Fálkinn - 22.11.1961, Qupperneq 15
leingi við lýði og sagði eftir-
minnilega til sín þegar stund-
ir liðu, eins og sagt mun verða.
★
Eftir Sigvalda prest Hall-
dórsson fékk Húsafell prestur-
inn frá Stað í Aðalvík — séra
Snorri Björnsson. Þessi mikli
perþónuleíki sem í sögnum
hefur nánast orðið tröll og
maður í senn kom að Húsa-
felli 1757, aðvífandi úr fræg-
asta drauga- og galdramanna-
plássi landsins, þá þegar um-
vafinn kynjaþoku sögusagn-
anna. Hann kemur úr félags-
skap Halls á Horni og sona
hans Hallvarðar og Jóns, af-
burðamanna um afl, átfrekju
og galdra. Hann hefur með-
ferðis vísindabók, sem hann
tók af Jóni gamla fjölkynngis-
jöfri á Ströndum, eftir að hafa
blóðgað hann og gert óvirk-
an. Enda bregzt ekki hið ótta-
blandna traust fólks á séra
Snorra. Hann reynist hinn
öruggasti í hvívetna, kveður
niður sendíngar, læknar kvilla,
styður lítilmagna, iðkar afl-
raunir er skáld gott og kveð-
ur fornlega. í Húsafellstúni
er rétt sem heitir Draugarétt,
því þar kvað séra Snorri nið-
ur sjötíu drauga; þó segja
sumir menn að þeir hafi verið
sjötíu og einn
Gísli Konráðsson lýsir
Snorra svo:
„Snorri prestur var jafnan
kallaður þriggja maki að afli,
syndur sem selur, skáld og
ritari allgóður, meðalmaður
á hæð, fagurlega á fót kom-
inn, vel riðvaxinn, beinagild-
ur og mikill í liðum, hærður
vel, með sétta konn. Hárskúf-
ur lítill var sprottinn honum
á nefi. Rauðeygur var hann
við aldur og mjög gráhærður
og liðbrýnn. Mikill var hvat-
leikur hans.“
Séra Snorri var kvæntur
Hildi Jónsdóttur prests í Aðal-
vík, Einarssonar. Þeim hjón-
um varð margra barna auðið,
enda er Húsafellsætt fjöl-
mennari og kunnari en frá
þurfi að segja. — Jakob son-
ur þeirra fæddist að Stað í Að-
alvík árið áður en þau Snorri
fluttust suður; hann varð
steinhöggvari og alþekktur að
vandaðri legsteinssmíð. Aðrir
synir voru Björn prestur og
Einar, en dætur Kristín, Helga
Guðrún og Guðný.
★
Guðný Snorradóttir fæddist
um 1771. Um æsku hennar
hafa sagnirnar það eitt að
flytja ,er þær telja hafa ráðið
mestu um æviferil hennar og
siði síðar. Útburðirnir í Teits-
gili höfðu ekki gleymzt.
Þegar Guðný var lítil var
hún eitt sinn í smalamennsku.
Þá var það sem henni virtist
annar útburðurinn nálgast sig
hún tók á rás með hann á
hælunum heim til bæjar. Og
endaði með því að klerkur
faðir hennar varð að grípa
til kunnáttu sinnar og kvað
útburðinn frá dóttur sinni, og
það svo dyggilega að hann lét
ekki á sér bæra síðan.
En Guðný litla „varð aldrei
jafngóð“.
Sögn þessa sagði Kristleif-
ur á Stóra-Kroppi (þriðji mað-
ur frá séra Snorra) Brynjólfi
frá Minnanúpi, og hafði hana
eftir Guðnýju sjálfri.
Snorri prestur andaðist ár-
ið 1803 á tíræðisaldri; börn
hans voru uppkomin, vel
mönnuð sem kallað var og
urðu kynsæl. En Guðný „varð
ekki við alþýðu skap“. Hún
eignaðist eftir föður sinn bók
þá, er hann hafði forðum tek-
ið af gamla Jóni norður á
Ströndum ... Bók þessi var
stór og rituð með rauðu Finna-
letri. Púki nokkur fylgdi bók
þessari, og varð sá að eignast
hvort tveggja, er bókarinnar
naut.“
Hér er ekki hægt um vik
að greina frá ævi Guðnýjar
framanaf ævi, en hún þótti
jafnan forneskjuleg í háttum
og einræn. Síðasta hluta æv-
innar bjó hún ein í kofa þar
sem heitir Ambáttarhóll, í
Varmalækjarlandi í Flóka-
dal.
