Fálkinn


Fálkinn - 17.10.1962, Blaðsíða 4

Fálkinn - 17.10.1962, Blaðsíða 4
Það væri ekki dónalegt að spóka sig núna í sumri og sólskini suður í Grikklandi. Þið þekkið eflaust konuna, sem á myndinni er. Hún heitir Soraya og er fyrrverandi keisaradrottning í íran. Finnst ykkur ekki hún hafa skemmtilegan og fallegan ferðafélaga? Þetta samtal, sem hér fer á eftir, fór fram á veitingahúsi í París: — Það leið á löngu áður en þú trúlofaðist Georg. — Ó, þú skilur, ég var ekki svo sjenslaus, að ég játaði honum í fyrsta skipti, sem hann bað mín. — Auðvitað ekki, vina mín, þú hefur verið svo utan við þig. Það er margt skrítið í kýrhausnum. 1797 var hattagerðarmaður í London sektaður um þúsundir króna vegna þess, að hann hafði komið af stað götuóeirðum með pípuhattinum, nýjustu uppfinningu sinni. Vegna pípuhattarins féllu margar konur í öngvit, börn skræktu af ótta, og hundar geltu, þegar þeir sáu þetta furðuverk — drengur handleggsbrotnaði í óeirðunum, sem urðu vegna þessa hatts. Sökum þess varð vesal- ings hattagerðarmaðurinn að greiða sektina. Brátt komst pípuhatturinn í tízku og nokkru síðar komust brot í buxunum einnig í tízku. Við getum til gamans rifjað þá sögu hér upp. Svo var mál með vexti, að Játvarður VII. Englandskóngur var í útreiðartúr. Féll hann þá af hestinum og óhreinkaði buxurnar sínar. í flýti voru aðrar buxur gerðar, en þeim var pakkað niður í flatan kassa og ekki var tími til þess að strjúka brotin úr þeim. Kóngur varð þess vegna að fara í þær eins og þær voru, en hann komst brátt að því að buxurnar með brotunum fóru vaxtarlagi hans vel. Þegnar hans kunnu vel að meta þessa ný- breytni, enda þótt íhaldssamir séu og tízkudindlar líktu mjög fljótlega eftir klæðnaði kóngs. Á ferð sinni til Afríku var Harold Macmillan heilsað á einum stað af afar- stórum hóp reiðra svertingja, sem báru kröfuspjöld er mót- mæltu aðskilnaði hvítra og svartra. Macmillan kom auga á einn náunga, sem bar skiltið öfugt, hann gekk til hans og sagði á sinni skýrustu ensku: — Heyrðu vinur, væri þér sama, þótt þú bærir skiltið rétt, svo að ég gæti lesið það. Kröfugöngumenn dáðust að hugrekki Mac- millans og fóru að skellihlæja og byrjuðu að fagna þeim manni, sem þeir ætluðu áður að kveða niður. ★ í klúbb nokkrum Vestan hafs var sögð saga af kennara, sem kenndi börnum sínum það, sem þau hefðu getað lært af síðustu fjórum forsetum. Af Roosevelt lærðum við það, að forseta- starfið getur orðið ævi- starf, af Trúman lærðum við, að hver sem er getur orðið forseti, og Eisenhower kenndi okkur að í raun og veru þurfum við engan forseta, en af Kennedy vitum við, að það getur orðið hættulegt að hafa forseta. ★ Eisenhower hitti Adenauer kanslara í fyrsta skipti 1951, þegar Eisenhower var yfirmaður her- afla bandamanna í Evrópu. Á meðan þeir brostu til ljós- myndaranna á þess- um fundi, spurði Adenauer: — Herra hers- höfðingi, talið þér þýzku. — Aðeins eitt orð, svaraði Eisenhower brosandi, ég veit hvað verkamaður á járn- smíðaverkstæði heitir á þýzku — Eisenhower. ★ Sú saga er til af John Barrymore hinum fræga leikara, að hann hafi keypt í búð nokk- urri hitt og þetta, sem hann vanhagaði um. Þegar hann var búinn að panta þetta, snerist hann um hæl og ætlaði að fara. — Hvað heitið þér?, spurði afgreiðslumað- urinn sakleysislega. — Barrymore, sagði leikarinn kuldalega. — Með leyfi, hvaða Barrymore? — Ethel, svaraði leikarinn og gekk hröðum skrefum út. ‘ 4 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.