Fálkinn - 22.11.1961, Qupperneq 7
hólf 1411, verðlaunagetraun,
Reykjavík. Frestur til að skila
lausnum er 3 vikur.
Hávaði.
Kæri Fálki! — Svo stendur
nú á, að ég er í mestu vand-
ræðum, hvað snertir herbergið
mitt, það er nefnilega svo illa
hljóðeinangrað. Þegar félag.
arnir koma svo í heimsókn til
mín á kvöldin, þá getum við
ekki spilað á grammófóninn
og varla talað saman, því að
það heyrist allt saman út í
gegnum veggina og yfir til
pabba og mömmu eða yfir í
næstu íbúðir. Er ekki til eitt-
hvert efni, sem getur einangr-
að alveg herbergið?
Viddi.
Svar:
Eiginlega getum við ekkert
gert í þessu máli, sem yður
gœti komið að gagni. En reyn-
ið samt sem áður að tala við
einhvern sérfræðing í bygging-
armálum og látið hann hjálpa
yður í þessu. Það eina, sem við
getum huggað yður með er,
að það er áreiðanlega til gott
hljóðeinangrunarefni.
Getraunir.
Akureyri 10. nóv. 1961.
Þakka mjög skemmtilega
dægradvöl, og yfirleitt mjög
skemmtilegt blað. En slæmt
þykir mér að þurfa að klippa
úr sögum, því ég held blöð-
unum saman, og það er alltaf
skemmd á þeim.
R. Mar.
Ak.
Akranesi 8. nóv. 1961.
Hr. ritstjóri.
Ég sendi hér getraunaseðl-
ana sex talsins og vona, að
þeir verði teknir gildir, þó
að ég hafi ekki tilgreint hvar
á myndinni hlutina vantaði
ef svo er ekki vona ég, að
mér verði gefið tækifæri til
þess að leiðrétta það. Að
lokum óska ég blaðinu góðs
gengis. Það mættu gjarnan
koma fleiri álíka getraunir.
Virðingarfyllst.
S. J.
Svör: Það er allt í lagi að
senda miða með getraunalausn-
um, þótt þeir séu ekki út úr
blaðinu. Þetta er allt í lagi hjá
yður S. J.
SVAMPUR GERIR SÉRHVERT
RÚM AÐ GÓÐRI HVÍLU
SVAMPGÚMMÍDÝNUR
POLYETHER-SVAMPDÝNUR
margar stærðir og verðflokkar
POLYETHER og SVAMPGÚMMÍ-
SKÁKODDAR, SVÆFLAR, PÚÐAR
Einnig
POLYETHER-DÚNN í PÚÐA og
PLÖTUR í öllum þykktum frá 5 mm
SNIÐIÐ EFTIR ÓSKUM
SVAMPUR ER SÉRGREIN OKKAR
PÉTUR SNÆLAND H.F.
VESTURGÖTU 71 . SlMI 24060 — 3 LlNUR
JÓLIN NÁLGAST!
Islenzkir munir í miklu úrvali til gjafa innan lands
og utan. — Sendum um allan heim. — Allar sendingar
tryggSar.
RAMMAGERÐIN
Hafnarstræti 17 . Sími 17910