Fálkinn


Fálkinn - 17.10.1962, Blaðsíða 36

Fálkinn - 17.10.1962, Blaðsíða 36
□TTÓ DG HRINGUR RDBERTS LÁVARÐAR „Vissulega hef ég séð þrjá menn hér, göfugi herra“, sagði fjárhættuspilarinn. „Og meira að segja mörgum sinnum. Hefði ég líka vitað að hinn göfugi herra mundi spyrja mig, hefði ég haldið tölu á þeim. Það er dálítið erfitt, en ég hef góðan haus fyrir tölur.“ Ottó hvessti augun á hann. ,,Ég er þvi ekki vanur, að menn hæðist að mér“, sagði hann með hægð. „Ertu alveg viss um, að þú vitir ekki hvar kráreigandinn er eða mennirnir þrír?“ „En göfugi herra...“ hrópaði litli maðurinn í örvænt- ingu, „ég hefði aldrei þorað að segja nokkuð á kostnað yðar. I sannleika sagt, veit ég ekkert um gestgjafann eða mennina þrjá.“ „Það er komið nóg“, sagði Ottó, ég mun komast að þessu af eigin raun. En guð hjálpi þér, ef ég kemst að því að þú hefur logið.“ Hann gekk upp stigann, sem lá upp á loftið. Hann fann brátt, að þar var ekkert að sjá. Hann var um það bil að fara niður, þegar raddir bárust að eyrum hans. Hann fór í felur og sá út um gluggann þrjá menn nálgast óðum... Ottó varð brátt þess áskynja, að mennirnir voru komnir inn í krána. Þeir hlógu ruddalega. Hann greip fastar um sverð sitt og lagðist á gólfið. Gegnum rifurnar á fjölunum sá hann og heyrði allt sem fram fór í skálanum. „Jæja, þá erum við komnir aftur“, urraði sá fyrsti. Hann virtist ekki við fyrstu sýn vaða í vitinu. „Hefur þú beðið eftir okkur allan þennan tíma?“ Þessum orðum var beint að litla manninum, sem sat og velti teningum. Ottó beið eftir svari. Skyldi litli maðurinn segja frá því að gestur hefði komið á meðan? En teningaspilarinn hafði augsýnilega gleymt hinum unga riddara. „Já, ég var hér,“ svaraði hann. „Meðan slíkir karlar eru hér í nágrenninu, er vissara að hafa augun opin“. Áður en mennirnir höfðu hent þessa athugasemd á lofti, bætti hann fljótt við: „Ég hélt kannski, að ykkur mundi langa í spil.“ „Heyrið þetta“, svaraði fyrirmaður náunganna. „Hann vill spila f járhættuspil við okkur, okkur ríku mennina." „Allt í lagi, Danni, haltu fast um aurana þína, því að við spilum hátt.“ „Ríkir rnenn", sagði Ottó við sjálfan sig, „ég hefði haldið hið gagnstæða". Þessir þrír þorparar settust kátir við borðið og néru lófana. „Hérna“, sagði yfirmaður þeirra, sem kallaður var Tóki, „það kemur meira af þessu“. Að svo mæltu slengdi hann gullpeningi á borðið. „Já, já,“ sögðu hinir, „við höfum fundið uppsprettu af þessu.“ Spiiið hófst og Danni átti leik. „Ég á betri upp- sprettu," sagði hann um leið og hann sópaði peningunum til sín, „ég þarf ekki að sækja þá, mér eru færðir peningarnir." Ottó fylgdist með spilinu af áhuga. Af samræðum þeirra komst hann að því, að náungarnir þrír höfðu fengið mikið fé fyrir að framkvæma ákveðið verk. Og hann var sannfærður um, að það stóð í einhverju sambandi við hvarf Roberts lávarðar. Gullið hlóðst upp á borðinu og þótt undarlegt megi virðast, var það Danni, sem hafði heppnina með sér. Tóki tók teningana og muldraði illilega, um leið og hann velti: „Nú er komið að mér að vinna.“ 36 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.