Fálkinn


Fálkinn - 15.08.1962, Page 35

Fálkinn - 15.08.1962, Page 35
IMÝTT! MÝTT! Hárþurrkuhjálmur til heimanotkunar: EVA hárþurrkan er vönduð og hentug. . Meðan þér þurrkið hárið hafið þér hend- urnar frjálsar og getið því lesið, saumað eða prjónað. Klemmist á hurð eða hengist á vegg eftir hentugleikum. Eins árs ábyrgð. Fæst í helztu raftækjaverzlunum. EINKAUMBOÐ: AKURFELL, Hallveigarstíg 9 HrútsmerkiÖ (21 viars—20. avríl). Leið, sem lengi hefur verið yður lokuð, er nú allt í einu greiðfær, og ættuð þér ekki að biða boð- anna, heldur nota tækifærið. Það er ekki víst að það b.ióðist aftur. Næsta helgi verður sérstaklega skemmtileír. Nautsmerkið (21. avríl—21. maí). Það er ekki til neins gagns að spara, þegar menn hafa þann háttinn á að spara eyrinn, en kasta krónunni. Þetta skuluð þér íhuga gaum- gæfilega. Sérstaklega verða föstudagur og laugar- dagur hætlulegir í f.iármálunum. Tvíburamerkiö (22. maí—21. júni). Þér hafið í þessari viku mikla möguleika á, að bregða út af hinu vanabundna og hversdags- lega lífi. Á sviði ástamálanna verður laugardagur hagstæður og ætti yður að vera óhætt að gerast þá d.iarfur í þeim efnum. Krabbamerkiö (22. júní—22. júlí). Fyrri hluta vikunnar gerist ekkert sérstakt, en þegar líða tekur á vikuna takið þér að íhuga rækilega stöðu yðar í miög hiartfólgnu máli. Þér s.iáið, að í óefni er komið og ættuð að taka skiót- ar og róttækar ákvarðanir. LjónsmerkiÖ (23. júlí—23. ágúst). Þér eruð allt of viðkvæmur fyrir því sem aðrir álíta um yðui; og hvað um yður er sagt yfirleitt. Ef þér ætlið yður að komast vel áfram, verðið þér að vera d.iarfari og láta ekki hégómlega smá- muni trufla yður. JómfrúarmerkiÖ (24. ágúst—23. sept.J. Þér munið hl.ióta gagnrýni, sem stafar fyrst og fremst af öfund. Þér skuluð ekki taka þetta allt of nærri yður. Þegar á allt er litið er það alls ekki svo slæmt að vera öfundaður. Það sýnir, að yður hefur vegnað vel. Vogarskálarmerkið (24. sept.—23. okt.). Þér hafið mikla löngun til að br.ióta allar brýr að baki yður og hef.ia nýtt líf. Þér skuluð íhuga þetta mál vel áður en þér aðhafizt nokkuð. Það er að minnsta kosti ekki hagstætt að gera neitt í þessari viku. HABÆR Fjriríækí og VEIZLFnÚSIÐ íclög ATHUGIÐ salarkynnin í HÁB/E henta yÖur hvað bezt þegar þér þurfið að bjóða gestum yðar mnlendum eða erlendum hádegis- verð eða kvöldverð. Pantið með fyrirvara í síma 1 7779. HÁBÆJAR ELDHÚS Heitur og kaldur veizlumatur, smurt brauð og snittur. Síminn er 17779, Svorödrekamerkiö (24- okt.—22. nóv.). Þér álítið að þér farið á mis við margt í lífinu og tel.iið kunning.ia yðar búa við miklu betra hlutskipti. I þessari viku komizt þér að hinu gagnstæða og það ætti að gera yður sáttari við lífið og tilveruna. I J BogamannsmerkiÖ (23. nóv.—21. des.). Þér hafið dálitið hættulega framkomu gagnvart þeim, sem þér umgangist daglega. Það er að vísu gott að vera st.iórnsamur, en kúnstin er að st.iórna án þess að beita valdi. Það verða nokkrir árekstr- ar h.iá yður í sambandi við þetta. Steingeitarmerkiö (23. nóv.—21. des.). Nú sem stendur finnst yður eins og allt snúist öfugt og ekkert geti farið eins og til var ætlast. Síðar í vikunni komizt þér að raun um, að gæfan er yður hliðholl og flest hefur farið betur en á horfði. VatnsberamerkiÖ (21. jan.—19. febr.). St.iörnurnar spá því, að í þessari viku munuð þér komast yfir m.iög örðugan h.ialla í lifi yðar. Þetta gerist með h.iálp góðra manna og því rnegið þér ekki gleyma. Þetta verður í alla staði mikil- væg vika fyrir yður. FiskamerkiÖ (20. febr.—20. marz). 1 fyrstunni munuð þér í þessari viku bera mikið úr býtum, en sá ávinningur mun verða yður litils virði, þegar frá líður. Þér skuluð þó halda áfram baráttunni og láta ekki bugast þótt eitthvað blási á móti. FÁLKINN 35

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.