(56)64 1 séu á. Sett á prj nr. 3y2 og prjónað sl. prj. og mynzturbekkur 3. setið merki í ermina prjón- að með Ijósgráu, aukið út í 6. hverri umf., 1 1 sinn hvor- Framhald á bls. 36. X = dökkgrátt. V = hvítt. Grunnurinn = ljósgrár.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.