Fálkinn


Fálkinn - 01.11.1961, Side 29

Fálkinn - 01.11.1961, Side 29
í) dagáihA öhh FJÁRAFLAMENN OG FRÍMERKI ÉG hafði nú eiginlega ætlað mér að draga það að bjóða konunni út, þar til Ragnar í Markaðinum hefði opnað nýja klúbbinn sinn, en á föstudaginn var, ákvað ég þó að bíða ekki lengur, og drifum við okkur þá á einn af hinum fjölmörgu skemmtistöðum bæjarins. Ég verð því að eiga til góða heimsókn í Ragnarsklúbb, en mér er mikil forvitni að sjá þar inn, því sagt er, að finna megi þar fullkomna baðstofu. Nú er sem sé þannig komið, að þau húsa- kynni, sem þjóðin kúldraðist í um ald- ir í fátækt, þykja eftirsóknarverð um- hverfi til að skemmta sér í. Þetta má nú kalla afturhvarf til fortíðarinnar. Við komum á veitingastaðinn um klukkan hálf tíu og voru þá matargest- ir að slafra í sig ábætinn. Átvenjur þjóðarinnar hafa mjög breytzt hin síð- ari ár. Til skamms tíma þekkti fólkið engan veizlumat en aspassúpu, lamba- steik og núggaís. Nú heitir það sveppa- súpa, fíli minnjon og pönnukökur, ekki með rjóma, heldur með logandi konjakki út á. Sveppir eru svo í tízku, að nýhafin ræktun þeirra hér á landi hefur verið hafin til skýjanna og líkt við nýsköpun skipastóls landsmanna eftir stríðið. Svo almenn er notkun sveppa orðin, að fínni frúr í bænum nota þá í stað rúsína, þá er þær baka jólakökur. Ekki bauð ég þó konu minni til snæð- ings í þetta sinn, en hafði til vara á- kveðið að bjóða henni upp á brauð með rækjum og mæonnse, ef hungur gerði vart við sig, en sem betur fór minntist hún ekkert á svengd allt kvöldið, svo að hún sparaði mér þau útgjöld. Við fengum borð á góðum stað í salnum og pöntuðum okkur drykki, en fórum síðan að líta í kringum okkur. Þarna var margt um manninn og þekkt- um við nokkra. Sumir voru þar í hópi kunningja sinna, konulausir, og voru þeir að halda upp á hitt eða þetta. Aðrir höfðu étið út á risnu fyrirtækja sinna og drukkið óspart með, og mátti þar sjá ýmsa af viðskiptajöfrum bæjarins. — Nokkrir voru þarna undir ströngu eftir- liti eiginkvenna sinna eins og ég, og hög- uðu þeir sér bezt eins og alltaf. Einn kunningja hittum við, og var hann allhátt uppi. Hann var að halda upp á það, að hann hafði þá um daginn selt nokkur hundruð sett af hinum marg umtöluðu Evrópufrímerkjum og grætt á því nokkur árslaun venjulegs manns. Sagðist hann sjálfur vera í skínandi skapi, frímerkjaskapi, kallaði hann það, eins og blómamerki stimplað á útgáfu- degi. Hann sagði, að núna fyrst finndist sér hann gera þjóðinni gagn, því hann væri kominn í útflutninginn; hefði selt öll settin til Danmerkur fyrir grjót- harðan gjaldeyri. Frímerki sagði hann ekki lengur vera til að líma á bréf; það væri gamaldags og úr sögunni. Réttara væri að láta setja línu aftan á 5 krónu seðla og líma þá á bréfin, en snúa sér alvarlega að útflutningi á frímerkjun- um. I Danmörku væri markaður, sem ekki væri einu sinni hægt að fullnægja, eins og vel 'hefði komið í ljós í sambandi við síðustu útgáfu. Það væri eitthvað annað að verzla með þessa vöru, heldur en standa sífellt í basli með þannan fisk, sem illa gengi hvort eð er að selja. Ekki hafði frímerkjasnillingurinn fyrr yfirgefið borðið en annan dánumann bar þar að, og var sá kominn í skap til að gefa okkur yfirlit yfir ævistarf sitt og fannst honum, að hann hefði á ýmsan hátt komið ár sinni svo fyrir borð, að til fyrirmyndar gæti talizt. Hannsagðist hafa búið í skúr fyrir 7 árum. Þá hóf hann sjálfstæðan atvinnurekstur og skömmu síðar keypti hann sér íbúð á þriðju hæð í blokk. Þar hefði hann búið í nokkur ár, en síðan flutt í stærri íbúð í tvíbýlishúsi. Nú sagðist hann vera að byggja sér einbýlisvillu og þar að auki stórt hús yfir fyrirtækið sitt. Ég vissi, að þessi 'heiðursmaður átti mjög myndarlega konu og mörg börn, en sjálfur fór hann oft einförum á veit- ingastöðum borgarinnar, og því spurði ég hann, því hann tæki nú ekki konuna með sér af og til, og leyfði henni að taka þátt í velgengninni með honum. Þessari illkvittni minni svaraði fjár- aflamaðurinn með annari spurningu um það, hvort ég teldi, að sín fjölskylda færi nokkurs á mis? Þræla ég ekki og púla fyrir mína konu og börn? Skortir þau nokkuð? Slíkum spurningum beindi hann að mér og virtist sérlega móðgað- ur yfir afskiptasemi minni. Ég flýtti mér því að finna annað umræðuefni og varð á að minnast á stjórnmál. Ekki tók þá betra við, því vinurinn hækkaði þá róm- inn og tilkynnti mér, að hann væri einn af helztu stuðningsmönnum eins af stjórnmálaflokkum landsins. Og þar Framhald á bls. 37.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.