Fálkinn


Fálkinn - 15.08.1962, Blaðsíða 18

Fálkinn - 15.08.1962, Blaðsíða 18
FÁLKINN ræðir við Indriða G. Þorsteinsson, rithöf. SALLANDS- INSIBREKKU ANDLITINU TEXTI: □LAFLIR JDNSSDN - MYNDIR: JDHANN VILBERG BLÁSTÖR var ein fyrsta sagan sem ég skrifaði. Þegar ég var um tvítugt var í mér mesta löngun að skrifa sögur, og ég var stundum að krota þetta fjórar eða fimm síður, eitthvað í söguátt, og safnaði þessu svo ofan í skúffu og geymdi það. Blástör var sem sagt ein af fyrstu sögunum, vitanlega með öllu ómerkileg, en þegar ég ætlaði loksins að fara að henda þessu rubbi þá datt mér reyndar eitthvað nýtt í hug, og það fór svo að ég skrifaði söguna alveg upp á nýtt. Þetta var árið 1951. Nú er frá því að segja að ég hef ævinlega átt held- ur stóran og fjölbreyttan kunningjahóp, en það fólk sem ég umgengst — og umgekkst á þessum árum — er kannski ekki sérlega bókmenntalega sinnað. Og mikið var hlegið þegar það kvisaðist að ég hefði sent þessa sögu í verðlauna- keppni Samvinnunnar sem þá var á döfinni í fyrsta skipti. Sá gerir nú ekki stórar rósir, sögðu menn upp úr hlátr- inum og hlakkaði í þeim. Samt tókst svo til að sagan bar sigur úr býtum í keppninni og vakti meira að segja tals- verða athygli. Menn töluðu um sög- una, og um Blástararskáldið, og sumir fóru jafnvel að yrkja vísur um þetta skáldmenni. Það sem ég skrifaði næst á eftir var víst mest til að losna undan þessari nafnbót. „BLÁSTARARSKÁLDIГ — það er auðvitað Indriði G. Þorsteinsson, rit- höfundur og ritstjóri Tímans. Fálkinn gerði Indriða heimsókn þar sem hann býr við konu og börnum í nýju sam- býlishúsi við Stóragerði í Reykjavík og sér út á nýlagða Miklubraut með sí- dynjandi umferð. Indriði tók því ljúf- mannlega að spjalla við okkur um sinn um skáldskap og pólitík, og það sem hér fer á eftir er eftir honum haft, laus- lega að vísu þó ræðan standi í fyrstu persónu og viðtalsmynd. Og Indriði heldur áfram að segja frá sinni fyrstu sögu og fyrstu bók: Indriði G. Þorsteinsson er fæddur að Gilhaga í Lýtingsstaðahreppi, Skaga- firði, 18. apríl 1926. Hann stundaði nám í Laugarvatnsskóla 1941—42, en hafði áður setið fyrsta hekk Menntaskólans á Akureyri. 1951 bar Indriði sigur úr býtum í smásögukeppni Samvinnunnar með sögunni Blástör, sem gerði höfund sinn landsfrægan á einni nótt. Sama ár réðist Indriði blaða- maður hjá Tímanum og hefur stundað blaðamennsku síðan, en árin næstu á undan hafði hann verið lausamaður á ýmsum stöðum, m. a. stundað leigu- akstur um skeið, svo sem kunnugt er af verkum hans. Um áramót s.I. gerð- ist Indriði einn af ritstjórum Tímans. — Indriði er kvæntur Þórunni Frið- riksdóttur úr Reykjavík, og eiga þau hjón þrjá syni, hinn elzta fimmvetra, hinn yngsta hálfs annars árs. 18 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.