Fálkinn - 15.08.1962, Page 22
Auðvitað hefði það aldrei komið fyr-
ir, að Bruce henti slík óhæfa. Ekki
Bruce, hinn virðulega og settlega, sem
hegðaði sér ætíð hofmannlega og bar
mikla virðingu fyrir konunglegu fólki.
Aftur á móti var Ian til þessa vís.
Hann var bæði skapmikill og stoltur.
Hann mundi ekki þola niðurlægingu
af neinum, ekki einu sinni prinsinum.
— Hvað er að, Catherine? Ertu ekki
vel frísk?
Bruce leit skelfdur á hana. Það var
eins og hann hefði búizt við því, að
hún sleppti taumnum fram af sér.
Á sama augnabliki stóð gestgjafinn
upp frá borðum og stólarnir ýttust frá
því, allt í kringum Katrínu. Morgun-
verðinum var lokið. Úti í hallargarðin-
um komu nokkrir svartir vagnar eftir
fólkinu. í gegnum hliðið streymdu
vagnarnir og hófadynur og hvatning-
aróp ökuþóranna blandaðist saman við
skrölt vagnanna. Katrínu létti, þegar
hún yfirgaf þessa þunglamalegu bygg-
ingu. Hugsunin um greftnmina skelfdi
hana ekki lengur.
Hún hafði jafnað sig til fulls. Jafn-
vel hjartnæm ræða prests í fátæklegri
sveitakirkju gat ekki komið henni úr
jafnvægi. Henni brá ekki hið minnsta
einu sinni, þegar hún sá kistu sir Rich-
ards síga ofan í gröfina.
Síðar um daginn mörgum klukku-
stundum eftir að jarðarförin var um
garð gengin, sat Katrín í svefnherbergi
"swiu í Clanton Manor. Allt í einu kom
lafði Channing inn.
— Þú ert afar sorgmædd, barnið mitt,
sagði hún.
Katrín kinkaði kolli og beit á vörina.
— Hann hefur gert svo mikið fyrir
þig og verið þér mest virði af öllum,
sagði hún lágt, — það var svo viðbjóðs-
legt að hlusta á fólkið við morgunverð-
arborðið, allir þessir sjálfumglöðu og
hræsnisfullu sveitamenn. En ef hann
hefði átt álitlega peningaupphæð, sem
þeir hefðu erft ....
Hún hætti í miðri setningu og snéri
,sér undan. Hún gat ekki talað um þetta.
— Þú hefur rétt fyrir þér, Katrín,
FRAMHALDSSAGA EFTIR
BRITT HAMDI - 12. HLUTI
22 FÁLKINN
en við gleymum öllum hugsjónum
okkar, þegar við verðum gömul. Ég
hafði til dæmis ekki kjark í mér til þess
að æsa mig upp út af þessu. Auk þess
erum við öll með því markinu brennd
að ganga fast eftir því sem okkur ber
og sleppa því ekki þegar við höfum
einu sinni klófest það. Þannig erum við
öll hvert á sinn hátt.
Katrín hrökk við. Orð hennar gátu
vel átt við hana sjálfa, Katrínu. Hvað
var það annað, sem hún reyndi að ríg-
halda í en einmitt vonina um að geta
haldið áfram að lifa því gullna lífi, sem
sir Richard hafði af tilviljun búið
henni? Var hugsanlegt að lafði Chan-
ning vissi eitthvað. Óttaslegin leit hún
upp og mætti grænum og hvössum
augum lafði Channing. En hún gat ekki
greint neina ásökxm í þeim.
— Ég get mér þess til, að þú hafir
ekki gert neinar áætlanir um framtíð-
ina, hélt lafði Channing áfram. — Við
getum að sjálfsögðu ekki haldið neitt
brúðkaup fyrr en eftir nokkra mánuði.
Ég fer héðan í kvöld til Skotlands til
þess að heilsa upp á hinn bróðursoninn
minn, Ian Glenmore lávarð í Buckley
Hall. Bruce fer einn til London og þess
vegna held ég að bezt væri að þú fylgd-
ir mér. Hvað segir þú um að vera í eina
viku í Skotlandi sem gestur minn?
Katrín roðnaði svo, þegar hún heyrði
þetta, að lafði Channing spurði hana
hvort henni hefði sárnað eitthvað af því
sem hún sagði. Ef til vill athugasemd-
in um að hún færi til Skotlands en
Bruce einn til London?
