Fálkinn


Fálkinn - 01.11.1961, Side 37

Fálkinn - 01.11.1961, Side 37
Kolakraninn Frh. af bls. 21 Við fetuðum okkur síðan hægt niður stigann, því hann var blautur og sleip- ur í suddanum. Loksins komumst við niður. Við höfðum sigrað, lagt að velli hið mikla og forneskjulega járnbákn, sem Tómas Guðmundsson hefur lýst svo vel í kvæði sínu um Höfnina: Hann læsist í gegnum umferðarysinn. Hann iðar í bílanna þröng. Undrandi kolakarlarnir hlusta á kranans máttuga söng. i En hátt yfir umferð hafnar og bryggju og hátt yfir báta og skip, sfinxi líkur rís kolakraninn með kaldan musterissvip. Hann mokar kolum og mokar kolum frá morgni til sólarlags. Raust hans flytur um borg og bryggjur boðskap hins nýja dags. Og enn flytur kolakraninn boðskap hins nýja dags, hann flytur nú aðal- lega sement frá skipslestunum í stað þess að moka kolum sýknt og heilagt, eins og fyrrum. SveTom. * I dagsins önn Frh. af bls. 29. sagðist hann hafa sín áhrif, því hann borgaði 50 þúsund á ári í flokkssjóðinn og hann vildi sko fá eitthvað fyrir snúð sinn. Hann sagðist vera maðurinn, sem blési pólitíkusana upp og gæti stungið á blöðrunum ef sér svo sýndist. Því næst tók hann að berja í borðið og lýsa því yfir, að hann væri ekki að styrkja flokkinn að gamni sínu. Hann ætlaði sér að verða bankaráðsmaður eða banka- stjóri, ábyggilega bankaráðsmaður. Til að róa hann, óskaði ég honum til ham- ingju með stöðuna, og gat ég síðan kom- ið honum til að hætta að tala um vel- gengni sína og skreppa þess í stað á barinn. Ekki gleymdi ég að bjóða konunni í dansinn, en samt varð ég ekki það kenndur, að ég þyrði að sýna á gólfinu neitt af kúnstum þeim, sem við hjónin lærðum í dansskólanum í fyrra. Dagur Anns. — Leiðið mig til konu foringjans, sagði Marzbúinn, þegar hann lenti koppi sínum í Washington, D.C. * -{X * > <{X * * > <{x * <{x > & > & > & > & > <{x * * *{x * <!x -ix <ÍX <!x * <{x * -{X * -ÍX $ $ * Hrútsmerkið (21. marz—20. apríl). Stjörnurnar segja, að yður muni verða vel ágengt í starfi yðar fyrstu daga vikunnar. Atburður, sem þér hafið beðið með óþreyju, mun valda yður miklum vonbrigðum í seinni hluta vikunnar. Það ríður á, að þér vinnið og látið ekki mál þessi raska ró yðar, því að þá munuð þér vel þola þessi áföll. Nautsmerkið (21. apríl—21. maí). Þess mun ekki langt að bíða, að breytinga sé að vænta á högum yðar, enda þótt smávægilegar séu, en hins vegar þurf- ið þér að taka á honum stóra yðar og beita þeirri þolinmæði til þess að koma í veg fyrir vandræði heima fyrir og á vinnu- stað. Enginn vafi er á því, að ástamálin verða hagstæð þessa viku. Tvíburamerkið (22. maí—21. júní). Þér ætt.uð án tafar að gæta þess að ganga hægt um gleð- innar dyr, því að þér hafið um langt skeið vanrækt bæði vini yðar og fjölskyldu. Gleðskapur er nefnilega beztur í hófi. Einhver, sem þér þekkið mjög vei. öfundar yður af gáfum og velgengni og vill koma því þannig fyrir að þér tapið áliti sem þér höfðuð á því sviði. Krabbamerkið (22. júní—22. júlí). í þessari viku ríður á því að rasa ekki um ráð fram og flana' ekki út í einhverja vitleysu. Aftur á móti ættuð þér að x hafa það hugfast, að grípa tækifærin