Fálkinn


Fálkinn - 14.03.1962, Qupperneq 26

Fálkinn - 14.03.1962, Qupperneq 26
Bösinger hafði sagt satt. Allur bærinn talaði um Brandt lyfsala og dauða Knaisele. Julian fannst öll sund vera lokuð. Höfðu örlögin enn ekki reynt hann nægilega? Julian átti erfitt með að vinna. Þegar hann sat á skrifstofu sinni, fannst hon- um viðskiptavinirnir vera að pískra og hvíslast á. Var það ímyndun eða voru ekki óvenjulega margir viðskiptavinir í búðinni núna? Ef svo var, þá komu þeir til þess að sjá staðinn, þar sem afbrotið var framið. Hann gat næstum heyrt þá hvísla: Þarna stóð hann þegar hann blandaði lyfið, sem drap Knaisele. Nei, þetta var óbærilegt. Hann varð að fara út og fá ferskt loft í lungun. Hann fór í langa gönguferð, en það var sama hvað hann reyndi: hann gat ekki vikið frá sér um hársbreidd þeim slæmu hugsunum, sem sóttu á huga hans. Loks tók hann ákvörðun. Hann var sann- færður um að það væri aðeins um eitt að ræða í þessu máli. Hann var örlítið léttari í skapi, þegar hann gekk heimleiðis. Hann var fullur ákafa. Hann ætlaði að skrifa yfirvöld- unum bréf og heimta rannsókn á mál- inu. Um leið og hann gekk rakleitt inn í herbergi sitt, kom hann auga á Júrgen. Litli drengurinn hafði tekið bréfa- möppu og pappírsbunka á skrifborðinu og búið sér braut fyrir plastbílinn sinn. Allt gólfið var þakið bókum og tíma- ritum. Julian hrökk við, þegar hann sá, að alit var á tjá og tundri. Hann gleymdi því að hann hafði sjálfur leyft Jurgen að leika sér í einkaskrifstofunni. Hann gekk í áttina til drengsins löng- um og ákveðnum skrefum og hrópaði: — Út með þig! Út! Drengurinn hrökk í kút, þegar hann heyrði röddina. Hann stóð á fætur og starði skelfdur og óttasleginn á stjúp- föður sinn. Síðan sneri hann sér við í hendingskasti og hljóp grátandi út úr herberginu. Julian varð að ganga nokkrum sinn- um um gólf áður en hann jafnaði sig. Síðan settist hann við skrifborðið, tók fram pappírsörk með nafni apóteksins áprentuðu og byrjaði að skrifa. — í sambandi við það sem gerzt hefur. óska ég eftir, þar til öðruvísi verður ákveðið, að stjórn apóteksins verði í höndum Fritz Bösinger, ráðs- manns. Hann undirritaði bréfið og stundi 26 FÁLKINN síðan. Enginn skyldi geta sagt, að hann héldi dauðahaldi í apótekið, hvað sem á gengi. Enginn skyldi geta sagt, að hann þyrði ekki að taka afleiðingum gerða sinna. En hvað mundi nú gerast í lífi hans? Hvað mundi framtíðin bera í skauti sér? Af hverju átti hann og Gabriela að lifa? Gabriela! Skyndilega var hann grip- inn sterkri löngun til þess að sjá hana. Hann hljóp upp í ibúðina, en hún var ekki í dagstofunni. Ef til vill var hún í svefnherberginu? Fullur eftirvænt- ingar opnaði hann dyrnar, en hann fór ekki inn fyrir þröskuldinn. Hann snar- stanzaði. Gabriela sat í stóra hæginda- stólnum við gluggann. Hún hélt á Júrgen í fanginu og litli drengurinn hélt báðum höndum fast um háls móð- ur sinnar. Hann skalf. Gabriela grét. Þegar hún sneri sér að Julian og horfði á hann tárvotum augum, blasti við honum svipur, sem hann hafði aldrei séð áður. — svipur sem lýsti takmarka- lausri örvæntingu og algeru vonleysi. .. 