Fálkinn


Fálkinn - 14.03.1962, Qupperneq 20

Fálkinn - 14.03.1962, Qupperneq 20
Byltingar eru daglegir viðburðir nú á dögum. Alltaf er verið að steypa ein- hverjum einræðisherra af stóli og síðan tekur lýðurinn völdin. Þá hefst gagn- byltingin, fámenn herforingjaklíka hrifsar völdin og lýðurinn verður aftur kúgaður og skattpíndur. Einnig vitum við dæmi þess, að byltingar miklar hafa átt sér stað í austurheimi og skáld eitt í komið af stað byltingu í sjálfu himna- ríki. Oft hafa ýmsir mætir menn minnzt á það í hálfkæringi, að þetta lýðveldi hér væri vitleysa ein. Sýslur landsins ættu að krefjast sjálfstæðis. Ef þær fengju það ekki, skyldu þær hrinda af stað byltingu og segja sig úr lýðveld- inu. íslandi. Enginn vafi lék á því, að stjórn landsins væri betur komin í höndum einhverra athafnamanna í sér- hverri sýslu. Borgfirðingafélagið í Reykjavík hélt um daginn skemmtun, þar sem eitt atriði á skemmtiskránni var revía nokk- ur. Fjallaði hún um stofnun sjálfstæðs lýðveldis í Borgarfirði. Hafði þar orðið algjör bylting í stjórnarháttum og var ekki verið að tvínóna við hlutina. Reist var útvarpsstöð að Bæ en símstöð að Skarði í Lundarreykjadal. En virðing búenda fyrir hinu unga og nýstofnaða lýðveldi var ekki meiri en sú, að stjórnarskrifstofurnar fengu hvergi inni, nema í fjárhúsunum í Mávahlíð. Höfuðpaur byltingarinnar var nefnd- ur Kolbeinn Málbeins, en einnig var valdamikill innan stjórnarinnar Auð- björn Fésteins. heilbrigðismálaráðherra. Ekki hafði lýðveldið staðið lengi, er Reykvíkingar hófu víðtækan áróður gegn hinu unga lýðveldi. Var í fyrstu reynt að múta stjórn ríkis þeirra Egils og Snorra, og hafði sendimaður

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.