Fálkinn - 15.08.1962, Page 9
með þeim til þess að taka hestana, eins
og áður segir.
Illa gazt mér að þessari uppástungu
sýslumanns og bölvaði samferðarmönn-
um hans í hljóði, því að nær hefði verið,
að einhverjir skipverja hefðu fengið að
sitja klárana niðureftir, enda kom það
á daginn. En við þetta varð að sitja.
Þeir fara svo, en við leggjum af stað
gangandi með skipverja í roki og
myrkri. Áður en lengi er gengið kemst
ég að því, að matsveinninn er danskur.
Er mér það mikil harmabót, því að
dönsku skildi ég, en ensku ekki. Ég
gekk á undan, en Sölvi og Stefán reka
lestina, og eiga að gæta þess, að enginn
heltist úr lestinni, en sú varð raunin,
að skipsmenn vildu sumir heillast til að
leggjast niður, þar sem leiti bar á milli,
og varð því að reka þá aftur á fætur.
Skipverjar voru allir meira og minna
blautir, svefnlausir og alldasaðir.
Gengur nú allt eins og í sögu um
sinn, en þegar við erum komnir nokkuð
langt inn fyrir Fagranes, inn á svo-
nefndar Skriður, fleygir skipstjóri sér
niður, segist ekki geta gengið lengra
og kennir stígvélum sínum um. Fer ég
nú til Sölva, og býðst hann til að hafa
skóskipti við skipstjóra, og er það með
þökkum þegið.
Síðan er aftur lagt af stað út í myrkr-
ið, en þegar við förum fyrir ofan Meyj-
arland, leggast þeir fyrir tveir eða þrír
og segast þurfa að hvíla sig, — þeir
geti ekki gengið lengra. Okkur félög-
um þótti seint sækjast ferðin, enda var
sýnt, að við yrðum alla nóttina að berj-
ast móti veðrinu, ef þessu færi fram til
lengdar. Verður því að ráðum, að þeir
Stefán og Björn fara heim í Meyjaland
til að vita, hvort Sigurfinnur bóndi geti
ekki lánað hesta. En hann er þá ekki
heima og ekki annað hesta heima við
en meri ein grá. Þeim Stefáni þykir
betra að fá merina en ekki og koma
með hana. Á nú sá, sem verst er á sig
kominn að sitja hana, og skipstjóri
verður fyrir valinu. Fannst brátt á að
hann var ekki laginn reiðmaður, og
varð ég því að teyma undir honum, og
fórum við fyrir, en piltarnir sem varð-
menn um hópinn til þess að gæta þess,
að enginn leggist.
Þegar við förum frá Innstalandi, reka
skipverjar augun í ljóstýru og sjá móta
fyrir bæjarhúsunum. Kemur þá „túlk-
urinn“ á vettvang og spyr mig, hvort
þetta sé hundahús, en ég sagði sem var,
og skildist mér á honum, að þeim fé-
lögunum þættu þetta firna lágkúrulegir
mannabústaðir. En ekki hafði þessi frétt
fyrr borizt um hópinn, en einhvers
konar æði grípur alla, og taka þeir
beina stefnu heim að Innstalandi og
verður ekki við ráðið. Ég verð því
nauðugur viljugur að teyma Gránu
með skipstjóra á eftir.
Matsveinninn lét á sér skilja, að þá
langaði í nýmjólk, og var ekkert til fyr-
irstöðu að uppfylla þá ósk þeirra. Var
mjólkin borin þeim í tveimur fötum
og fylgdi bolli með, og allir drukku
lyst sína.
Mannskapurinn virðist nú hinn hress-
asti, og var enn af stað haldið. Þegar
við nálgumst svonefdan Stórhól, tek ég
eftir því, að Grána gamla er orðin litlu
ferðmeiri en skipverjar og vill, að því
er mér virðist, láta fyrir berast þar
sem hún er komin, rétt eins og þeir.
