Fálkinn


Fálkinn - 14.03.1962, Page 16

Fálkinn - 14.03.1962, Page 16
Sitt hcfux* hver SMÁSAGA EFTIR GRETHE RICH — Þakka yður fyrir, þetta verða átta og fimmtíu. . . Anna strauk hárið frá enn- inu og sléttaði úr svuntunni sinni. Frúin opnaði töskuna og tók upp úr henni peninga- buddu. — Ég þakka sömuleiðis . . . Hún lauk úr kaffibollanum, slökkti í vindlingnum og leit á klukkuna. — Hálf þrjú — og ég verð að komast á hárgreiðslustof- una . .. Anna leit út um gluggann. Klukkan fyrir utan hjá úr- smiðnum, beint á móti, var fimm mínútur yfir hálf. —- Klukkan yðar er fimm mínútum of sein. — Guð — þá verð ég að flýta mér. Hún renndi dyftipúðanum yfir andlit sér, með stuttum, snöggum hreyfingum, jafnaði litinn á vörunum með papp- írsmundlínunni og smellti töskunni aftur. — Sælar, sagði hún, tók böggla sína og fór. Anna fór æfðum höndum um borðdúkinn, tók diskinn með hálfri kökunni, sem eftir var og bollann með varalitn- um á barminum. Hugsa sér að hafa tíma að púðra sig og taka sér skemmtigöngu í sólskininu. Konum eins og henni hlaut að líða vel. Hún hafði verið að verzla, og enginn fann að því þótt hún skryppi inn í gildaskála og fengi sér kaffi- sopa, áður en hún færi í hár- snyrtinguna. Nú fór hún þangað og lét punta sig upp, síðan beið hennar vafalaust nýtízku íbúð og umhygju- samur eiginmaður. Anna sá hana beygja fyrir götuhornið þarna í sólskininu. Mikið hlaut hún að vera ham- ingjusöm! — Tvo kaffi með brauði. Anna kinkaði kolli og flýtti sér að afgreiða pöntunina. Inga náði í hárgreiðslu- stofuna í tæka tíð. Hún var svolítið móð, er hún hneig niður í hægindastólinn. Það var annríki í öllum klefum. — Andartak, þetta verður ekki löng bið. Inga náði í vasaklútinn sinn og strauk honum um þvalt ennið. Um leið missti hún út- lánaseðil á gólfið. Hún roðn- aði við og tók hann upp með skjálfandi höndum. Seðlinum stakk hún í tösku sína opn- aði budduna og athugaði hvað eftir var í henni. Líklega hefði hún ekki átt að fara inn og kaupa sér kaffi, en hún hafði verið svo örmagna eftir ferðina í veðlánabankann, að hún varð að fá sér hressingu. Ó, henni leið svo illa — en nú varð hún að binda endi á þetta. Hún varð að tala við Eirík þegar í kvöld. Svona gat það ekki gengið lengur. Aldrei hafði hún eyri afgangs, ekkert annað en skuldir alls- staðar. og maðurinn hennar alltaf fullur. Nú urðu þau að skilja. Kona kom út úr einum klefanum. Hún var ekkert fín, en hreinleg og snotur, í mjallahvítri, langröndóttri mittisblússu, og gljáandi skóm. Um leið og hún borg- aði, bað hún afgreiðslustúlk- una að skrifa upphæðina á blað. —: Því annars get ég gleymt því, þangað til ég kem heim, til að færa það inn í heimilisdagbókina. Inga leit á hana stórum augum. Hugsa sér aðra eins reglusemi. Sú þurfti áreiðan- lega aldrei að biðja um pen- inga. Hún fékk þá sjálfsagt mánaðarlega. Líklega átti hún hlýlegt heimili, hafði reglu-

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.