Fálkinn


Fálkinn - 22.11.1961, Side 26

Fálkinn - 22.11.1961, Side 26
9 dagáiHA öm DAGUR HINN DUGMIKLI Eins og þið vitið, kæru lesendur, þá er ég mikill aðdáandi fornsagna okkar eins og allir sannir íslendingar. Ég á það líka til, að ég gleymi mér við dag- drauma, og ber það þá ekki ósjaldan við, að ég bregði mér í líki fornkappa í fullum hertygjum og með alvæpni auð- vitað. Ekki þarf að taka fram, að þá er ég hinn mesti fullhugi og vopnfimari en aðrir menn. Um daginn lenti ég í huganum auðvitað, í eftirfarandi ævin- týri, þá er ég var á leið til vinnu minn- ar í strætisvagni, standandi: Reið þá til þings Dagr Anns, sá er nefndr var inn dugmikli. Var hann við sjetta mann ok riðu allir gæðing- um miklum, en svá mikinn jóreyk lagði af reið þeirra, að aldimmt varð sem af nóttu væri í Borgarfirði, þá er þeir fóru þar um. Er þeir þeystu um garð á Keitustöðum, bar svá við, að húsfreyja hafði fyrir skömmu hengt til þerris sparilök þeirra hjóna. Urðu nú lökin ,svört af jórykinu ok hljóp kona þá inn ok sagði bónda sínum tíðendin. Bóndi þessi, er Gallhardr nefndist, greip skjót- lega sverð sitt ok snaraðist út á hlað. Æpti hann ókvæðisorð að reiðmönnum ok skók brandinn. Sem Dagr ok kappar hans heyrðu til Gallhards, bremsuðu þeir svá harkarlega að tveir hestanna seldu upp. Beindu þeir þegar för sinni að bónda ok snaraði Dagr sér af baki. Gekk hann að Gallharði ok klauf hann, eigi aðeins í herðar niður, heldr í klof niðr, svá að til sinnar handar féll hver hluti búksins. Þar eð Dagr var glöggr mjög í nátt- úruvísindum ok þekkti gjörla bygging mannsbúksins sá hann þegar, er í sund- ur hafði verið klofinn Gallhardr, að í maga bónda var stórt ok mikið mein, það er kennt er við krabba, ok vissi hann að bóndi hefði eigi getað lifað lengi. Gekk hann síðan til bæjar, ok sagði húsfreyju tíðendin. Hann bað hana ekki æðrast, bóndi hefði hvort eð er eigi getað átt langt eftir ólifað. Gaf hann henni síðan kvittun fyrir víginu, ok sagðist skyldu kippa þessu í lag á þingi ok sjá svo um, að húsfreyja fengi full eftirlaun. Þakkaði konan honum göfugmennsku hans, en sagðist líka hafa verið orðin leið á bónda sínum. Bauð hún Degi að gista um nóttina, en hann sagðist eiga brýnt erindi til al- þingis, en kvaðst mundu líta inn, þegar hann ætti leið um næst. Héldu nú kappar áfram för sinni ok bar eigi fleira til tíðenda þar til þeir komu á Þingvöll. Var þar þá kominn mikill fjöldi manna ok voru framsókn- armenn í meirihluta. Höfðu þeir í frammi dólgshátt ok kölluðu til Dags ok manna hans, að þeir skyldu stíga af baki hið fyrsta og þreyta glímu. Eigi létu Dagsmenn egna sig lengi, heldur tóku til við glímuna ok áður en varði höfðu þeir hryggbrotið tvo af andstæðingunum Flúði þá allur skar- inn, en einn hinna hugdeigu snöri sér þó við og kastaði spjóti að Degi, sem brá við skjótt ok greip spjótið á lofti. Eldsnöggt brá hann hendi í bakvasa undir skykkju sinni, dró fram brýni ok brýndi spjótsoddinn, en kastaði síðan eftir eiganda spjótsins, sem kominn var um 