Fálkinn


Fálkinn - 17.10.1962, Blaðsíða 13

Fálkinn - 17.10.1962, Blaðsíða 13
„Það er ströng ritskoðun hérna og alls ekki hægt að senda filmur út úr landinu með venjulegum pósti. ..“ segir Erlendur Haraldsson í bréfi til okkar. Þó tókst honum að senda okkur grein og myndir frá Bagdad, en þar var liann staddur er við fengum síðasta bréf. „Ég er nú að leggja upp í all áhættusamt ferðalag til Norður-írak, en þar er borgarastyrjöld .. segir hann ennfremur. — Hér birtist síðari grein Erlendar úr ríki Nassers, en næsta grein nefnist: Frá Beiruth til Amman. algeng sjón, berfætta menn á götunum. Einnig er það algengt að sjá menn ríð- andi ösnum, og er það a. m. k. í efra Egyptalandi merki þess, að viðkomandi sé kominn í sæmileg efni, svona líkt og hafi maður eignast einkabíl heima á íslandi. Hér ganga auðvitað nær allir , um jakkalausir vegna hitans. Lítið er um fornar minjar í Alexandr- íu, ekki einu sinni frá blómaskeiði hell- enismans. Hér lifðu sumir frægustu fræðimenn fornaldar, hér mældu menn fyrst ummál jarðar, hér var um tíma stærsta bókasafn heims, hér skrifaði Euklind flatarmálsfræði þá, sem enn er kennd í enskum skólum og hér elsk- uðust Antóníus og Kleópatra svo heitt, að frægt er ætíð síðan. í Alexandríu lifðu sumir mestu spek- ingar fornaldar, t. d. Ammoníus Sakkas og öðlingurinn Platonius, sem gaf plat- ónismanum gimsteinakrónu sína. Er furðulegt hve rit þess merka og ein- stæða heimspekings eru lítið lesin, þótt myndríkt mál hans sé sem tærasti skáld- skapur, en hugsunin rökrétt og föst eins og bezt gerðist meðal hinna fornu grísku heimspekinga. Engin rit hinna hellensku spekinga eru jafn góð lesn- ing og verk Plótínusar, nema ef vera skyldi meistarans Plató. Nú standa aðeins ein eða tvær súlur til minja um hina fornfrægu lærdóms * og menningarborg, sem vafalaust hefur í fræðilegum efnum gefið nútímanum meira en nokkur önnur borg fornaldar. Frá tímum fornegýpta eru engar minjar ’ enda borgin fyrst stofnuð og reist af Alexander mikla. Halda því flestir beint til Kairó eða Luxor, en mörgum finnst þá fyrst komið til hins eiginlega Egyptalands. Luxor er um 900 km. frá Nílarósum. Þar stóð áður ein frægasta höfuðborg hins forna Egyptalands, ,,Þeba“, „borg- in með hundrað hliðin“, eins og Hómer kvað segja í Illiónskviðu. Þegar í forn- öld var borgin fræg um allan hinn þekkta heim fyrir óviðjafnanlegar byggingar og mikið sótt af ferðamönn- um. Það eru þessar sömu byggingar — eða a. m. k. það sem enn stendur uppi af þeim —, sem menn koma aðallega til að skoða enn þann dag í dag. Sjálf hin forna höfuðborg, sem talið er að hafi um tíma haft um eina milljón íbúa, er löngu horfin, enda byggð úr leir að egypzkum sið. Nú er þarna við fljótið Níl um 30 þús. íbúa bær, en uppi standa meira og minna heillegar þær byggingar, sem hinir voldugu konungar létu reisa úr steini löngu fyrir veldisdaga Grikkja. Að auki er þar fjöldi konunga og hirð- mannagrafa, sem höggnar voru í jörðu við rætur granítsfjalls, sem liggur nokkur hundruð metra vestan Nílar frá núverandi Luxor. f jarðhýsum þess- um voru múmíur og ýmsar gersemar faraóanna og fleiri manna geymdar. Grafhýsi hinna voldugustu þeirra eru engin smásmíði að stærð, sum ná að meðtöldum göngum um 240 metra inn í bergið og allt að 50 metra niður fyrir inngangsdyrnar. Allir vegir eru þaktir helgiletri (híróglífum), guðamyndum og myndrænum lýsingum á lífi viðkom- andi manna og ferðinni um dánarheima. Flúr þetta er allt í litum og mjög vel og nákvæmlega unnið. í „dali konunganna“ er vitað um 64 grafhýsi, en aðalsmenn og drottningar voru jarðaðar annars staðar í nágrenni, og eru grafir þeirra mun fleiri en faraó- anna. Flestar eru grafir þessar fá tím- um nýja ríkisins svonefnda (ca. 1600— 1100 f. Kr.), en áður hafði tíðkazt að varðveita múmíur kounganna í pýra- midum, og til eru fjölmargir slíkir pýramídar frá því um 2800 f. Kr. Þótt margt megi segja um lífið og braginn í hinum egypzku borgum nú- tímans, þá leitar hugurinn alltaf til hinna fornu minja, svo furðuleg og eftirminnileg eru þau, þó flest séu ekki nema svipur hjá sjón miðað við glæsi- leik þeirra, meðan þau stóðu heil og óskemmd bæði af mönnum og tímans tönn. Grafhýsi, sem fundizt hafa á þessari öld, eru þó til algerlega ó- skemmd. Kraftaverk í báðum merkingum orðsins, er það orð, sem í hugann kem- ur, þegar staðið er við hinar fornu minjar. Svo tröllaukin eru sum þessara mannvirkja, að okkur, sem vön erum orðin risaverkum nútímatækninnar, rekur samt í rogastanz. „Svo tilkomu- mikið hafði ég aldrei hugsað mér þetta," er hið venjulega viðltvæði ferðamanna. Engu er líkara en hinir fornu snill- ingar hafi handleikið tuga tonna stein- hellur jafnléttilega og væru þær úr plastefni nútímans. Karnakmusterið í Luxor er eitt hinna ógleymanlegu furðuverka, stórkostleg smíð, ekki að- eins að stærð heldur einnig að stílfeg- urð og skipulagi. Þar má sjá stærstu óbelísku, sem stendur á egypzkri grund Framhald á bls. 32.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.