Fálkinn


Fálkinn - 14.03.1962, Qupperneq 34

Fálkinn - 14.03.1962, Qupperneq 34
þau ásamt hinu fólkinu niður í Dönsku- hús. Sumar heimildir segja, að sá, sem greiddi presti höfuðhöggin, hafi verið íslendingurinn, sem vísaði Tyrkjum til Vestmannaeyja. En meiri líkur eru til, að það sé ranghermi. Um síra Jón píslarvott urðu til margar sögur, og er sú ein, og minnir mjög á helgisagnir, „Áður en Tyrkir drápu síra Jón, skáru þeir úr honum tunguna í mörg stykki. Hvar sem blóð úr henni kom á, stóð Jesúsnafn skýrum stöfum.“ Börn síra Jóns, sem Tyrkir hertóku voru: Margrét og Jón. Frá þeim verður sagt í þessum þætti. enda lentu þau í mörgum ævintýrum og mannraunum suður í Barbaríinu. Þau síra Jón og Margrét áttu tvo syni, sem farnir voru úr föðurgarði. Voru það síra Jón prest- ur í Vestmannaeyjum, en síðast prestur og prófastur að Melum í Borgarfirði, og sira Þorsteinn prestur í Holti undir Eyjafjöllum. Voru þeir báðir hinir merkustu prestar og gáfumenn. Frá síra Jóni píslarvotti er margt merkra manna. T. d. var Jón biskup Vídalín í Skálholti fjórði maður frá honum. Aðfarir og atferli ræningjanna í Vest- mannaeyjum júlídagana 1627, var hið grimmilegasta og olli hroll og skelf- ingu meðal landsmanna. Þeir drápu og hröktu varnarlaust fólkið og sýndu hvergi miskunn eða linkennd. íslending- ar höfðu að vísu áður heyrt um aðfarir Tyrkja eða Múhameðstrúarmanna í ræðum og boðskap kirkjunnar. Þeir líktu þeim við sjálfan Djöfulinn, og töldu þá sanna þjóna hans. Vafalaust má telja. að almenningur á landi hér hafi verið fullviss um það eftir Tyrkja- ránið, að þessi kenning var sönn og rétt. Þegar ræningjarnir hölðu smalað eyjarnar af fólk eins og þeim var frek- ast unnt, drógu þeir föngulegasta og tápmesta fólkið úr og létu langana róa samlöndum sínum út í stærsta ræn- ingjaskipið. En þegar þeir voru búnir að velja svo úr fólkinu, sem þeir geymdu í Dönskuhúsum, að ekki var eftir nema gamalt og örvasa fólk. Báru þeir eld að húsunum og brenndu það inni er eftir var. Mælt er, að einn ung- lings piltur hafi komizt undan úr hús- unum með þeim hætti, að hann skreið á gólfinu milli fóta fólksins til leyni- dyra og komst þar undan. Hinn 19. júlí voru ræningjarnir ferð- búnir og sneru á leið suður með feng sinn. Þeir fengu góðan byrr. En nærri má geta, að dauflegt hefur verið um að litast í lestum skipanna, þar sem hið hertekna fólk varð að hírast, sjóveikt og harmiþrungið. Styrkur þeirra var aðeins einn: að ákalla Drottin, biðjandi hann um miskunn, hlíf og skjól í raun- um sínum. En ræningjarnir voru 1 ítt hrifnir af trúariðkunum fanganna, og bönnuðu þeim stranglega að iðka trú sína. Eru til um það margar sagnir, hversu hinir herleiddu urðu að þola píslir og píningar sakir trúarinnar. Sumir létu yfirbugast og tóku Múha- meðstrú, sérstaklega var það yngra fólkið og þeir sem enn voru á barns- aldri, er þeir voru herleiddir. Sumt af íslenzka fólkinu, sem herleitt var, vildi ekki snúa aftur heim til íslands. Það komst í snertingu við betra líf en heima, enda var hægt að jafnast á við kjör og lífshætti alþýðunnar á íslandi á 17. öld. Framhald. í DAGSIN§ ÖXN Framh. af bls. 22. svo fór um þessa. Ákveðið var, að einka- salan skyldi pakka kartöflum í 5 kílóa bréfpoka og senda þannig í búðirnar. Þessir pokar eru samt heldur stórir fyrir útpískaðar húsmæður að rogast með heim. En þeir voru klókir í einka- sölunni, því þeir vissu sem var, að flest- ar húsmæður ættu sér eiginmann, sem gæti sótt kartöflur fyrir heimilið. Hér var einni skyldunni bætt við eigin- mennina, sem eru þó nóg kúgaðir fyrir. Þessir pokar eru þó ekki sérlega við- ráðanlegir, jafnvel fyrir þaulvana eigm- menn. Um daginn