Fálkinn


Fálkinn - 22.11.1961, Blaðsíða 35

Fálkinn - 22.11.1961, Blaðsíða 35
GABRIELA Frh. af bls. 18 KATLA H.F. Laugavsgi 178 apótekinu og það var venja að bjóða honum í fjölskylduboðin. — Nei, svaraði Julian. — Bösinger er farinn til Stuttgart. — Það verða þá bara við og Cecilia frænka, skaut Doris inn í. — Nei, fyrirgefið. sjö, sjö diskar, leið- rétti Julian Brandt. Hann hafði alveg gleymt Ceciliu frænku. Wolfgang var glaður yfir því, að ekki höfðu afglöp hans orðið tilefni til þess- arar fjölskyldusamkundu. En hann var forvitinn engu að síður. — Hver er þá sá sjöundi, spurði hann. Julian Brandt horfði kindarlega í kringum sig. Hann þorði ekki að líta framan í neinn. Það var eitthvað þvingað við bros hans, þegar hann sagði: — Það er nú einmitt það, sem átti að koma ykkur á óvart. Ég hafði hugsað mér að kynna fyrir ykkur í kvöld .... tilvonandi eiginkonu mína. Það varð grafarþögn. Börnin og Minna voru sem steini lostin af undr- un Enginn þeirra þorði að líta framan í húsbóndann, en hann gat séð á and- litum þeirra hvað þau hugsuðu. Tilvonandi eiginkona hans! Ætlaði hann að kvænast aftur? Og orðinn þetta gamall? Áttu þau nú að fara að búa með ókunnugri manneskju? Bar honum ekki skylda til að spyrja þau leyfis? Þau voru öll uppkomin? I átján ár höfðu börn Brandts lifað móð- urlaus. Rétt eftir fæðingu Doris hafði hún yfirgefið heimilið. og upp frá þeim degi hafði Minna verið þeim sem móð- ir. Þeim fannst þetta öllum fráleit til- hugsun. Julian Brandt hóf aftur máls: — Ég skil vel, að þetta kemur ykkur á óvart. Ég hef ekki sagt neinum að ég væri að hugsa um að kvænast aftur. Tilvonandi eiginkona mín er frá Rends- burg, af mjög góðum ættum. Faðir hennar og ég vorum skólabræður. Hann endaði raunar sem hershöfðingi í hern- um. Gabriela .... Gabriela er sem sagt yngri en ég. Ykkur furðar ef til vill á því, hvar ég hafi hitt hana? Af hreinni tilviljun hérna í apótekinu. Síðan hitti ég hana aftur í vor þegar ég var í sumarleyfi mínu í Kissingen. Hún er tízkuteiknari og starfar í Frankfurt. Hún er mjög fín og vel uppalin ung stúlka. . . Hann brosti aftur, en brosið var þvingað. — Ég er sannfærður um, að ykkur mun öllum geðjast vel að henni. Og hún mun efalaust kunna vel við sig hér í húsinu. Julian Brandt þagnaði og drakk eins og sjálfkrafa úr kaffibollanum. Þögnin umhverfis hann varð þyngri og þyngri. Börnin horfðu ekki á hann. Þau sátu bara með samanbitnar varir og störðu út í loftið. Þegar þau hreyfðu sig loks sneru þau sér öll að Minnu. Ævinlega þegar þau vissu ekki hvað Þau áttu að gera, voru í vandræðum eða höfðu áhyggjur af einhverju, þá leituðu þau hjálpar hjá henni. Andlit Minnu var sem höggvið í stein. Grófar hendur hennar fitluðu við borðdúkinn. Loks var það Julian Brandt, sem rauf hina óþægilegu þögn. — Nú, sagði hann. — Hefur enginn ykkar neitt að segja? Loksins leit Wolfang á föður sinn: — Hvað viltu að við segjum? Ég veit að ég tala fyrir okkur öll, þegar ég segi, að við erum aldeilis orðlaus af undrun. Enginn okkar þekkir þessa konu, sem þú ætlar að planta hér niður í húsinu okkar. Ég fyrir mitt leyti óska ekki eftir að kynnast henni. Og móðir okkar getur hún aldrei orðið, það er alveg áreiðanlegt. Eða hvað? Hvað segir þú. Albert? Og þú Doris? Albert kinkaði kolli, en Doris tár- felldi. Loks var það Minna, sem tók til máls: — Með fullri virðingu, byrjaði hún, PEYSA Frh. af bls. 25. handveg á sama hátt (98 1. á) Geymið lykkjurnar. Ermar: Fitjið upp 52 1. á prjóna nr. 2% og prjónið 30 umf. brugðningu (2 sl., 2 br.) Sett á prj. nr. 3, prjónuð ein umferð slétt, aukið út svo 74 1. séu á. Prjónaðar 3 umf. slétt prjón með grunnlit, prjónið því næst mynstur- rönd nr. 1 (1. og seinasta 1. er ætíð prjónuð með grunnlit) Bregðið til baka. Næsta umferð: Aukið út jafnt svo 80 1. séu á. Haldið áfram með „lýsnar“, aukið út 1 1. hinum megin í 9. hverri umf., þar til 102 1. eru á. Haldið áfram þar til ermin er 41 sm. löng. Fellið af 3 1. í byrjuninni á næstu 2 umf. og 2 1. í byrjuninni á næstu 6 umf. (84 1.). Axlastykkið: Setjið 1. á hringprj. í þessari röð: bak, ermi framstykki, ermi (366 lykkjur). Haldið áfram með mynsturrendurnar 1—2■—3— 4, prjónið ætíð 2 umf. af grunnlit milli randa. í ann- arri umf. eftir mynsturrönd 1 eru 9. og 10. 1. prjónaðar saman (330 1.). í annarri umf eftir mynsturrönd 2 eru 8. og 9. 1. prjónaðar saman (294 1.). í annarri umf. eftir mynsturrönd 3 eru 14 1. prjón- aðar slétt síðan eru hver 3. og 4. 1. prjónaðar saman út umf. (224 1.). í annarri umf. eftir mynsturrönd 4 eru prjónaðar 4 1. sléttar, síðan 2 1. prjónaðar saman út prjón- inn, þar til 4 1. eru eftir (116 lykkjur). Prjónið 6 umf. með grunnlitnum. Sett á hring- prjón nr. 2%, prjónuð 9 sm. breið brugðning (2 sl. 2 br). Fellt laust af. Frágangur: Gengið vel frá öllum endum á röngunni. Peysan pressuð á röngunni nema brugðningar. Saumið ermasauminn saman og erm- arnar í handveginn. Pressið saumana. fX’lkinn 35

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.