Fálkinn


Fálkinn - 14.03.1962, Page 6

Fálkinn - 14.03.1962, Page 6
PANDA DG LANDKDNNUÐURINN MIKLI „Einmitt núna, muldraði Aloysius frændi, á sprengj- an að springa" Aloysius var næstum dauður. Hlutir úr bifreið hans flugu allt í kringum hann. „Dásam- legt“, hélt hinn illviljaði frændi áfram, „landkönnuð- urinn mun verða hissa að rekast á jeppann í þessu ástandi, þegar hann kemur aftur“, sagði hann glaður í bragði. En þegar hann rannsakaði nánar rjúkandi rústirnar, breyttist ánægja hans í undrun, en síðan. greip hann ofsareiði. ,,En þetta er minn bíll“, hrópaði hann. „Hann er í rústum, þetta var óþokkabragð“. „Við munum næst kanna Bongoland", sagði land- könnuðurinn við Panda. „Og við þurfum að taka nesti með okkur, af því að þetta var mjög langt. Við getum ekki farið þangað á bíl, við verðum að fá eitthvað hentugra farartæki.“ Þeir staðnæmdust fyrir framan hergagnaverzlun eina og eigandinn kom þegar út og spurði kurteislega: „Hvað get ég gert fyrir ykkur herrar mínir? Þið viljið ef til vill velbyggða skrið- dreka? Eða flugvél eða kafbát sem nýjan? Þetta fæst allt saman hér, kæru herrar á mjög lágu verði.“ Og hann bauð þá velkomna til verzlunar. „Við setlum að ferðast mjög langt“, hóf landkönn- uðurinn máls á. „Við þurfum að fara yfir úthöf og eyðimerkur. Þess vegna, langar mig til þess að vita, hvort til eru hér. hentugar flugvélar til þess.“ „Eins og þið óskið, sagði hinn ákafi sölumaður. „Ég á hérna úrvals flugvél, kraftavél, komið og lítið á þessa furðuvél.“ og hann leiddi þá út í eitt hornið, þar sem heldur óálitlegt verkfæri með tveimur vængjum stóð. „Lítið nánar á þessa tvívængju“, sagði hann ákafur. „Hún er eins góð og ný. Það eru í henni tíu sæti og auk þess farangursgeymsla, og aukahjólbarðar. Tvær vélar og tryggt er að önnur gengur allan tímann. Að- eins tvö hundruð flórínur, af því að það eruð þið. Herrar, ef hún er borguð út í hönd, fáið þið frían kafbát." 6 FÁLKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.