Jón Borgfirðingur sá Guð-
nýju nokkrum sinnum. Hann
segir svo frá „að hún hafi ver-
ið mikil vexti og stórskorin.
Hún hafði skegg á grönum.
Bitureyg var hún og hvítmat-
aði í augu hennar, þegar hún
gaut þeim út undan sér. Guð-
ný var hjátrúarfull mjög, en
fróð og skrafhreifin. Einu
sinni sá Jón hana við Bæjar-
kirkju, og var hún þá í svartri
hempu. Hún hafði vafið hvít-
um strompi um höfuð sér, og
var hann opinn upp úr, en
utan um strompinn hafði hún
vafið dökkum klúti“ (Þjóðs.
Ól. Dav.).
Sagt. var að Hallkell nokkur
frá Grjóteyri í Andakíl hafi
verið í tygjum við Guðnýju,
en rofið heit sín við hana.
Hann varð síðan úti í Grjót-
eyrarskógi, og töldu menn að
það væri af völdum Guðnýj-
ar.
Nokkrar minningar eru
Frh. á bls. 34.
Um borð í strandferðaskipi nokkru sat ung móðir
með barn sitt. í sama sal sat einnig gömul kona, tann-
laus. Barnið grenjaði og grenjaði og mátti sjá það á
svip kerlingar, að þetta fór alltaf meir og meir í taug-
arnar á henni. Loksins stóðst hún ekki mátið lengur,
sneri sér að móðurinni og sagði ergilega; — Þér ætt-
uð fremur að halda yður heima, heldur en vera ferð-
ast með barn, sem greinilega er ekki heilbrigt og get-
ur gengið með eitthvað smitandi.
— Þá ættuð þér að verða glöð, svaraði móðirin,
barnið er að taka tennur.
★
Ólafur Færeyingur fór einn dag til læknisins.
— Hjartað slær ekki nógu ört og ég á í geysilegum
vandræðum með að ganga upp og niður stiga, sagði
Ólafur.
— Það er ekki nema von, svaraði læknirinn, þú ert
alltof feitur. Þú þarft að vikta þig og svo skulum við
sjá, hvað hægt er að gera.
— Þarna hefurðu mig, hvað er ég svo þungur?
-— Við getum nú ekki reiknað þetta út í kílóum,
en samkvæmt þunga þínum ættir þú að vera fjórir
metrar og þrír sentimetrar á hæð.
★
Athenæum klúbburinn í London er fremur þekktur
fyrir að hafa gáfaða menn innan sinna vébanda held-
ur en að vera skemmtilegur klúbbur. Sir J. M. Barrie
hefur þannig sagt eina sögu af Því, þegar hann óvart
rakst á gamlan og hruman prófessor. Auðvitað baðst
sir Barris afsökunar á þessu með sinni venjulegu
kurteisi. Honum til mikillar undrunar greip þessi
gamli herramaður í höndina á honum og sagði inni-
legri röddu: — Þakka yður herra fyrir þessi fáu en
hlýju orð. Ég hef nú verið meðlimur hér í þrjátíu ár
og þér eruð fyrsti meðlimurinn sem nokkru sinni
hefur yrt á mig.
★
Góðgjörn gömul kona fór í heimsókn í fangelsi
nokkurt. Hún stanzaði nokkra stund í klefa einum,
þar sem fanginn var að taka út síðasta mánuðinn af
dómi sínum. Þetta vissi gamla konan og því spurði
hún fangann: — Hvaða áform hafið þér svo um
framtíðina?
— Frú, svaraði hann, ég hef ráðgert tvö bankarán
og eitt innbrot í gimsteinabúð.
★
Enda þótt margar sorgarsögur berist frá Berlín,
kemur þó fyrir, að þar gerist eitthvað annað en dapur-
leg tíðindi. Ekki alls fyrir löngu kom upp eldur í húsi
nokkru, sem lá á franska hernámssvæðinu alveg við
mörk þess bandaríska. Mönnum fanst það tilvalið,
að kalla á Bandaríkjamennina til hjálpar, og þeir
komu samstundis og réðu fljótlega niðurlögum elds-
ins. Samt gátu hinir bandarísku liðsforingjar ekki
á sér setið að stríða þeim frönsku svolítið og sögðu:
— Þið getið ekki neitað því, að okkar menn komu
alveg á svipstundu.
— Já, svöruðu þeir frönsku brosandi, en við sím-
uðum ykkur líka, að það væri pensionat fyrir ungar
stúlkur, sem væri að brenna.
FÁLKINN 15