Fálkinn - 22.11.1961, Qupperneq 23
hafa sönnun fyrir því, að ég hafi verið
í öðrum stað, þegar morðið var framið?
Wardle bandaði frá sér hendinni.
— Við leynilögreglumennirnir erum
alls ekki skemmtilegt fólk að eiga við,
svaraði hann hlæjandi. Það er skylda
okkar að gruna alla. Og ef ég á að vera
einlægur við yður, þá grunaði ég líka
yður um stund. Þér verðið ríkur mað-
ur við dauða frænda yðar, yður er
kunnugt um það?
Norman-Dyge hnyklaði brúnirnar.
■— Ég er reiðubúinn til að gefa upp-
lýsingar um, hvar ég var í gærkvöldi
og í nótt. Réttvísin á heimtingu á því.
Það var hringt í símann á borðinu.
Lögreglumaðurinn hlustaði með at-
hygli í mínútu eða svo, muldraði nokk-
ur orð til svars og hringdi svo af.
Morðinginn hefur miðað högginu
á réttan stað, beint á stóru slagæðina.
Og afleiðingin varð sú, að æðin sprakk.
En það er ómögulegt að sjá för eftir
hnúana og ekki heldur eru að sjá sár
eða skeinur á hendi morðingjans, því
að hann hefur ekki hitt á bein. Lævís-
lega ráðið. En við höfum tekið Golding.
— Veslings Golding. Hvers vegna
hafið þér tekið hann. Hvaða tilgang
gæti hann hafa haft með því að myrða
húsbónda sinn. Ég hef alltaf álitið, að
hann hafi verið frænda mínum einkar
trúr.
— Golding skýrði svo frá, að hann
hefði verið úti allt kvöldið. Hann átti
fríkvöld í gær. Hann fór út um dyrn-
ar að garðinum, en að þeim hefur engin
lykil nema hann. Hann kom heim um
miðnættið. Vinnukonurnar höfðu ekki
heyrt stunu eða hósta, enda eru her-
bergi þeirra í hinum enda hússins og
þær voru háttaðar.
— Brytinn segist hafa verið í kvik-
myndahúsi. Hann var mjög rólegur
og kom eðlilega fram á meðan yfir-
heyrslunni stóð. Næstum því of rólegur
fannst mér. Golding segist ekki hafa
séð neinn, sem hann þekkti í kvik-
myndahúsinu, enda þekkir hann fáa.
Klukkan fimm mínútur yfir tólf
hringdi hann til lögreglunnar. Svo var
hann handtekinn. Þér voruð að minn-
ast á hvaða tilgang hann hefði getað
haft með morðinu.
— Já, hver er tilgangurinn?
— Peningar og verðbréf.
Norman-Dyke sat hljóður í þungum
hugsunum.
— Við fundum gamla manninn
sitjandi í skrifborðsstólnum sínum og
hallaðist hann fram á borðið. Hann var
liðinn. Öðru megin á hálsinum var stór
rauðblár marblettur. Peningaskápur-
inn hafði verið opnaður og tekið úr
honum það, sem þar var af peningum
og verðbréfum. Það var auðvelt að ná
1 lykilinn úr vasa dauðs manns.
— Já, haldið þér áfram.
— Við skoðuðum herbergi brytans.
í skúffum og skápum fundum við —
peninga og verðbréf. Það var allt og
sumt. Finnst yður við nú hafa ástæðu
til að handtaka manninn?
— Hvílíkt manndýr, hrópaði Nor-
man-Dyke. Og ég sem trúði á hann
— Morðið var vel undirbúið og
sæmilega framkvæmt sagði Wardle.
Öllu, sem morðinginn hefur snert á,
hefur hann þurrkað af á eftir. Hvergi
var hægt að finna fingrafar.
Nú varð stutt Þögn.
— Ég vona, að yður takist að graf-
ast fyrir um málið, hr. Wardle, sagði
Norman-Dyke og rétti fram höndina.
Wardle leit á höndina sem snöggvast
og brosti. Svo rétti hann fram höndina
á móti og þrýsti hana.
-—- Nú skulum við koma inn og skoða
líkið, sagði hann
Hinn látni lá á hvílubekk undir
glugganum f næsta herbergi og var
línlak breitt yfir líkið. Lögreglumaður-
inn lyfti lakinu frá, svo að sjá mætti
hið föla andlit og hálsinn. Svo sneri
hann sér hálfvegis að Norman-Dyke
og mælti:
•— í gærkvöldi sátuð þér í herbergi
yðar í Oxford og voruð að lesa. Dyrn-
ar að ganginum yðar eru altaf læstar
á kvöldin. Glugginn á herberginu yðar
er þrjátíu fetum fyrir ofan götuna, sem
þér búið við. Þér hafið sannanir yðar
á reiðum höndum, finnst yður ekki svo?
Norman-Dyke leit með þykkjusvip
á lögreglumanninn og sneri sér svo að
líkinu.
— Sjáið þér marblettinn þarna,
spurði Wardle.
Norman-Dyke beygði sig og skoðaði
blettinn á hálsinum.
— Og sjáið þér þetta skrýtna far
hérna í röndinni á marblettinum?
Norman-Dyke starði á svolítið
skjaldmyndað far í blettinum.
— Hvað getur þetta verið? spurði
hann.
— Ég hef tekið ljósmynd af þessu,
svaraði Wardle með hægð. Farið er
orðið ógreinilegt og hverfur bráðum,
en á ljósmynd geymist það svo lengi
sem vera skal. Þrjátíu fet eru ekki nema
Framhald á bls. 32
Ég hef tekið Ijósmynd af þessu, sagði
Wardle með hægð. — Farið er orðið ógreini-
legt og hverfur bráðum, en á Ijósmyndinni
geymist það svo lengi sem vera skal...
FÁLKINN
23