Fálkinn - 14.03.1962, Qupperneq 32
A FULLRI FFIIÐ
Frh. af bls. 15
irtækisins. Rétt eftir stofnun Bæjarút-
gerðarinnar tók hún að sér alla kola-
verzlun í Hafnarfirði, sem var mikið
starf, þar sem öll hús notuðu þá kol til
upphitunar.
í stríðinu breyttist hagur fyrirtækis-
ins mjög til hins betra. Á tíu ára afmæl-
inu 1941 gaf það stórfé til ýmissa fram-
kvæmda í bænum. Þá lagði Bæjarút-
gerðin fram tæplega helming kostnaðar
við byggingu sjö vélbáta, sem gerðir
hafa verið út frá Hafnarfirði. Bygging-
ar húsa yfir atvinnureksturinn var og
mikið átak.
Þessi upptalning gefur þó litla hug-
mynd um umsvif Ásgeirs á þessum ár-
um. Hann var á ferli seint og snemma,
hvetjandi og lítandi eftir að allt færi
vel úr hendi. Hann fylgdist með upp-
skipun og útskipun og sinnti þörfum
skipshafna og skipa er þau voru í höfn.
Ásgeir var víkingur til vinnu, þrek-
mikill og áræðinn og hélt upp á þá
menn sem sýndu trúmennsku og dugn-
að í störfum sínum, en var lítið um
hina gefið, sem lítt lögðu sig fram.
Einu sinni er hann var spurður um
mann, sem hafði verið háseti á einum
togaranum svaraði Ásgeir snöggt: „Á-
gætur á Birninum, Ómögulegur til sjós.“
(Hótel Björninn í Hafnarfirði).
Fyrir stríð veiddu togararnir aðallega
í salt, þótt stöku sinnum væri siglt með
aflann ísaðan. Mikil vinna var við
fiskinn í landi og kvenfólk og ungling-
ar unnu við fiskþurrkun. Saga er til af
því, er fólkið hafði unnið lengi á fisk-
reitnum sólheitan dag og var langt kom-
ið að taka saman, sást bíll koma brun-
andi og þekktu menn að þar fór forstjór-
inn Ásgeir Stefánsson. Hann stanzaði
og snaraðist út með fullan kassa af
appelsínum, sem hann útdeildi á reitn-
— Dauöinn viö stýrið, er sagt,
þegar kvenfólkiö ekur. Hvaö mætti
þd segja um yöur?
32 FÁLKINN
um. Slík hugulsemi ásamt mörgu öðru
gerði hann vinsælan meðal fólksins.
Velmegun var meiri í Hafnarfirði fyr-
ir stríð en víðast hvar annars staðar hér
á landi og má óefa þakka hana þeim
Bæjarútgerðarmönnum, Ásgeiri og fé-
lögum hans og má þar helzt nefna
Emil Jónsson, Kjartan Ólafsson, Guð-
mund Gissurarson og Björn Jóhannes-
son.
Ásgeir varð bæjarfulltrúi Alþýðu-
flokksins 1942—1950 og varamaður í
mörg ár.
Þegar skipað var í hina frægu nefnd,
,,Rauðku“ árið 1944 var Ásgeir skipað-
ur í hana og í stjórn Eimskipafélags ís-
lands hefur hann verið í mörg ár.
Bæði Bæjarútgerð Hafnarfjarðar, Víf-
ill og Hrafnaflóki, sem Ásgeir stjórn-
aði, voru mjög heppin á stríðsárunum.
Skipin sigldu án þess að hlekkjast á og
skiluðu miklum verðmætum á land.
Er endurnýjun skipaflotans hófst eft-
ir stríð, lét Bæjarútgerðin smíða togar-
ann Júlí. sem kom til Hafnarfjarðar
1947 og nýtt fyrirtæki, sem Ásgeir og
félagar hans stofnuðu lét byggja togar-
ann Bjarna riddara, sama ár.
Athafnasaga Ásgeirs G. Stefánssonar
verður ekki rakin hér lengur að sinni.
Hér er á ferðinni einstakur framtaks-
maður, dugnaðarforkur sem ekkert
stendur fyrir, en jafnframt höfðingi í
lund, bóngóður og hjartahlýr og trú-
mennskan sjálf í öllum sínum störfum.
Sv. S.
LITLA SAÍ.A X
Frh. af bls. 23
nokkur hús? Hvernig voru þau? Með
kúptu þaki? Gagnsæ? Segðu mér þó . . .
