Fálkinn


Fálkinn - 22.11.1961, Síða 13

Fálkinn - 22.11.1961, Síða 13
ekki það, sem hleypti illu blóði í gulu mennina, þeir sáu eitthvað í augum hvítu mannana, lítilsvirðingu, jafnvel fyrirlitningu. Þessir gulu meðbræður þeirra voru varla menn í augum þeirra, það var litið niður á þá eins og hálf- gerða þræla. En hvað höfðu þeir til saka unnið? Ekkert annað en að vera af öðrum kynþætti. Þeir voru gulir, en hinir hvítir, það var munurinn. Og ekki hafði stóri Jan verið eftirbátur annarra að sýna þeim fyrirlitningu, enda uppskar hann nú launin. Hann þóttist vita, eftir því sem félagar hans höfðu frætt hann, að um lögregluhjálp væri vart að ræða að sinni, í þessum Kínahverfum eru þeir að jafnaði mjög fáir, og sjaldan nokkur eftir að dimmt er orðið. Þeir voru nú komnir að knæpunni, og sýndist allt vera með frið og spekt utan frá að sjá, og engin háreysti heyrðist út þaðan. Það fór hálfgerður hrollur um Ásgeir er hann sté yfir þröskuld þessa einkennilega húss. Að mestu var það ekki nema ein hæð, en afar stór um sig með alls konar útskot- um. Var þarna æði dimmt og drauga- legt. Tvær kínverskar pappírsluktir héngu í járnkrókum upp yfir útidyrum, var pappírinn í þeim alla vega litur, og báru þær því mjög litla birtu. Hann var á báðum áttum. Var ekki hyggi- legast að snúa við, hér gat margt gerzt, sem aldrei yrði upplýst? En hann fyrir- varð sig fyrir að snúa, er svo langt var komið, og láta Þar að auki Kínverjann sjá, að hann væri hræddur, hann bar- dagamaðurinn. Hann gat ekki annað en brosað með sjálfum sér. Hvað mundu félagar hans hafa sagt, ef þeir hefðu getað séð hann hér undir þessum kring- umstæðum. í vígahug með stóreflis melspíru að vopni, en þó hálf hræddur við eitthvað. sem hann vissi ekki hvað var, með Kínverja fyrir leiðsögumann og erindið að berja á öðrum Kínverj- um? Já, kátlegt var þetta allt saman. En mátti honum ekki vera fjandans sama, var ekki fokið í öll skjól, hvort sem var? Það var bezt að láta vaða á súðum einu sinni, svo að um munaði. Þeir gengu í gegnum illa upplýst herbergi. Hann fann, að þykkt teppi var á gólfinu og sá, að Þykk glugga- tjöld voru fyrir gluggum. Kínverjinn lokaði vandlega á eftir sér, síðan beygðu þeir inn í gang og úr honum inn í annað herbergi mannlaust eins og hið fyrra. Þarna var rammur og leiðinlegur þefur, sem Ásgeir kunni illa við, enda var þetta í fyrsta skipti, sem hann kom inn í svona knæpu. Nú fór að heyrast háreysti, eins og dimmur niður í fjarska. Kínverjinn renndi tvö- földum, þykkum dyratjöldum frá hurð- inni og opnaði síðan. Á móti þeim gaus megn óþefur af mörgum víntegundum og slæmu tóbaki. f gegnum móðuna gat hann aðeins grillt. hvar þeir „litli“ og „stóri“ og einn félagi þeirra stóð upp við einn vegginn og höfðu hlaðið borðum og stólum fyrir framan sig sem eins konar varnargarð eða vígi. Á þeim dundi látlaus skothríð af flöskum, járnuðum leðurskóm og fleira þess háttar. Það var aðeins hlé í hernaðaraðgerð- um, er Ásgeir birtist þarna allt í einu. Allir störðu á hann. Hann leit í kring- um sig, Kínverjinn, sem hafði komið með honum, var allt í einu horfinn eins og gólfið hefði gleypt hann. Honum fór nú að detta sitthvað í hug, en nú varð ekki aftur snúið. Allt í einu hróp- aði hinn lágvaxni Hollendingur: „Hvernig í fjandanum hefur þú flækzt hingað, ísland? Farðu út sem skjótast, hér ætti enginn mennskur maður að láta sjá sig.