60 faðma frá honum. Spjótið var nú svo flugbeitt að það ,smó gegnum manninn og negldist í jörðina fyrir framan harm. Ekki datt hann þó niður strax, heldur hljóp nokkur skref, en fékk þá spjótsskaftið í magann ok tókst á loft sem væri hann stangarstökkvari ok slöngvaðist út í Öxará. Fjöldi þing- manna sá aðfarirnar ok voru sem þrumu lostnir yfir fimi ok hreysti Dags. Óx mjög vegur hans á þinginu við þetta. Á þingi voru mörg mál til umræðu ok lét Dagr mjög að sér kveða. Hann fylgdi úr hlaði tillögu um það, að hætt skyldi að drekkja hórkonum í Öxará, þar eð það spillti veiði í ánni. Þess í stað skyldi dæmdum konum hrint fram af barmi Almannagjár. Var tillögunni vis- að til nefndar. Eftir nokkurra daga málarekstr reið Dagr aftur heim í sveit sína, en á heimleiðinni gisti hann hjá húsfreyjunni á Keitustöðum. Sátu þeir félagar í góðum fagnaði í skála ok var kneifað öl ómælt. Gerð- ust menn þá drukknir ok tóku að kveð- ast á. Kastaði Dagr fram einni stöku all mergjaðri, ok vildi svá illa til, að stakan kom í höfuð einum manna Dags ok lá augað þegar úti. Sá, er fyrir óláni þessu varð, tók þetta samt eigi nærri sér, því hann gekk fram ok þó sér, en kom síðan aftur ok hélt áfram drykkju. Að lokum studdi húsfreyja Dag til svefnlofts síns ok segir eigi frekar af samskiptum þeirra þar. Er heim kom á óðal Dags, bar svo við, að fell það, er bærinn stendur undir, hafði hristst og skekist ok var eldur uppi í tindi þess. Var bær Dags í Frh. á bls. 28 26 FALKINN * * * & * * & * * * * & * t & * HX & & <!x *tX * & 5f *{x 3f "tX Jf <!x 3f 3f -íx 3f ^X 3f 3f ^X >f * )f * 3f *{X >f ^X 3f & 3f *{X ROCCO og bræð- ur hans Síðasta mynd ítalska leikstjórans Luchino Viconti hefur hlotið mikinn fjölda verðlauna og einróma lof gagn- rýnenda hvarvetna í heiminum. Myndin var sýnd í Evrópu í sumar og úr dönsk- um blöðum minnumst við þess, að myndin hlaut frábæra dóma, er hún var sýnd þar. Efnið, sem Visconti fjallar um í þess- ari nýju mynd, er flótti lægri stéttar- fólks úr sveit í borg. Myndin fjallar um ekkju og fimm syni hennar. Þau flytj- ast öll úr fátæku sveitahéraði og til Milano. Breytingin á lífskjörum og lifnaðarháttum verður afar erfið fyrir þessa suðurítölsku fjölskyldu og um allt það stríð og alla þá erfiðleika fjall- ar myndin. Með miklum erfiðismunum tekst fjölskyldunni að útvega sér hið frum- stæðasta þak yfir höfuðið og hún verð- ur að hafa öll spjót úti til þess að vinna sér inn fyrir brýnustu nauðsynjum. Tvair af sonum ekkjunnar verða at- vinnuboxarar, sá þriðji verður að láta sér nægja að vera vikadrengur og hinn fjórði kemst í vélnám. AMERISKIR Hinir svokölluðu nýju straumar í kvikmyndagerð koma nú frá æ fleiri löndum. Fyrst og fremst koma þeir frá Frakklandi og Ítalíu og nú einnig frá Bandaríkjunum. Það er með vilja, að sagt er frá Bandaríkjunum, en ekki Hollywood, því að sú ameríska kvik- mynd, sem hér um ræðir, er ekki fram- leidd í Hollywood. Hún varð til í New York. Og hún

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.