Fálkinn


Fálkinn - 15.08.1962, Síða 7

Fálkinn - 15.08.1962, Síða 7
Aukin dýrtíð og svínarí. Kæri Fálki! — Ég skrifa þér, af því að ég get ekki orða bundizt yfir þeim ósköpum, sem dunið hafa á undanfarn- ar vikur. Fyrst var nú það, þegar brennivínið hækkaði, og svo það, þegar tóbakið hækk- aði, en hvorutveggja nota ég mikið. Svo voru það þjónarn- ir á veitingahúsunum, sem ætluðu að fara í verkfall. Þeir eru áreiðanlega með tekju- hæstu mönnum hér nú, enda held ég að álagning á vínveit- ingahúsum sé hvergi í nokkru landi eins há og hér. En það var ekki þetta, sem ég ætlaði að ræða hér um, heldur hitt, að ég fór niður í eina sj oppuna og ætlaði að kaupa mér nokkr- ar sigarettur í lausu. Þá er mér sagt, að hver sígaretta kosti eina krónu tuttugu og fimm aura, takk. Það finnst mér satt að segja full mikil álagning, og ætti fólk ekki að láta bjóða sér þetta. Hvað segir verðlags- stjóri um þetta mál Nautnaseggur. Svar: Það er mikið verk að taka utan af sígarettupakka, og hvert handtak er dýrt nú á dögum. Ef til vill fer verðlags- 9tjóri á stúfana og athugar þetta, ef það er ekki búið að leggja embœttið ni'ður. Krossgátukeppnin. -----— Mikið hef ég gaman af þessari keppni. Krossgátur eru mitt uppáhald. En eitt er áreiðanlegt: Það hafa ekki all- ir gaman af því að ráða kross- gátur. Það ættuð þið að at- huga í framtíðinni. K. Svar: Blaðið vill minna lesendur á, að skila lausnunum tíman- lega. Eins og venjulega er fresturinn þrjár vikur. Sendið lausnirnar, merktar Kross- gátukeppnin, í pósthólf 1411, Reykjavík. Sorphreinsun. --------Nú, þegar tauga- veikibróðir er að leika sér í borginni og fólk er áminnt um að gæta hreinlætis til að verða ekki leiksoppur hans, þykir mér rétt að benda á það ó- fremdarástand, sem ríkir í sorphreinsunarmálum borgar- innar. Nú hafa tunnurnar hjá mér, þ.e.a.s. tunnurnar við húsið mitt, staðið óhreyfðar og fullar í næstum mánuð. Ég veit ekki, hvort yfirvöld heil- brigðismálanna hafa gætt að þessu atriði, og ég er viss um, að af þessu stafar mikil hætta. Hreinlátur. Svar: Við vonum, að tunnurnar verði tæmdar hið bráðasta. Ef til vill stafar þessi dráttur af því, að starfsmenn sorphreins- unarinnar eru í sumarleyfi og því ekki nógir menn til að inna þetta mik\a starf afhendi. Kennsla og menntun. Kæri Fálki! — Ég ætla að biðja þig um að segja mér, hver helztu skilyrðin eru fyrir því að maður hafi réttindi til að kenna á píanó. Ef maður nær landsprófi (framhalds- einkunn), getur maður þá ekki farið beint í samvinnu- skólann án þess að hafa gagn- fræðapróf, og hvað heldur þú að kosti yfir veturinn þar? Og má maður vera með plattfót, ef maður ætlar að verða flug- freyja? Ég vona, Fálki minn, að þú svarir þessu. Kær kveðja. Einn lesandinn. Svar: Til þess að kenna píanóleik, er fyrsta skilyrðið að kunna vel hljóðfœraleik og auðvitað vera vel að sér í tónfræði. Enn fremur hafa flestir, sem kenna hljóðfœraleik, lokið námi í tónlistarskólanum eða stundað nám hjá einhverjum frægum og snjöllum píanóleik- ara. Hvað hinna spurningunni viðvíkur, þarf sérstakt, próf upp í samvinnuskólann. Er sótt um inntöku að vori, en síðan þreyta umsœkjendur inntökupróf að hausti. Nánari upplýsingar, bœði um kostn- að og annað, gefur Frœðslu- deild SÍS. — Ilsig hlýtur að sjálfsögðu að vera mikill bagi þeim, sem mikið þurfa að ganga, og í flugvélum þarf að ganga um beina. Hins vegar getum við ekki ímyndað okk- ur. annað, en flugfélögin ráði flugfreyjur með ilsig, ef þœr hafa fallega fœtur að öðru leyti, og alla þá hœfileika, sem starfið krefst. Sá bezti, sem ég hef heyrt. Kæri fálki. — Ég verð endi- lega að hrósa ykkur fyrir brandarana, sem undanfarið hafa birzt undir „Þeim bezta“. Þessi um golfleikarann var alveg úrvalsbrandari og hló ég alveg heilt kvöld að honum. Þ. /iiíi/ Ðial Ðial Ðiat Byrjið daginn með BIAL Endið daginn með DIAL Heildsölnb. KRISTJÁN Ó. SKAGFJÖRD REYKJAVÍK atíí CÍf@l FALKIMN ÞVOTTA DAGUR VERÐUR HVÍLDAR DAGUR draumar þínir verða að veruleika með DAN RIVER REKKJULINI — að- eins stinga þvi í þvottavélina — það mun verða hvítt eins og snjór allan sinn endingartima — og að auki — þú getur notað þurkara — það er eina línið sem hægt er að vélþurka án þess að hrukkist — búðu um rúmið að morgni og taktu eftir hvernig hægt er að hrista hrukkur næturinnar úr Ifn- inu í einu vetfangi.. vegna þess að það er hrukkuvarið — WASH’N WEAR DAN RIVER SÍ-SLÉTT REKKJU LÍN íslenzkar húsmæður geta nú eignast þetta heimsþekkta rekkjulín því að DAN RIVER REKKJULÍN, barna og fullorðinsstærðir, fæst nú í íslenzkum sérverzlunum.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.