Fálkinn


Fálkinn - 14.03.1962, Blaðsíða 28

Fálkinn - 14.03.1962, Blaðsíða 28
kvenþjóðin ritstjóri ' KRISTJAMA STEIIMGRÍMSDÓTTIR ÞRJÁR NÝJAR UPPSKRIFTIR TVÆR GOÐAR SMAKOKUTEG- UNDIR OG ÁBÆTISRÉTTUR Kanelhringir. 375 g. hveiti 100 g. flórsykur 1 eggjarauða 250 g. smjörlíki Fylling: 3 msk. sykur 1 tsk. kanell,full Hveiti og sykri sáldrað á borð, smjörlíkið mulið saman við, vætt í með eggjarauðunni. Deigið hnoðað. Látið bíða nálega klukkustund. Flatt út í Vz cm. þykkan ferhyrning, kanelsykurblöndu stráð yfir. Vafið saman. Rúll- an geymd á köldum stað, þar til hún er stirnuð. Skorin í þunnar sneiðar með beittum hníf. Sett á vel smurða plötu, bakað við 225° í 8—10 mín. Kökur þessar geymast vel, séu þær í vel luktu íláti. Ábætiskaka. 100 g. valhnetukjarnar 150 g, smjörlíki 100 g. sykur 50 g. púðursykur ljós 3 egg 150 g. hveiti 1 tsk. lyftiduft. Takið 6—8 hnetukjarna frá til að skreyta með, malið afganginn. Smjörlíkið hrært með báðum sykurtegundun- um, eggjunum hrært saman við einu og einu í senn. Hveiti og lyftidufti sáldrað saman við, hrært í deigið ásamt möl- uðu hnetunum. Sett í vel smurt mót og kakan bökuð í nálega 45 mínútur við 200°. Tekin fljótlega úr mótinu, kæld. Kakan sett á fat, ofan á hana er raðað niðursoðnum ávöxtum, athugið að láta síga vel af þeim, einnig er hægt að nota hálfsoðin, falleg epli. Bræðið 1% blað af matarlími og hrærið því saman við 1 dl. af ávaxtasafa, sem gott er að setja 1—2 msk. af sherry saman við. Látið hálf hlaupa, ausið yfir ávext- ina. Skreytt með þeyttum rjóma og valhnetum. Kryddbollur. 250 g. hveiti 1 tsk. blandað krydd (mixed spice) 100 g. smjörlíki 100 g. sykur 65 g. rúsínur 30 g. kúrenur eða súkkat 1 egg 2 tsk. lyftiduft 14 tsk. salt 14—1 dl. mjólk. Hveiti, lyftidufti og kryddi sáldrað í skál, smjörlíki mulið saman við. Sykri og þurrkuð- um ávöxtum blandað saman við. Eggið þeytt, mjólkinni blandað saman við. Hrært saman við. Sett með skeið á smurða plötu. Bakað við góðan hita 225° í 15—20 mínútur. Flór- sykri stráð á bollurnar, þegar þær hafa verið teknar af plöt- unni. 28 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.