— Þú verður að skilja, að þið getið
ekki farið bæði til London, ekki svo að
skilja að ég óttist hvernig þú munir
hegða þér þar. Ég treysti þér og veit að
Bruce er ungur og heilbrigður maður.
Eitthvað í rödd lafði Channing gerði
það að verkum, að Katrín spurði sjálfa
sig hvort orð hennar fælu í sér niðrun
eða hól. En hún sagði ekkert, var að-
eins innilega þakklát forsjóninni fyrir
að lafði Channing skyldi hafa misskilið
hvers vegna hún roðnaði.
— Nú hvernig væri að kynnast ofur-
lítið íbúum Hálandsins?
— Þúsund þakkir, ég vil mjög gjarn-
an fara með þér, svaraði Katrín
lágt, og óttaðist að lafði Channing
heyrði hversu ákaft hjarta hennar barð-
ist.
— Mér er óhætt að trúa þér fyrir því
strax, að ég fer til Skotlands alveg í
ákveðnum tilgangi, hélt lafði Channing
áfram. — Áður en ég yfirgaf Buckley
Hall, ætla ég mér að vera búin að koma
í kring trúlofun Ians og dóttur eins af
æskuvinum mínum. Þau hafa þekkzt
í tíu ár, en Ian er nú næstum aldrei
heima, nema stuttan tíma í einu. Hún
er töfrandi stúlka og ég get ekki hugsað
mér neitt skemmtilegra heldur en slá
saman brúðkaupum þeirra bræðranna
og halda mikla veizlu.
Hún hætti um stund, en hélt síðan
áfram í lægri tón.
— Dagur eins og þessi hérna minnir
mann óþyrmilega á, að stöðugt lækkar
í stundaglasinu. Áður en maður veit af
er öllu lokið. Ég hef lifað langa við-
burðaríka ævi, en áður en ég dey,
verður að vera góð húsfreyja í Buck-
ley Hall.....
Katrín gat engu svarað. Og þó svo
hún hefði getað stunið einhverju upp
hefði lafði Channing ekki hlustað á það.
Svo upptekin var hún að skipuleggja í
huganum framtíð Ians frænda síns, sem
hafði erft svo mikið af eiginleikum
hennar: Hið óbifanlega stolt og sterk-
an persónuleika.
Katrínu langaði mest af öllu til að
hrópa upp yfir sig af angist. Nú var
allt orðið svo óttalega flókið og hræði-
legt og ekkert í heiminum óttaðist hún
meir en sameiginlegt brúðkaup þeirra
bræðra.
Hún sagði ekki orð, þegar lafði Chan-
ning sagði henni að vera tilbúin eftir
nokkra klukkutíma, því að hvað svo sem
hún hugsaði, þá gat hún ekki neitað
því, að hún hafði sterka löngun til að
sjá Ian enn þá einu sinni....
Þær voru ferðbúnar. Bruce var þeg-
ar lagður af stað til London og Katrín
var búin að kveðja gestina við jarðar-
förina og stóð og beið eftir lafði Chan-
ning, sem deildi peningagjöfum meðal
þ j ónustuf ólksins.
Úti varð þokan stöðugt þéttari og hest-
arnir frísuðu óþolinmóðir. Þar sem
hún stóð við gluggann fannst henni
sem hún heyrði hófatak og skrölt í
vagni. En þokan var of þétt til þess að
hún gæti séð nokkuð.
Allt í einu birtist í gráhvítri þok-
unni skrautlegur vagn með fjórum
hestum fyrir.
Fyrst datt Katrínu í hug að þetta
væri síðbúinn gestur að koma til þess
að vera við jarðarförina. í sama bili
kallaði lafði Channing á hana og bað
hana að sækja handavinnutöskuna sína,
sem hún hafði gleymt uppi á herbergi
sínu. Katrín hlóp upp tröppurnar og
fikraði sig áfram eftir illa upplýstum
ganginum. Nú þegar jarðarförin var af-
staðin, vildi hún komast burt frá þess-
um stað eins fljótt og frekast væri unnt.
Hún óttaðist hann, ef til vill af því að
hann var svo nátengdur honum, sem nú
hvíldi í hinum gamla fjölskyldureit.
Hún fann handavinnutösku lafði
Channing. Hún hafði gleymt henni á