Fálkinn


Fálkinn - 22.11.1961, Page 34

Fálkinn - 22.11.1961, Page 34
Ambáttarhóll Frh. af bls. 15 varðveittar um heimilisháttu í Ambáttarhól. Guðný hýddi ætíð kofa sinn utan og innan með vendi á jóla- og nýárs- nóttum og þuldi jafnframt „forneskjuþulur“, sagði fólk. Guðný átti nokkrar kindur og tvo rauða hesta, og þarfnaðist því nokkurra heyja. Var því stundum kvenmaður hjá henni að sumrinu, en sú dvöl var aldrei langæ, því sagt var að Guðný væri iðin við að segja forynjusögur; urðu kvensur við það myrkfælnar og fóru. Guðný var eitt sinn spurð í hreinskilni hvort faðir henn- ar, séra Snorrii hefði verið göldróttur. Hún svaraði: Ó nei, barnið mitt, hann var ekki göldróttur; allt sem hann gat, gerði hann með guðs fíngri. ★ Konan í Ambáttarhól var ekki með öllu laus við nær- veru útburða og annarra vætta, þótt lángt væri liðið síðan útburðurinn úr Teitsgili var að hrella hana heimundir bæ á Húsafelli. Jón Borgfirð- ingur skráði eftir sögu henn- ar sjálfrar að útburður héldi til nálægt Ambáttarhól, og gólaði sá mikið undan útsynn- íngi og éljagángi, svo sjálf gæti hún ekki sofið fyrir hon- um þegar slík veður voru í nánd. Það vill svo vel til að varð- veittar eru pápiskar bænir af vörum Guðnýjar Snorradótt- ur. Þórður Árnason á Bjarna- stöðum skráði þær eftir henni og eru þær í safni Jóns Árna- sonar. Að stofninum til eru þær víst flestar miklu eldri en Guðný, svo sem þessi: Sofðu nú sælin og sofðu nú vel. Sofðu eins og Kordíá undir vængjum Máríá. Krossinn helgi lýsi þér með öllum sínum Ijósum, hvurs helgidóm vér hrósum. Dilli þér nú Drússíus og Pálma, sýngi yfir þér serimon og sálma. En eftirfarandi bæn ber ör- ugg merki þess að Guðný hafi fært hana í samræmi við nánasta umhverfi kofans síns á Ambáttarhóli: — Krossa ég mig og signi í bak, krossa mig og signi mig í fyrr með því heilaga sigur- merki sem St. Barbára merkti sig á sjálfa kyndilmessu drott- ins síns og Máríu sinnar. Sittu hjá mér Máría hin sæla, signdu mig með hægri hendi fyrir hönum illa Lússímund og hönum Loðin Ásbjarnar- syni og fyrir afturgöngunni við Þrándarholtsstekk og út- burðinum í Andrésarmýri. Varðveittu minn andardrátt sem Elítómasar og ins stóra Abístors og Córí. St. Þorlák- ur standi í mínum anddyrum og sýngi mér sjö sinnum Pater noster. Svo súngu Máría og Pétrónell á sinn upprisudag. Ámín. Ámín. Hvur þessa bæn les þrisvar á dag, hönum mun ganga allt í hag. Ámín. Ámín. ★ Guðný Snorradóttir andað- ist á Sturlureykjum í Reyk- holtsdal 6. janúar 1852. Kirkjan að Húsafelli hafði verið seld til niðurrifs 1811, og þótti mörgum ógæfumerki, ekki sízt eftir að sá sem fyrst- ur lagði hönd að því, Snorri Björnsson, Snorrasonar prests, varð sturlaður og heingdi sig á Bessastöðum 1814. Gleymsk- an greri þó að mestu yfir rúst- iy kirkjunnar; en tvö systk- inin voru minnug á helgi staðarins. Jakob Snorrason andaðist 1839 og var jarðaður að Húsafelli við hlið gamla Snorra, föður síns, samkvæmt eigin ósk. Guðný Snorradóttir hafði óskað hins sama. Þess vegna var forneskju- konan úr Ambáttarhól einn- ig borin til moldar í gamla kirkjugarðinn