“ Það var eins og olíu hefði verið hellt í eld við þessi orð, eins og þetta hefðu verið skipunarorð um að hefja orrustu. Flöskur flugu í loftinu og jafnvel diskar sáust koma fljúgandi og brotna með braki miklu í brjóstvörn þeirra þremenninganna. Allt í einu rak stóri Jan upp óp, stór bjúghnífur stóð fastur í öxl hans. Hann veifaði hinum handleggnum og öskraði, og það var ekkert smábarnatíst, sem kom úr barka hans, það var líkast ljónsöskri, loftið titraði. Hinn lágvaxni félagi hans stökk upp með eldingarhraða og greip um hnífinn og kippti honum úr sárinu, blóðbunan stóð út í loftið. Nú mundaði hann hnífinn. og svo heyrðist hvinur í loftinu. Kínverji hné niður, hnífurinn stóð í hálsi hans Það kom hálfgert hik á gulu mennina. Þeir sáu að þarna var enginn viðvaningur í hnífakasti. En það var aðeins hlé á undan storminum. Kínverji, sem stóð í miðjum árásar- hópnum, æpti eitthvað á kínversku. Ásgeir þóttist þarna kenna leiðsögu- mann sinn og virtist nú ekki vera neinn friðarsvipur á honum, enda var nú gerð skipuleg árás á virkið. Ásgeir reyndi að ryðja sér braut til félaga sinna. Hinir höfðu látið hann afskiptalausan til þessa, það var eins og þeir væru að bíða eftir, að hann byrjaði. Nú réðust fjórir að honum og vildu króa hann af í einu horni salar- ins, en melspíran var hættulegra vopn en þeir höfðu gert sér í hugarlund, og eftir að hann hafði slegið einn í rot, létu hinir undan síga. En bráxt komu aðrir fjórir fram á vígvöllinn. nóg var til, að því er virtist. Tóm bjórflaska lenti í höfði honum, hann kenndi svima, en tókst að hrista það af sér. Þeir sóttu nú að honum úr öllum áttum, tveir voru með hnífa og virtust ekkert hik- andi við að nota þá. Hann átti enn þá góðan spöl eftir til félaga sinna er hann kenddi ógurlegs sviða í lærinu. Hann beit á jaxlinn og stappaði niður fætinum. Nú var hinn ungi íslending- ur reiður. Hann snerist á hæl og gaf öðrum hnífamanninum vel útilátið högg á kjammann. Það heyrðist brak í, og maðurinn féll saman eins og fata- hrúga. Nú hlupu þrír á hann, en hann hristi þá af sér og sló einn um leið í andlitið, svo að tennurnar mölbrotnuðu. Aftur kenndi hann sviða, nú í hægri handleggnum, hnífur stóð fastur í framhandleggsvöðvanum. Hann kippti hnífnum úr sárinu, það blæddi mikið, en hafði þó ekki hitt á slagæð. Svitinn rann og bogaði af honum, hann barð- ist eins og villidýr, ekki eftir neinni hugsun eða reglu, aðeins af blindri eðlishvöt Hann snerist eins og snarkringla, hjó og lagði hinu hættu- lega vopni sínu. Honum hafði ekki tekizt að komast í samband við félagana, hins vegar var hann nú kominn að vegg og var í stór- um betri aðstöðu, ef hann hefði ekki verið særður og móður. Hann hafði, um leið og hann kom inn, tekið eftir opn- um gangi til vinstri og varð þess nú var, að hann var örstutt frá þessum gangi. Það kviknaði vonarneisti í brjósti hans, ef til vill gæti hann komizt undan, ef hann næði að komast í gang- inn, þar var líka betra til varnar, og Frh. á bls. 31.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.