'A" Stór erlendur bíll ók yfir brúna til Túbingen. Maðurinn, sem var við stýrið, stanzaði og spurði vegfaranda um skemmstu leið til gistihúss staðarins. Síðan ók hann aftur af stað og stanzaði fyrir utan Gulleyjuna. Dyr bifreiðarinnar opnuðust og Felipe og Pedro Gonzales stigu út. — Við skiljum farangurinn eftir í bílnum, sagði hann — Nú fer ég og heilsa upp á Bettinu. Pedro stóð kyrr og horfði á eftir föður sínum, unz hann hvarf. Þá læsti hann bifreiðinni, gekk þvert yfir torg- ið og inn á lítið veitingahús. Hann gekk hægt inn í veitingastofuna og dró upp bréfmiða úr vasa sínum. Ung stúlka við afgreiðsluborðið spurði hvers hann óskaði. Pedro benti á símann og sýndi henni símanúmerið á miðanum. Stúlkan kinkaði kolli, valdi númerið og rétti síðan manninum símtólið. — Fröken Doris Brandt, sagði Pedro. Síðan beið hann andartak. Skyndilega heyrðist hin bjarta rödd Dorisar í símanum. — Halló, sagði hún — Ðoris, það er ég! Pedro! Pedro leit varfærnislega í kringum sig. í einu horninu sátu miðaldra hjón, sem augsýnilega höfðu mikinn áhuga á símtali hans. Hann fór að tala ensku. Þetta var stutt samtal. Þegar því var lokið, sneri Pedro sér við, lagði tólið á og brosti til afgreiðslustúlkunnar. Á bjagaðri þýzku pantaði hann sér kaffi og kökur og settist við lítið borð nálægt dyrunum. Stúlkan við afgreiðsluborðið stalst til þess að gefa þessum unga dökk- hærða og framandi manni gætur. Hann var vissulega glæsilegur ásýndum. Hann var sannkölluð fyrirmynd ungra manna hvað snerti fegurð og gjörfu- leik. Hún stóð kyrr um stund og lét sig dreyma um hann. En síðan rankaði hún við sér og framreiddi kaffið. Eftir nokkrar mínútur kom Doris. Pedro spratt upp úr sæti sínu, kyssti hönd hennar og horfði á hana ljómandi augum. — Doris, elskan mín. Ég er svo glaður yfir að sjá þig aftur. Þig grunar ekki, hversu mjög ég hef þráð þig. Hann leiddi hana að borðinu. — Þú lítur Ijómandi vel út, sagði hann. Pabbi og ég höfum verið á Ítalíu í átta daga og allan tímann hugsaði ég ekki um annað en þig. Það var dásam- legt að þú skyldir geta komið svona fljótt. — Pedro, sagði Doris og leit snöggt í kringum sig. — Við verðum að fara varlega. Ég get ekki verið hér lengi... Pedro brosti aðeins. dró hana að sér og kyssti hana. Hún reif sig lausa úr fangi hans. — Nei, Pedro, ertu genginn af göfl- unum. Hér í Túbingen þekkja allir alla. Og móðir mín má ekki fá að vita, að ég hafi hitt þig. Skuggi færðist yfir andlit Pedros. Þegar hann talaði aftur var hryggð í rödd hans: — Jæja, svo það er þá þannig! Þá tökum við bílinn og förum á einhvern góðan stað. Bara í hálftíma. Við hljótum að geta fundið einhvern stað, þar sem við erum ein. Bara þú og ég. Pabbi lagði bílnum sínum þarna. Það er ekki langt að fara. Doris vildi gjarna hafa farið með honum. Hin dimma aðlaðandi rödd hans vakti þrá í brjósti hennar, svo að hún varð að taka á öllum viljastyrk sínum til þess að sýnast róleg. Að hugsa sér, ef hún fengi að vera ein með Pedro, þótt ekki væri nema örskamma stund! Hún hafði einnig þráð hann allan tímann. Hún hafði ekki hugsað um neitt annað en hann og þráð hann af öllu hjarta. Og nú var hann kominn til hennar. Hann hafði þá ekki

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.