á réttum augnablikum. En fyrst og fremst ættuð þér að muna, að þér getið ekki bú- izt við öllu góðu frá þeim persónum, sem þér umgangist mest. Ljónsmerkið (23. júlí—23. ágúst). Svo lítur út, að hið eina sem getur eyðilagt. möguleika yðar til þess að ná einhverjum frama, sé skilningsleysi yðar á mörg- um sviðum. Þér þurfið því að afla yður meiri þekkingar og víðsýnis á mörgum málum til þess að þér séuð blátt áfram viðræðuhæfur. Einkum mun ferðalög og kynni við fólk efla skilning yðar. Jómfrúarmerkið (2j. ágúst—23. sept.). 1 þessari viku gerist margt óvænt og skemmtilegt og þess vegna ríður á þvi að þér verðið nógu fljótir að átta yður á þeim breytingum, sem í vændum eru. Ráðagerð yðar um ákveð- ið mál mun heppnast prýðilega og innan tíðar munuð þér sjá að þér hafið ekki unnið til einskis gagns. Amor er lúmskur þessa viku. Vogarskálamerkið (24. sept.—23. okt.). Það sem yður skortir einna helzt er viljaþrek og festu. Enda þótt þér eigið yfir nokkrum persónum að ráða, þá_ þýðir ekkert að beita valdi heldur verðið þér að reyna lagni. í ásta- málunum verðið þér að vera þolinmóðir, enda skuluð þér muna að þolinmæðin þrautir vinnur allar. Happatala yðar er 6. Sporðdrekamerkið (24. okt.—22. nóv.). Stjörnurnar segja, að þér verðið í þessari viku alveg óvenju hress og velupplagðir til þess að taka að yður hvers konar framkvæmdir. Enn fremur telja st.jörnurnar, að þér munið ekki öðlast það, sem þér viljið með því að hafa frekju í frammi heldur munið þér fá það með því að beita blíðu brosi og yndisþokka. Bojjmannsmerkið (23. nóv.—22. des.). I þessari viku mun yður vaxa ásmegin ef svo má að orði komast og þér munuð koma mörgu x verk, sem þér hafið lengi látið sitja á hakanum. Hins vegar megið þér vara yður á fölskum löforðum og slúðri. í vikulokin munuð þér kynnast mjög ánægjulegri persónu, sem þér eigið eftir að hafa mikið gagn af í sambandi við ýmis mái. Steingeitarmerlcið (22. des—20. jan.). Satt að segja eruð þér ekki metnir eftir verðleikum hvorki á vinnustað né á heimili yðar. En góð samvinna er bezta hjálpin.í slíkum málum og lítill vafi er á því að þér munuð komast í álit og mannvirðingar, ef þér gætið þess hér eftir sem hingað til að vera orðvar og gjamma ekki fram í hvers manns mál. VatnsberamcrkiS (21. jan.—18. febr.). Sennilega mun eitt.hvað vænkast um hag yðar í þessari viku, enda þótt mörg vandamál steðji að. Einkum mun fjárhagur yðar batna, en ekki er ein báran stök því að þér munuð mæta erfiðleikum í 'einkalífi yðar. Þér megið enn fremur vara yður á hávaxinni rauðhærðri konu, sem mun reyna að hafa ein- hver áhrif á yður. Fiskamerkið (19. febr.—20. marz). Þér eigið að reyna að vera svolítið diplómatiskari í störf- um yðar dags daglega og gæta þess að þræða meðalveginn. Þér megið ekki gefa hverjum sem er loforð og helzt ekki gefa nein loforð. Auk þess ættuð þér ekki að sleppa fram af yður taumnum og gæta þess að kasta yður ekki út í munað og óhóf, -{X Hx > *{x > & * -{X * I > & > & * -vx * -{X -{X *{x * <{X -{X -{X -{X * -{X * <!X -{X * -{X * <vx * * 3f HX 5f <{x ^x >f *{x ★ FALKINN 37

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.