bað konan mig t. d. að ,,kippa“ með mér einum poka. Ég keypti hann í K R O N og rogaðist svo með hann upp Skólavörðustíginn. Ég ætlaði síðan að hvíla mig með Því að halda í opið á honum, sem heft er saman. Ég treysti sem sé einkasölunni til að hafa gengið tryggilega frá opinu. Svo var þó auðvitað ekki, því að pokinn pompaði á götuna og kartöflurnar skoppuðu niður allan stíginn. Þá bölv- aði Dagur Anns kartöflusöluskipulagn- ingunni. Dagur Anns. Sitt liefur Iiver að kæra Frh. af bis. 17. Maður varð víst að máta kjólinn einu sinni enn, það var ekki ómögulegt að þeir gætu lagað hann eitthvað betur. . Stimamjúk stúlka kom þegar til hennar. — Bara örstutt andartak. Það er ein að máta núna, — þetta er undir eins búið. Við höfum gert allt, sem við gátum og nú mátum við hann þegar í stað. Rétt í þessu var tjaldið í búningsklefanum dregið til hliðar og út úr honum gekk tágrönn ung stúlka í reið- fötum. Hún var dökk á brún og brá og Ijómandi fögur, með stór og brún augu, flau- elsmjúk, í forsælu dreyminna bráhára. Tennurnar glitruðu eins og perlur í sólbrúnu and- litinu. Hún gekk hispurslaust og prúðmannlega til dyra. — Og hann verður áreiðan- lega tilbúinn á föstudag? dansleikurinn er á laugar- daginn. — Við heitum því. Og nú vonum við að ungfrúin verði ánægð með hann. Kjóllinn klæð'ir yður dásamlega, verð ég að segja. Mærin kinkaði kolli og brosti angurblítt. María ætlaði að gleypa hana með augunum. Hugsa sér, að vera þannig vaxin, að öll fötin færu manni vel! En sú líkamsfegurð, — þetta var eins og söguhetja, — eins og þessar sem maður las um í skáldsögum og horfði á í kvik- myndum. Dáð og dýrkuð. hún hlaut að svífa gegnum lífið frá einum dansleik til annars, án þess að komast í minnstu kynni við áhyggjur af stúlknahaldi likamsþunga eða ljótu sniði á klæðum. Mikið hlaut hún að vera hamingjusöm! — Gjörið svo vel, nú get- um við mátað á yður kjólinn. María varp öndinni og gekk inn í klefann. ★ Víveka gekk út í sólskinið. Drottinn minn, hvað allt gat verið ömurlegt. Aldrei skyldi hún elska nokkurn annan en hann. Og svo var hann kvænt- ur! Þau höfðu hittst í hesta- mannafélaginu og laðast hvort að öðru, þegar í stað. Þau voru bæði gefin fyrir hesta. Þetta var einkar aðlaðandi maður og það leyndi sér ekki hve mjög hann dáðist að Ví- veku, enda glataði hún hjarta sínu gersamlega til hans. ★ Og nú var hjarta hennar ein blæðandi und. Hvers vegna hafði hann ekki sagt henni þegar í stað, að hann væri giftur? Hví hafði hann leikið sér að tilfinningum hennar, daðrað við hana og horft svo djúpt í augu henn- ar? Líf hennar var gereyði- lagt. Dansleikurinn var á laugardaginn. Þangað ætlaði hann einnig að koma, og hana hafði dreymt um þetta dásamlega kvöld við hlið hans. Nú hugsaði hún til þess með hryllingi, sem einhverr- ar hörmungar, er hún yrði þó að pína sig til að ganga gegnum. Hún gat ekki afborið þetta lengur. Hún var þreytt og af sér gengin, örmagna og úr- vinda. Hún ranglaði inn í lítið kaffihús og pantaði einn bolla af kaffi. Líf hennar skorti fyllingu. Hvers vegna var hún fædd svona falleg? Betur að hún væri eins og litla þjónustustúlkan þarna, ekki beinlínis fríð, en hýrleit og hressileg í svarta kjólnum. Vafalaust átti hún sér aðdá- anda, sem bauð henni í bíó og þessháttar. Þau voru nátt- úrlega glöð og hamingjusöm, og áttu ekki við að stríða neinar áhyggjur, þekktu ekki örvæntingu né innri baráttu, sem eyðilagði lífshamingjuna og varpaði öllu út í vonlaust myrkur. Mikið hlaut hún að vera hamingjusöm! Víveka kveikti sér í vindl- ingi, meðan Anna hellti í bollann hennar. Hringurinn hafði lokast. ★ 34 FÁLKINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.