Fálkinn


Fálkinn - 14.03.1962, Side 30

Fálkinn - 14.03.1962, Side 30
GABRIELA Frh. af bls. 27 vonbrigðum. Vissulega hafði hann ekki haldið að fundur þeirra yrði þannig, nú þegar hún var loksins orðin frjáls. Hann hafði enga konu elskað á sama hátt og Bettinu. Og hún? Hún hafði hvorki sagt já eða nei. Var hún innst inni köld og kærulaus? Hafði hún yfir- leitt nokkurn áhuga á karlmönnum? Hann var sannfærður um, að allan þann tíma, sem Bettina hafði dvalizt í Mexico. hafði hún ekki haft nein mök við karlmenn. Það stafaði ekki af því, að hana skorti aðdáendur. Þvert á móti sveimuðu þeir í tuga tali í kringum hana. En hvers vegna hafði hún aldrei orðið ástfangin af neinum þeirra? Gat ástæðan verið sú, að hún væri enn að hugsa um manninn sinn, þennan Julian Brandt? Felipe var ekki viss. Hann hrærði í bollanum og Bettina endurtók spurningu sína? — Fæ ég nú að vita, hvers vegna þú komst til Tiibingen? Hann gat engu svarað. — Þú þarft engu að kvíða hér hjá mér, hélt hún áfram. Ég held að ég viti hvað þér liggur á hjarta. Felipe leit upp. — Jæja, veiztu það, Bettina? ’ Bettina reis á fætur og gekk um gólf í herberginu. Þegar fyrir tíu dögum síðan hafði hún fengið upplýsingar frá lögfræðingi sínum í Mexico hvernig málum væri háttað um eignir Felipe Qonzales, og hún vissi þar með, að /V O / H/£<ý v ~ ■ ■ • m ■ ■ ■ £ r <y e Þ 'fl ■ E R ■ E Cr ■ T 'fí 0 T fl-T fíÐ'/ • 3 fí K ■ T U /V /V fí ■ /C Ú fí I ■ ■ tffí n ■ "o /? / ■ fc ____________5 '0 • í> ■ F Þ'O /V / - 'O H ££ / /YT r fí uK /?'0 F f/fí fí • e / nn ■ H fí fífí fí £ / & fí ■ • fí ■ fífí/n/n- L ú / ■ 'fí r fí l fí fí fí 'ft m fi • fí /Y • /?/?/?■ T /?£& ÚT ■ / ■ S L fí ú : • '/ S • • / ■ /» / ■ F K■ SvópUSfífí/®vfíR ■ Ro/V-óP/Lfí'U5 - ö S ■ ■ 'fí L L ■ 3 O Z L ■ S fí fí fí fí T ■ ■ /ú fí u /y ■ //> s ■ Ro /o u /? v ■ y ■ fí n/ R E fí ■ /T.F ■ 5 fí/fífí fí/VD 5 fífí K / R'o L fí fí ■ /? U ■ ■ Up ■ ■ /yifí'TfíD / fí'o ■ fí R fí73, / fí ■ 3 fí /V fí£> / fí • L Ú fí ■ fí L / fí ■ \ '0 ■ • fí fí f? ■ /<f £ T ■ 5 ■ 'O /71 ■ ■ fí'ofí' ■ T £ /Y cT 2) fl /n fí /n m fí, ■ / L / /V /V ■ L'fí fí ■ L 'fí 6 / / v u ■'l/'fiÐ ft ■ ftúfí- E / R / N i/ fl ■ fí /Yfí ■ fí u /z ■ rLfí fí / fí • - fí U/fífíLEÐ//y//fí/e£>y/? - ■ ■ Kolbrún Hermannsdóttir, Skaftahlíð 29, hlýtur verðlaun í fyrstu krossgátu þessa árs. Rétt lausn birtist hér að ofan. 30 FÁLKINN erindið, sem hann hafði svo oft borið upp við hana áður, hafði meiri þýðingu fyrir hann nú en nokkru sinni fyrr. Hún staðnæmdist við gluggann. Það var haustlegt. Hún sá allt í einu fyrir sér landið, þar sem hún hafði búið í svo mörg ár, sólina og víðátturnar, fjöll- in, sem risu há og tignarleg mót bláum himni og hvít húsin eins og eldspýtu- stokkar, séð úr órafjarlægð. Samt voru þessi hús stærri