— Ég gat farið til hennar, tekið hana
í faðm mér og knúskysst hana. Hjarta
hennar barðist svo . . .
— Voru dýr þarna uppi? Óx gras
þarna? Voru bílar þarna? Hvernig var
þarna umhorfs?
— Við fórum saman til Zwaqulux-
qucuzx, þar bjó hún á einum bakka ár-
innar Cxuqxczrtuwzawmn ásamt syst-
ur sinni Waxtrpuczawq og litla bróður
sínum Xqatpruqtrugt. En hvað hún
skemmti sér, þegar hún heyrði að ég
hét Pete. Hún gat alls ekki borið það
fram, enda þótt hún marg vefði tung-
unni og reyndi á allan mögulegan hátt
að bera það fram. Þeir hafa svo undar-
leg nöfn þarna á mánanum. Þeir heita
alls ekki eins og við ...
— Ég þykist skilja. sagði dr. Hay-
wood, en áður en þér haldið áfram
sögu yðar segið mér nú, hvernig það
vildi til, að þér fenguð minnið aftur.
Pete benti á spjaldið.
— Þegar ég stóð allt í einu augliti
til auglitis við nafnið hennar, mundi ég
allt saman. En segið mér nú læknir,
hvernig í fjandanum gátuð þér vitað að
hún hét ATPRBXWYOMNLQKPZ ?
Willy Breinholst.
Tvœr liendur tómar
Framh. af bls, 23
— Hérna, sagði hún. — Þið viljið
kannski vera ein um stund. Denise kem-
ur að vörmu spori. Hún ætlar á dans-
leik í kvöld og . ..
Hún hætti í miðri setningu. Hvað
mundi gerast í kvöld? Unnusti Denise
ætlaði að koma og sækja hana, en hvað
mundi nú gerast? Veröld þeirra beggja
var í þann veginn að gliðna í sundur.
Hún hraðaði sér inn í sitt herbergi og
læsti á eftir sér.
Gömlu hjónin litu í kringum sig í
herberginu. Þetta var stórt herbergi
með svölum og fögru útsýni yfir blóm-
skrýddan garðinn. Eikarskrifborð, bæk-
ur, blóm, ljósmyndir . . .
Ljósmyndir! Dökkhærð, glaðleg
stúlka, ung kona í sportfötum, í sumar-
kjól, í pels. Ungur maður var með henni
á einni myndinni. Denise ætlaði á ball
í kvöld ...
— Sjáðu sagði konan allt í einu, og
benti á rúmið. — Sjáðu!
Þarna hékk glitrandi fallegur ball-
kjóll, svo skrautlegur að gamla konan
hafði aldrei séð neitt slíkt áður. Það
hlaut að hafa verið erfitt að sauma
svona kjól og dýrt efnið í hann. Einn
ve'ggurinn var með innbyggðum skáp-
um og þar var allt þakið í skínandi
speglum.
Spegillinn í herbergiskytrunni heima
var flekkóttur.
Þau sögðu ekkert. Þau sátu kyrr,
unz maðurinn sneri sér við og tók eina
mynd af borðinu. Falleg stúlka í pels
og ungur maður víð hlið hennar.
— Komdu, sagði hann og reis á
fætur.
Hún svaraði játandi og fylgdi honum.
Þau fjarlægðust hægt, eins og tveir
skuggar, sem hnigandi sól flytur lengra
og lengra burt, — fjarlægðust hægt og
hægt og hurfu eins og þau hefðu aldrei
verið til..
Rylting í Borgarfirði
Frh. af bls. 21
ákafur byltingarsinni, þegar hann fékk
dágóðan bitling. Þorsteinn Þorsteinsson
lék Friðþjóf frænda, sendi- og samninga-
mann Reykvíkinga. Maríu Önnu lék
Anna Magnúsdóttir, en hina tvo nektar-
nýlendubúa, sem ullu hvað mestri kát-
ínu meðal viðstaddra, léku þeir Þor-
valdur Guðnason og Helgi Hannesson.
Skrifstofustúlku lék Guðrún Þorsteins-
dóttir af prýði.
Ekki vitum við annað en allt sé með
kyrrum kjörum í Borgarfirði og ekki
getum við nefnt þess dæmi, að slíkir at-
burðir hafi gerzt í þessari friðsælu
sveit, enda hefur löngum verið talið, að
Borgfirðingar væru spektarmenn, þótt
af óeirðaseggjum séu kynjaðir langt
fram í ættir.