Fálkinn - 22.11.1961, Blaðsíða 4
emn l
draiACýaleenLtm,
DRAUGABÆRINN Discovery lítur út
eins og gorkúlubæirnir, sem maður sér
í Wild-west“-kvikmyndum: Tvílyft
timburhús, gistihús með svölum á fram-
hliðinni, knæpa með vinduhurð, dans-
salur og spilavíti. Gangstéttirnar með-
fram húsunum eru flóraðar með batt-
ingum, svo að maður þurfi ekki að vaða
aurinn.
Discovery er einn af hinum mörgu yf-
irgefnu gullgraiarabæjum í Klondike,
sem fyrrum sáu sinn fífil fegri, er gull-
æðið gekk eins og faraldur þar fyrir
meira en sextíu árum. En nú hefur bær-
inn verið í eyði í fjörutíu ár. Húsaskúm
í hillunum, sem fyrrum voru fullar af
viskýflöskum og í bankanum stendur
peningaskápurinn galopinn. — Þeir
sprengdu hann upp áður en þeir fóru.
En þrátt fyrir allt má enn heyra fóta-
tak á plankagangstéttinni í Discovery.
Þetta veit maður líka af skiltinu, sem
er við innkeyrsluna í bæinn. Á því stend-
ur: Árið 1898: — 10.000 íbúar. — Árið
1961: — 1 íbúi!
Þessi eini íbúi er þýzkur að ætt og
heitir Oskar Schneider. Hann hefur ekki
misst vonina um að finna góða gull-
námu áður en lýkur.
Það er nefnilega hérna við Atlinvatn,
sem Robert Henderson gat fyllt sekki
af gulli árið 1896. Og um sama leyti
fann Indíánakynblendingur gull líka,
og von bráðar voru yfir 100 þúsund
manns komnir til Alaska til þess að leita
að gulli Þeir gátu komizt með skipi til
bæjarins White Horse. í þeim bæ er nú
safn, sem varðveitir ýmsar menjar frá
gullgrafaraöldinni, og þar eru rennur
úr tré, sem notaðar voru við gullþvott-
inn. En draumurinn um að finna gull
varð ekki lengi. Aðeins tuttugasti hver
maður, sem norður fór, hafði nokkuð
upp úr krafsinu. Og svo hurfu þeir
smátt og smátt suður á bóginn aftur.
Oskar Schneider var tuttugu ára þeg-
ar hann kom þarna norður, árið 1909.
Þá var gullæðið gengið um garð. Hann
reyndi víða fyrir sér áður en hann kom
til Discovery fyrir tuttugu árum, ásamt
félaga sínum. Og þarna ílentist hann.
Félagi hans dó fyrir tíu árum, og síðan
hefur Oskar verið einn. Hann settist að
í húsinu, sem hann taldi vandaðast —
enginn bannaði honum það. En hann
lifir ekki við neitt sældarbrauð. Á sumr-
in er hann lengstum að viða að sér elds-
neyti til vetrarins. Fjórum sinnum á ári
kemur hann til White Horse til þess að
kaupa sér mat. Og hann borgar fyrir
nauðsynjar sínar með gulli. I ársandin-
um má nefnilega enn finna gull. Að vísu
ekki nema lítið, en iðinn maður getur
þó þvegið svo mikið gull úr sandinum,
að hann hafi ofan í sig að éta. Það er
talið, að hægt sé að vinna 20 grömm af
gulli úr hverju tonni af sandi. En það
þykir oflítið til þess að vinna það í stór-
um stíl.
Oskar Schneider vill ekki fara frá
Discovery. Hann veit að hann gæti unn-
ið fyrir betra kaupi sem algengur verka-
maður, og haft minna fyrir lífinu. En
hann trúir því enn, að áður en lýkur
muni hann finna eins mikið gull og
Henderson fann forðum. Á hverju kvöldi
vegur hann sandinn, sem hann hefur
skolað þann daginn, við skímuna frá
olíulampanum sínum, og hellir honum
í skinnpokann sinn.
Aldrei hefur hann haft áhyggjur af
að hann gæti orðið veikur eða slasazt,
og yrði þá að deyja drottni sínum, eins
og skepnurnar í skóginum. En einhvern
tíma kemur að því að einbúinn finnist
dauður í húsinu sínu í draugabænum.
Svo er hér ein saga af
enskum ráðherra. Selwyn
Lloyd núveraridi fjármálaráð-
herra fékk um daginn kynd-
ugt mál til meðferðar. Hann
tók sem sé á móti reikningi
frá Joseph Kocl presti við St.
Péturs kirkjuna 1 Philadelph-
ia. Reikningur þessi var
skaðabótakrafa fyrir tjón, sem brezkar her-
sveitir höfðu unnið á girðingunni umhverfis
kirkjuna árið 1777. Tjónið sjálft var metið þá
sjö pund, en með vöxtum og vaxtavöxtum
var það orðið 270000 pund. Málinu lauk með
því, að Selwyn Lloyd sendi prestinum hina
upphaflegu upphæð, nákvæmlega sex pund,
átta shillinga og sjö pence. Og nú segir prest-
urinn:
—- Ég er meira en ánægður, hr. Selwyn
Lloyd hefur viðurkennt tjónið og vextina
þurrkum við bara út í nafni vináttu Bret-
lands og Bandaríkjanna.
★
Menn skyldu ekki dæma
innri mann de Gaulle af ytra
útliti hans, því að svo virðist
að mjög siðfágaður persónu-
leiki leynist bak við kaldrana-
legt yfirbragð. Að minnsta
kosti má dæma það eftir
þeim ummælum, sem hann
viðhafði nýlega: — Ég er
hreykinn af einu, það er landið mitt, La
France, sem er eina landið í víðri veröld, sem
unnt er að nota sem konunafn.
★
Hinir tveir frægu menn,
Marcel Pagnol og Fernandel,
sem báðir eru frá Marseilles,
sátu eitt sinn saman yfir glasi
og ræddu um hjónabandið og
leyndardóma þess. Segir þá
Marcel Pagnol: — Allar kon-
ur giftast af ást. — Nei, sagði
Fernandel og glotti svo að
skein í hestatennurnar, þú verður nú að fara
lengra en til Ítalíu til þess að finna þær, kæri
vinur. — Ojæja, ég fullvissa þig um þetta —
en ég reikna með að nokkrar geri það af ást
til peninga.