Fálkinn


Fálkinn - 15.08.1962, Page 4

Fálkinn - 15.08.1962, Page 4
séð & heyrt Þau njóta lífsins í sólskini og snjó. Þið þekkið eflaust konuna, þetta er hin fræga furstafrú af Monaco með börn sín tvö. Þau heita Caroline og Albert. Staður sá, sem þau dveljast á, heitir Schoried og er í Sviss, en þar eiga furstahjónin fjallakofa. Draugatrumburnar. Harry Lever, sem býr í Nýju Jórvík, hló að öllum þeim sögum, er honum höfðu verið sagðar um leyndardóma Voodoo-trumbanna, þegar hann kom til Haiti. Óhræddur keypti hann sér stóra og litríka trumbu og þegar hann kom heim, festi hann hana upp á vegg í herbergi sínu. En eftir að trumban var kom- in upp á vegg, var hann nótt eftir nótt vak- inn af ónotalegum slætti í trumbunni. Smátt og smátt hætti hann að hlæja að hjátrú og hindurvitnum. En svo var það eina nótt, þegar slátturinn og hljóðin í trumbunni voru sem mest, gat hann ekki stillt sig iengur, hann stökk fram úr rúminu, bullsveittur, dró fram langan kuta og rak í gegnum skinnið ofan á trumbunni. Þá fyrst uppgötvaði hann, að leyndardómur trumbunnar var fólginn í því, að heill her af feitum Haiti-kakkalökkum hélt dansleik í iðrum trumbunnar. Rithöfundurinn heimsfrægi, Bernhard Shaw, sem gat verið jafn meinfyndinn í hinu daglega lífi og í bókum sínum og leikritum, sat eitt sinn til borðs með ungri stúlku. Allt í einu beygði hann sig að dömunni og hvíslaði að henni, að sér fyndist hún vera alveg afskaplega falleg og elskuleg stúlka. Stúlkan hafði haft ýmsar spurnir af Shaw og illkvitni hans og var ákveðin að láta hann ekki gabba sig neitt. Þess vegna svaraði hún: — Mér þykir leitt að geta ekki sagt það sama um yður, hr. Shaw. Shaw svaraði um hæl: — Gerið bara eins og ég: Ljúgið! Það er aðeins einn flokksfélagi, sem Aden auer þúar. Það er Pferdmenges banka- stjóri í Köln. Hann er aldursforseti sambands þingsins og þess vegna varð hann að halda ræðu, þegar þingið var sett. Þetta var fyrsta ræða hans í þinginu, var hann mjög tauga- óstyrkur. — Hvað á ég að segja? spurði hann vin sinn, Adenauer kansl- ara. Gefðu mér eitthvað ráð. — O, sagði Adenauer, þetta er ekki svo erf- itt. Mikilvægast er að þú fléttir inn í ræðuna einhverri tilvitnun frá Goethe. Það hefur alltaf áhrif. Þessu ráði fylgdi Pferdmenges líka, en þegar kom að tilvitnuninni yggldi Adenauer sig ósjálfrátt: Manninum skjátlast, svo lengi sem hann dregur andann. Hvern hafði félagi hans eiginlega í huga? ★ Þegar John D. Rockefeller eldri fékk að vita, að fjölskylda hans ætlaði að gefa honum rafmagnsbíl, sem kostaði 6 þúsund dali, í afmælisgjöf, sagði hann við hina gjafmildu ættingja sína: — Ef ykkur er sama, þá vildi ég heldur, að þið gæfuð mér peningana. ★ . Svo er sagt, að Picasso lífgi upp hinn gráa hversdagsleika. i Um hann spinnast ótal sögur og alltaf er ys og þys, þar sem hann er viðstaddur. Fyrir nokkru rak menn samt í rogastanz, — komm- únistinn og faðir hinn- ar frægu friðardúfu, varð uppvís að því að eiga kapitalista fyrir hjartans vin. Og þessi kapitalisti er enginn annar en hinn stórauðugi brezki listmálari, Douglas Cooper. Cóoper þessi var fyrir nokkru stunginn lífshættulega af afríkönsk- um manni á Miðjarðarhafsströndinni. Listmálarinn komst lífs af, en liggur stöðugt mikið veikur í villu sinni, sem stendur nálægt Nimes. Meðan hann lá þar veikur sýndi Picasso vináttu sína í verki. Hann fyllti herbergi hins sjúka manns með blómum og þrýsti kossi á báðar kinnar Coopers, þegar hann var lagður í hina breiðu rekkju sína, sem mun vera frá 16. öld. Já, Picasso er ekki alls varnað. 4 FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.