Mér gremst þetta háttarlag hennar og
tjái henni með nokkrum velvöldum
orðum þá skoðun mína, að henni sé eins
gott að taka okkur fyrirliðana til fyrir-
myndar, ella muni Sigfinnur bóndi fá
að heyra hið sanna um kosti hennar.
Tek ég síðan þétt í tauminn. Grána
lötrar af stað, en fer hæga fetið og hef-
ur versnað en ekki batnað við ræðu
mína. Ég sný mér þá enn við, rýni út í
myrkrið og huga grannt að öllu, og sé
þá mér til reiði og undrunar, að tveir
skipverjar hanga í reiðanum og láta
merartruntuna draga sig.
Hópurinn er stöðvaður, og ég kalla
á matsveininn og bið hann segja skip-
stjóra frá þessu og það með, að þetta
geti ekki svo til gengið. Skipstjóri fer
þá af baki, en tveir fyrrverandi tagl-
hnýtingar eru látnir sitja á Gránu til
skiptis, og þykir henni sem sitt ráð hafi
vænkast — eða svo virtist mér á gangi
hennar. Þannig var síðan haldið áfram
að Gönguskarðsárbrú, en þá voru skip-
verjarnir tveir mjög farnir að hressast,
og því fór skipstjóri þar á bak aftur, og
var nú skammt eftir niður eftir og bar
ekkert til tíðinda þann spöl sem eftir
var. Við komum til Sauðárkróks klukk-
an tvö um nóttina eftir að ég hygg
sex tíma ferð frá Fagranesi, þótt ekki
sé talin nema tíu kílómetra leið milli
Fagraness og Sauðárkróks.
Þegar við héldum inn í bæinn, var
templarahúsið allt uppljómað og matur
á borð borinn, og var skipverjum þarna
veitt af rausn.
Daginn eftir var haldið sjóréttarpróf,
og var ekkert sögulegt við það. Veður
hafði beytzt mjög til hins betra um nótt-
ina. Var komið logn og gott veður.
Skipstjóri vildi þegar fara að skipi sínu
og freista þess að bjarga því af skerinu,
enda voru skipverjar allir hressir vel
og hafði engum orðið alvarlega meint
af volkinu.
Ég legg því af stað aftur, fæ mér
aðra háseta og fer með skipshöfnina
alla á róðrarbát.
Þegar út eftir kemur, er ekki annað
sýnna en skipið sé kyrrt og allt með
sömu ummerkjum og við skildum við
það og enginn var í því sjórinn. Við
förum að athuga allar aðstæður og
komumst að raun um að skipið sitji á
sandhól inn af skerinu. Spurði ég skip-
stjóra, hvort hann vildi ekki fá báta
innan af Sauðárkróki til þess að létta
skipið, en ekki var við það komandi.
Hann réð af að fara með annað akkerið
vestur af skerinu og reyna síðan að
draga skipið vestur af því með spilinu.
Ekki tókst það því að allt slitnaði við
átakið, og liggur víst akkerið þar út
frá enn í dag. Ég segi við skipstjóra, að
ekki sé til nokkurs hlutar að reyna að
losa skipið fyrr en með flóði um mið-
nættið og leggja þá akkerið austur af
skerinu og ná skipinu þá leiðina. Skip-
stjóri fellst á þessa uppástungu og bíð-
um við kvölds. Um miðnættið höfum við
komið akkerinu út og nú er önnur til-
raun gerð. Skipið tekur tvo kippi —
og er laust.
Aldrei hef ég fengið betri þakkir á
ævi minni en hjá þessum skipstjóra þá.
Var hann svo glaður, að mér þótti ekki
við hóf. Fór hann með okkur niður í
skip og veitti okkur vel. Þar dró hann
upp myndir af konu sinni og börnum
og sýndi mér og kvaðst mundu segja
þeim frá, hversu vel við hefðum reynzt
þeim. Bað hann mig að lokum að þiggja
kol í bátinn, eins og hann gæti borið,
Framhald á bls. 39.
Hvað hafði Euripides í lest-
inni, sem engiitn mátti sjá? -
Frásögn af strandi ensks tog-
ara við Skagafjörð 1907.
PÁLKINN 9