Fálkinn


Fálkinn - 22.11.1961, Page 20

Fálkinn - 22.11.1961, Page 20
Við hér . á FÁLKANUM fréttum fyrir nokkru af því að Borgfirðingafélagið ætlaði bráðlega að halda árlega sam- komu fyrir þá Borgfirðinga, sem þyggju í Reykjavík og nágrenni og komnir væru yf- ir sextugt og sem náð yrði til með góðu móti. Það var ekki að sökum að spyrja. Við fór- um að eins og Faraldur Speg- ilsins forðum: Hentum tann- burstanum ofan í tösku og þar á eftir myndavél og fjöl- menntum upp í Sjómanna- skóla, en þar skyldi hófið haldið. Formaður Borgfirðingafé- lagsins hin síðari ár og sá sem setið hefir í stjórn þess frá upphafi, Guðmundur Illuga- son setti samkomuna eftir að gamlir kunningjar og vinir, svo og vinkonur höfðu heils- azt og sumir fengið sér í nef- ið saman. Guðmundur, sem gætti allra glæpa landsmanna um árabil (þ.e. Sakaskrárinn- ar), sagði að fyrst færu fram skemmtiatriði, síðan yrði dansað. Næstur í pontuna var hið góðkunna borgfirzka skáld, 20 FÁLKINN Guðmundur Böðvarsson frá Kirkjubóli og sagði hrakn- ingasögu við mikinn fögnuð áheyrenda, enda sagan öll í léttum stíl. Þá kom fram kvæðamaður, Jóhannes Benjamínsson og kvað kvæði að fornum og góð- um íslenzkum sið og við góð- ar undirtektir. Undir lokin var Guðmundur Illugason farinn að svipast um eftir Karli Guðmundssyni sem átti að flytja skemmtiþátt og þeg- ar það sýndi sig að Karl var ekki kominn, hljóp hann sjálf ur í skarðið og sagði sögur úr Borgarfirði og víðar að. Um síðir kom svo Karl og leysti Guðmund af hólmi. ★ Það var talsverður troðn- ingur við borðið með „bakk- elsinu“ og á meðan hittum við nokkra góða og gilda Borg- firðinga, fyrst þá Geir Guð- mundsson frá Lundum í Staf- holtstungum og Sigurð Gísla- son frá Hamraendum. Geir kvaðst hafa flutt til Reykja- víkur árið 1959 og una hag sínum allvel. Sigurður frá Hamraendum er búinn að dvelja hér í fjórtán ár. en er búskapurinn í fersku minni. Sigurður var þekktur í- þróttamaður á yngri árum og sérstaklega góður sundmað- ur. Hann bar gæfu til þess að bjarga fjölda manns frá drukknun á „Kalda íþrótta- rnótinu" svokallaða, sem haldið var á Hvítárbökkum árið 1917. Er íþróttakeppni var lokið og skemmtiatriðum, flykktist fólkið í ferjuna, sem notuð var til flutninga yfir Hvítá. Fleira fólk fór út í bátinn en mátti og steinsökk hann með um tuttugu manns innan- borðs. Sigurður var staddur þarna hjá og hafði í hendi bambursstöng mikla, sem not- uð hafði verið til að gefa sund- mönnum merki. Hann rétti stöngina út til hins sökkvandi fólks og náði það allt hand- festi á henni utan ein stúlka, sem flaut niður ána og var bjargað af öðrum. Þarna lá við stórslysi og mátti ekki tæpara standa. Einar Vigfússon kom til okkar. Einar er ættaður úr Norðurárdal, fæddur að Hraunsnefi en bjó lengi í Dalsmynni. Kona hans, Ragn- hildur Jóhannsdóttir var þarna einnig. Hún er Breið- i firðingur, ættuð af Skarðs- strönd, nánar tiltekið frá Geir- mundarstöðum. Þau Ragnhildur og Einar sögðust hafa mjög gaman af að koma á slíka samkomu, þar sem fjöldi gamalla vina hittast. Þau fluttu til Reykja- víkur árið 1949 en hafa verið í Borgarfirði sumartíma síð- an. Uti í horni sátu þeir Þór- arinn Magnússon og Jón Brynjólfsson báðir þekktir Borgfirðingar. Þórarinn hefir verið virkur meðlimur í Borg firðingafélaginu og í stjórn þess í sextán ár. Hann er frá Dýrastöðum í Norðurárdal. Jón er frá Hlöðutúni. Við borð fyrir miðjum vegg sat Enok Helgason rafvirkja- meistari ásamt Grími Þórðar- syni, Magnúsi Grímssyni og nokkrum konum. Við næsta borð, Guðmund- ur Böðvarsson ásamt Ingi- björgu Sigurðardóttur konu sinni og fleiri Borgfirðingum. Guðmundur. sem lengi bjó að

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.