og glæsilegri en þessi „höll“ hérna megin við fljótið. Myndi hún þegar allt kæmi til alls geta elskað Felipe? Hann hafði stöðugt viljað kvæn- ast henni og vildi það enn og hann hafði hjálpað henni að leggja grundvöllinn að hinni góðu afkomu hennar í Mexico. Hún stóð í mikilli þakkarskuld við hann. Auk þess. . . Bettina stundi. Hún þurfti ekki að snúa sér við til þess að sjá hversu glæsilegur maður hann var. Hann var bæði kurteis og vel mennt- aður og hún vissi að hann elskaði hana í raun og veru. Ef hún sneri aftur til Mexico með honum, mundi bíða þeirra þar viðburðaríkt og skemmti- legt líf og ... Og Julian var giftur aftur. Bettina sló höndunum fyrir andlit sér. Nei, nei! Hún sneri sér við. — Ég elska þig ekki, Felipe, sagði hún hin rólegasta. — Ég hef sagt þér það áður. Kannski er það hryggilegt beggja okkar vegna. Ég ber virðingu fyrir þér. Mér líkar vel við þig sem vin minn. Ég lít upp til þín sem manns . .. en .. . ég elska þig ekki! Hún tók fram stól og settist við hlið honum. — Við þurfum ekki að fara eins og köttur í kringum heitan graut, Felipe. Við þurfum ekki að halda neinu leyndu hvort fyrir öðru. Ég vil hér eftir búa í ró og næði hjá börnunum mínum. Hún þagnaði, en hélt síðan áfram: — Kæri Felipe. Ég veit, að þú átt við erfiðleika að etja. Þú átt í miklum fjárhagslegum örðugleikum. Er það ekki rétt? Og ég er fús til að hjálpa þér eins vel og ég frekast get. Hún þagnaði aftur, en hóf síðan máls enn á ný: — Ég kem með tillögu. Ég læt þig hafa umráðarétt yfir helming af eign- um mínum. Ég veit, að við munum ekki deila um skiptingu ágóðans. Ég fyrir mitt leyti lofa, að hlutur þinn og Pedros skal vera það ríflegur, að þið munuð geta áfram lifað því lífi sem þið hafið hingað til gert. • Felipe Gonzales leit niður. Honum hraus hugur við að þiggja slíkt boð af konunni, sem hann elskaði. Hins vegar var hann illa staddur og hafði miklar áhyggjur af framtíð sonar síns. Aftur hljómaði rödd Bettinu. — Ég set aðeins eitt skilyrði. Felipe leit upp. — Hvað er það? — Skilyrði mitt er það, að þú farir þegar í stað með Pedro aftur til Mexico. (Framhald í næsta blaði). r Að þessu sinni birtum við. til tilbreytingar hjónakrossgátu, svo að öll þau hjón, sem gaman hafa af að ráða krosgátur, geti háð ein- vígi sín á milli. Við birtum tvær krossgátur, aðra fyrir húsfreyjuna, en hina fyrir húsbóndann. Kress- gátunum er koniið þannig fyrir, að hjónin geti setið sitt hvorum megin við borð, meðan þau heyja einvígið. Veitt verða tvenn verðlaun, önn- ur fyrir hana og hin fyrir hann. Húsfreyjunni bjóðum við fyrsta flokks hárgreiðslu frá hárgreiðslu- stofunni Permu, en húsbóndanum eina bók eftir eigin vali frá Bóka- útgáfunni Leiftri.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.