Fálkinn


Fálkinn - 15.08.1962, Page 24

Fálkinn - 15.08.1962, Page 24
að hitta Suzu, þráði að fara í heitt og gott bað og síðan í mjúkt og þægilegt rúm. Það mundi verða dásamlegt að hvíla sig eftir allt þetta, eftir erfiðið við jarðarförina og þá viðbjóðslegu stemningu sem ríkt hafði meðal ætt- ingja sir Richards. Og loks ferðin með Ian Glenmore, sem hún ótaðist jafn mikið og hún.......Nei, hún mátti ekki hugsa um hann sem annað en hálfbróð- ur Bruce. Það voru augu og varir Bruce sem hún átti að muna, en ekki AGA, , ; SPILAÐ HÁTT f MONTE CARLO Herbert setti vatnsflöskuna frá sér og reyndi að horfa beint í augun á konu sinni. Þau sátu þarna á gangstéttaveit- ingahúsi ásamt nokkrum ferðamönnum, sem ferðuðust á vegum ferðaskrifstofu. Þetta var í Monte Carlo. Tíminn var naumur, eftir tæpa klukkustund átti bíllinn að aka áfram til Nice og ef til vill mundu þau aldrei koma aftur til Monaco. Herbert hafði aldrei stigið fæti sínum í spilavíti, og honum fannst það óbæri- legt að hafa komið í frægasta spilabæ veraldar, en ekki freistað gæfunnar. — Kemur ekki til mála, sagði hið stranga víf, Alice, þegar hún mætti augnaráði hans — við höfum ekki of mikinn gjaldeyri fyrir. — Mig langar bara til að líta þar inn og reyna nokkur spil. Ég skal lofa því að spila ekki svo hátt, að ailir pening- arnir fari. Mig langaði bara til þess að geta sagt frá því heima, að ég hafi spil- að á spilavítinu. Alice veitti ekki frekari mótspyrnu. — En þú verður í síðasta lagi að vera kominn aftur eftir tuttugu mínút- ur, sagði hún ógnandi. Herbert tæmdi skjótt glasið. Tveimur mínútum seinna stóð hann við spilaborðið, grænt snoturt borð, þar sem rúllettan snérist stöðugt. hinn þykki og nautnalegi munnur og breiða haka. Hún varð að vera skynsöm og láta sig ekki dreyma heimskulega drauma. Þau voru komin að Tottenham Court Road, óendanlega langri götu í hjarta Lundúnaborgar, þegar lafði Channing gaf eklinum merki um að stöðva vagn- inn við dimmt og óásjálegt hús. — Hér býr ein af mínum gömlu vin- konum, sagði hún og steig út úr vagn- inum. -—- Ég kem aftur eftir fáeinar mínútur. Hún hefur legið veik af berkl- um í fleiri rnánuði og það er ekki svo mikið sem hægt er að gera fyrir hana, vesalinginn. Ian fylgdi henni að dyrunum. Þegar þau höfðu barið að dyrum nokkrum sinnum, var lokið upp og gráhærð göm- ul kona með ljós í hendi birtist. Katrín sá, hvernig lafði Channing heilsaði gömlu konunni vingjarnlega Hann setti 5 franka á en plein. Hann var með mikinn hjartslátt. En ef hann ynni þarna, mundi hann fá upphæðina 35 sinnum hærri. Rúllettan snérist og andartaki síðar var hann 175 frönkum ríkari. Hann lét allan hagnaðinn vera kyrran. Rúllettan snérist aftur og enn voru örlögin honum hliðholl. Gjaldkerinn ýtti 6000 frönkum yfir til hans. Herbert ljómaði af gleði, og hann greip seðlabunkann og flutti hann yfir á á cheval, þar sem upphæðin mundi margfaldast 17 sinnum, ef hann ynni. Hann vann. Hann svimaði. Hann hafði unnið 100.000 franka á tæpum fimm mínútum. Þetta var meira en hann nokkru sinni hafði dreymt um að eiga. Hann lét upphæðina vera á sama stað. Aftur snérist rúllettan og hann fylgd- ist utan við sig með hvernig kúlan sérist. Á cheval. Herbert sortnaði andartak fyrir aug- um, og hann varð að grípa í borðbrún- ina til þess að detta ekki. Þetta var stór- Framh. á bls. 36. og hvarf síðan inn fyrir með henni. Ian fór ekki inn með henni. Hann gekk hægt að vagninum til Katrínar. Hversu hávaxinn og myndarlegur hann er, hugsaði hún — og ólíkur öll- um öðrum karlmönnum. Það var eitt- hvað sérkennilegt við hann. Hann bjó yfir sjálfsöryggi sem ekki átti neitt skylt við dramb. Það var eitthvað sterkt og óbifanlegt við framkomu hans, eitt- hvað, sem hlaut að hafa áhrif á mann. Bara að hún gæti hatað hann. Innst inni hvíslaði rödd að henni, að hann hefði séð í gegnum örvæntingu hennar, þegar þau töluðu um East End á leiðinni. Hann steig upp í vagninn og settist við hlið henni. Henni varð þungt um andardráttinn. — Hvers vegna fórstu ekki með Bruce? spurði hann eftir stutta stund. — Frænku yðar fannst það ekki við- eigandi, svaraði hún stuttlega. Hann hló. — En hvað það var henni líkt. Var hún kannski hrædd um að þér munduð nauðga honum? Fyrst varð hún nábleik en síðan rjóð af reiði. Hann hélt áfram: — Bruce er uppfylling drauma allra mæðra um fyrsta flokks ungan og göf- ugan eiginmann fyrir þeirra elskuðu dóttur. Hann mundi aldrei gera neitt „óviðeigandi“, jafnvel ekki með ofur- litlum freistara eins og yður. Hann hafði lagt handlegginn um herðar henni og varir hennar tóku að skjálfa. — Nei, svaraði hún og reyndi af öll- um mætti að láta ekki á neinu bera. — er undarlegt að slíkur sjentilmaður sem Bruce skuli geta átt .... — .... hálfbróður eins og mig, eigið þér við? Hárrétt, sagði hann og áður en hún vissi af hafði hann þrýst vörum sínum að hennar af slíkum krafti og hita, að hún gleymdi bæði stund og stað. Hið eina sem hún fann var sú sælutilfinning að vera í návist hans. — Catherine, hvíslaði hann........ í sama bili lukust dyrnar á dimma húsinu upp og hávær rödd lafði Chan- ning rauf þögnina. — Góða nótt frú Jones. Ég vona að Mary batni. Hún leit satt að segja ekki sem verst út í kvöld. Ian sleppti Katrínu og flýtti sér að setjast í sætið gegnt henni. Ekillinn hafði hoppað niður úr sæti sínu og opnað fyrir lafði Channing, sem enn talaði um Mary, sem vissulega mundi ekki gefast upp í fyrstu lotu, heldur berjast við dauðann allt til hinztu stund- ar. Hún veitti því ekki eftirtekt, að Ian var óvenjulega fámæltur. Katrín sagði heldur ekki orð. Hún sat þarna með lokuð augu til þess að geta betur lifað upp aftur hinar dásamlegu sekúndur. Gat það verið rétt?Bar hann nokkrar til- finningar í brjósti til hennar? Ef svo var ekki, hvernig gat hann þá kysst hana á þennan hátt? Og hún, — hvað Framh. á bls. 36. 24 FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.