Fálkinn - 15.08.1962, Qupperneq 26
Ekki fjörefnaskortur, heldur skökk hirðing eyðileggur
neglurnar.
8 góð ráð til að fá fallegri neglur.
Álitið er að um 65% af konum séu með klofnar eða flagn-
aðar neglur. Flestir kenna því fjörefna- eða kalkskorti. En
því eru þá ekki þessar sömu konur allt að því sköllóttar?
Neglurnar eru eins og hárið úr horni.
Hirðingin hefur því allt að segja, því ekki verður því neit-
að að neglurnar verða fyrir miklu hnjaski daglega.
1. Látið stálnaglaþjölina hverfa, hún kiýfur hin þrjú lög
sem nöglin er búin til úr. Notið sandpappírsþjöl og sverf-
ið frá hliðunum að miðju naglarinnar. Sverfið aðeins i
eina átt, svo naglalögin flagni ekki hvert frá öðru.
2. Sverfið ekki neglurnar niður með hliðunum, sem eiga
að styðja við nöglina og varnar því að neglurnar brotni.
Munið að hvassar neglur eru ekki í tízku lengur, þykir
jafnvel miður háttvíst að hafa þær þannig. Þær eiga að
vera fallega ávalar, hafa lögun naglarinnar við naglrótina.
3. Notið aldrei acetone, ekki heldur með olíu í. Acetone
getur jafnvel eyðilagt hina sterkustu nögl. Notið aðeins
naglalakkseyðir, sem örugglega inniheldur ekki Acetone.
Lesið á miðana, áður en þér kaupið vöruna.
4. Ýtið naglbandinu varlega tilbaka, annars er hætta á að
nöglin geti skemmzt. Notið handklæðið til þess, í hvert
sinn, sem hendur eru þvegnar. Við handsnyrtingu er not-
aður orangepinni, sem um er vafinn bómullarhnoðri.
5. Lakkið neglurnar og á réttan hátt, þá verða þær sterk-
ar eins og málaður húsgagnaflötur. Lakkið vel neglurn-
ar. Fjarlægið alla fitu af nöglunum, áður en lakkað er,
annars flagnar lakkið af. Burstið neglurnar fyrst með
sápu, þerrið þær síðan vel.
6. Grunnmála þarf neglurnar, eins og annað sem málað er.
Þá tollir lakkið betur. Kaupið undirlakk, sem hæfir nagl-
gerðinni, það á að fást bæði fyrir sterkar og veikar neglur.
7. Notið tvö lög af lituðu lakki. Látið fyrra lagið fullþorna,
áður en það síðara er sett á. Lakkið þær helzt á kvöldin,
svo lakkið harðni vel áður en tekið er í nokkuð verk.
Lakkið er þá fyrst fullþurrt, þegar það er grjóthart. Það
sama á við þó glært naglalakk sé notað.
8. Notið yfirlakk, sem hæfir undirlakkinu. Látið ekki til-
viljunina ráða. Eitt lakk hæfir sterkum nöglum, annað
veikum, eins og undirlakkið.
tliiifc
65 g smákökumylsna
225 g skyr
65 g smjör
3 egg
2 msk mjólk
180 g sykur
65 g hveiti
ögn af salti
rifið hýði og safi úr 1 sítrónu.
Skyrið hrært mjúkt, bræddu smjör-
inu hrært saman við. Eggin þeytt með
mjólkinni, hrært saman við smátt og
smátt. Sykrinum hrært í ásamt sáldr-
uðu hveiti, salti,. sítrónusafa og hýði.
Hrært vel.
Hellt í smurt mylsnustráð tertumót,
afganginum smurt af mylsnunni stráð
yfir deigið. Bakað við frekar vægan
hita í iy2 klst. Kælt á grind.
Borin fram óbreytt eða skreytt með
þeyttum rjóma og aprikósum.