Fálkinn - 17.10.1962, Blaðsíða 37
PANDA DG SAFNARINN MIKLI
Með fullar hendur fjár, skundaði Goggi góðgjarni á
brott, og skildi Eggert safnara eftir ofsakátan yfir að
hafa náð í tvífara Mungó vasans. „Þetta er nákvæm-
lega eins vasi“, hrópaði hann. „Nú á ég par.“ „Mér
þykir furðulegt, hvar hann hefur náð í hann á svo
skömmum tíma“, sagði Panda fullur grunsemdar. •
„Við safnarar spyrjum aldrei“, hrópaði hinn hamingju-
sami safnari. „Við skulum láta þennan hjá hinum“.
En þegar þeir komu á staðinn, þar sem hinn vasinn
átti að vera, var hann alveg horfinn. „Hann er horf-
inn“, hrópaði Eggert. „Goggi hefur stolið þínum vasa“,
hrópaði Panda. „Hann hefur leikið á þig.“
Panda reyndi eins og hann gat að hugga hinn niður-
brotna safnara. „Við skulum láta hann borga pening-
ana aftur“, sagði hann. „Mér er sama um peningana“,
sagði Eggert safnari hálfgrátandi, „ég vildi bara eiga
tvö eins“. Á meðan þessu fór fram, reikaði Goggi
góðgjarni heldur en ekki kátur um borgina. Hann
Goggi gerði sér strax grein fyrir því, að hann mundi
græða góðan pening ef Mungó vasinn yrði hans eign.
Samt sem áður neitaði eigandi staðarins, Ho Hum
ákveðið að selja hann. „Þennan vasa átti minn æru-
verðugi afi“, sagði hann. Goggi var samt ekki af
baki dottinn. Hann sparkaði laust í borðið, sem vasinn
stóð á. „Hvað er þetta?“, öepti hann. „Grípið vasann.“
stanzaði fyrir framan kínverst matsöluhús og hugðist
halda þar inn og gera sér glaðan dag. Hann stanzaði
agndofa þar inni. „Hvað er þetta?“ muldraði hann.
„Þarna er þessi sami Mungó vasi aftur kominn.“ Ég
seldi hann samt aftur til Eggerts. Þetta hlýtur að
vera tvífari hans. En sú heppni“.
Ho Hum hljóp til og greip um standfót vasans. „Haltu
á honum augnablik“, sagði Goggi, „meðan ég laga
borðið.“ „Ég þakka hinum heiðvirða gesti kærlega
fyrir“, sagði Ho Hum og hneigði sig. Hann hefði ekki
sýnt Gogga svo mikið þakklæti, ef hann hefði séð,
hvað Goggi gerði um leið.
FÁLKINN 37