á Húsafelli. (Helztu heimildir: Huld; Gráskinna II.; Þjóðsögur Jóns Árnasonar II.; Þjóðsög- ur Ólafs Davíðssonar II.; Gisli Iíonráðsson: Þáttur af Halli á Horni o. s. frv. (Vestf. sagnir); Héraðssaga Borgar- fjarðar I. o. fl.). ! Kæri Astró! ' Mig langar til að biðja þig áð lesa ur stjörnunum um framtíð mína. Ég er fædd 16. september 1942 rétt fyrir 5 að degi til. Ólofuð ep svo- jítið ástfangin. Hann er fæddur 23. nóvem- ber 1942. Með fyrirfram þökk, ’ Tégram D. J. Svar til Tégram D J. Þú fæddist þegar sólin var 23.10' í merki Meyjar. í því inerki eru einnig Venus, Neptún og Mars. Höfuð ein- kenni þín falla því undir þessi áhrif, sem gera þig hægláta, íhugula, vinnusama. Þannig er þitt innsta eðli. Þú ert einnig glögg og ert fljót að gera samanburð og átta þig á hlutunum. Það sem aðrir álíta um þig er í aðalatriðum að þú sért nokkuð langsótt, trúrækin og heimspekilega sinnuð. Maðurinn, sem þú gafst upp fæðingardag og ár á fæddist þegar sólin var í núll gráðu Bogamerkisins. Þessi afstaða er í mjög góðu samræmi við stöðu Mána þíns. Máninn { korti hans er í merki Tvíburans ásamt Uranus og Saturn. Af þessu má sjá að hann á í mjög alvarlegum sálrænum erfið- leikum. Hætt er við að þessi maður yrði deilugjarn og oft ofsafenginn í sambúðinni. Þessi persónuleiki er einn af þeim, sem hafa allt á horn- um sér, og ég geri ekki ráð fyrir að þú mundir standast árásir hans og aðfinnslur til langframa. Þrátt fyrir það eru ýmsir punktar, sem falla vel saman hjá ykkur, en ég mundi samt ráðleggja þér að leita þér maka einhvers staðar ann- ars staðar. Ef við víkjum aftur að korti þínu hvað ástamálin á- hrærir, þá er Saturn í sjö- unda húsi í merki Tvíburans, sem bendir til tveggja gift- inga og að öllum líkindum talsvert eldri mönnum held- ur en þú ert sjálf. Það athyglisverðasta í korti þínu er staða sex pláneta í áttunda húsi, sem stendur fyr- ir dulfræði, ýmis sálræn fyr- irbrigði, drauma, arf, skatta o. fl. Þessi áhrif koma samt ekki fram að ráði fyrr en upp úr 35 ára aldri, en næstu tíu árin til 45 ára verða ein sterk- ustu og áhrifamestu ár ævi þinnar. Þú munt þá ganga í einhvern félagsskap, sem hef- ur þessi fræði í hávegum. Ég mundi vilja ráðleggja þér, þegar þú ert að ráðleggja kaup á fatnaði og standa í ýmiss konar framkvæmdum að gera það sem minnst í sam- ráði við aðra, því að það sem þú gerir fyrir áeggjan ann- arra verður þér ekki til heilla og verður þér skammgóður vermir. Framtíðin: Þegar þú ert 26 ára gengur Sólin yfir Merkúr, sem er í níunda húsi. Þessi afstaða bendir til langs ferða- lags sennilega til útlanda með flugvél. Þetta bendir einnig til mjög hagstæðra afstaðna í ástamálunum. 27 ára: Þá er þvers afstaða milli Sólarinnar í níunda húsi og Júpiters í áttunda húsi. Þetta bendir til erfiðleika í sambandi við erfðir eða arf og einnig verða skattayfir- völdin þér mjög þung í skauti þá. Þá verður þú að nota dómgreind þína til að ná hag- kvæmri lausn á málinu. Á efri árum ævinnar eru líkur til að þú lifir í öruggu og auðsælu umhverfi. 34 FÁLKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.