Fálkinn


Fálkinn - 17.10.1962, Blaðsíða 14

Fálkinn - 17.10.1962, Blaðsíða 14
Hugsið ykkur ellefu þúsund meyjar með fyrrverandi páfa sem stafnbúa. En því fór lílta sem fór: Úrsúla villtist, hring- sólaði um Ermarsund og rakst loks upp í Rínarósa eftir marg- víslegar krókaleiðir .. . Hér lík- ur hinni skemmtilegu frásögn dr. Ole Rosendahl af öllum þeim skemmtilegu ævintýrum, sem hann lenti í, þegar hann fór í kjölfar Kólumbusar. E-VSVIVD MCYJAR III. FRÁ MEYJAREYJUM. Úrsúla, dóttir Díónótusar konungs í Cornwall, var bæði fögur og skírlíf og kaþólsk að auki. En þetta eru þeir eig- inleíkar sem einna helzt leiða til ógæfu ef þeir koma allir saman. Faðir hennar, konungurinn, hafði af varmennsku sinni viljað gifta hana brezkum konungi, en þá féll hún á kné fyrir honum og bað um þriggja ára frest. Að það var heiðinn hundur sem átti að ræna hana sakleysi hennar, skipti út af fyrir sig ekki svo miklu máli, því hún gat alltaf vanið hann af. En að það skyldi vera Breti, var langtum verra. Eins og flestar ungar stúlkur með hennar ástæður hefðu gert, bað hún leyfis til utanfarar, og til þess að ekki væri unnt að misskilja heiðarlegan til- gang hennar, lofaði hún að taka ein- ungis með sér hreinar meyjar, þær er kynnu til sjómennsku. Kóngur var treg- ur til að fallast á uppástunguna, en gaf þó samþykki sitt. Úrsúla sendi nú útboð um allt landið, og heppnaðist henni að safna um sig hvorki meira né minna en 10.999 hraustum sjómanns- dætrum. Að henni sjálfri meðtalinni varð því tala þessara hreinu meyja, sem allar höfðu áhuga á sjómennsku, 11.000 í allt. Stefndu þær nú suður til Miðjarðar- hafs á 11 galíónum, og komust loks alla leið til Rómar, en þar báðust þær á- heyrnar hjá páfa. Hann var maður eink- ar frómur og hafði því ekki haft af miklum skemmtunum að segja um æv- ina. Nema hann sagði upp sinni helgu 14 FÁLKINN stöðu og gekk í ferðafélag Úrsúlu og meyja hennar. Þetta hlýtur að hafa verið meira ferðalagið, — hugsið yður ellefu þúsund meyjar með fyrrverandi páfa sem stafnbúa! En því fór líka sem fór: Úr- súla villtist, hringsólaði um Ermarsund og rakst loks upp í Rínarósa eftir marg- víslegar krókaleiðir. Þar reri hún upp ána, með stúlkum sínum og páfa, í þeirri veiku von að þau mættu þann veg ná til Cornwall. En Atli Húnakon- ungur beið á ströndinni með her sinn og strauk yfirskeggið. Það var ekki á hverjum degi sem þeim bárust ellefu þúsund meyjar í einum hóp. Auðvitað fór svo sem við var að búast. Meyjar Úrsúlu urðu þeim örlögum að bráð, sem kölluð hafa verið verri en dauðinn. Og páfinn sem vel hefði getað komizt af, ef hann hefði leitt atburðinn hjá sér, varð svo uppvægur, að Atla var ekki um annað að gera en stytta honum stundir. Vitanlega komst sagan í há- mæli, einhver hafði sagt eftir Atla og þegar fréttin um fúlmennsku hans barst til Rómar, var öll heila helgunarvélin sett í gang og þeir voru ekkert að tví- nóna við það þar, en tóku allar þessar ellefu þúsund hafmeyjar í dýrlingatölu. Hinsvegar gleymdist hinn ferðafúsi páfi nokkuð svo skammarlega. Og ekki veit nútíminn annað um þenna frum- herja samkvæmisferðanna en það, að hann var kynjaður frá Wales. Það liðu nærfellt þúsund ár, unz grípa þurfti til meyjaskara Úrsúlu að nýju, og það var enginn minni en sjálf- ur Kólumbus, sem varð til að minnast þeirra. Hinn 17. nóvember sá vörðurinn á „Santa Maria 11“ eða Maríu miklu, eins og áhöfnin kallaði skonnortuna, grilla í litla og bunguvaxna smáeyju og bak við hana sást í fjölda annara eyja. Það var ýtt við aðmírálnum er sat hálf- sofandi við hraðamælinn, krossinn og sverðið, og hann rak út ergilegt andlit, með gráu, veðurbörðu skeggi og rauð- um hvörmum. „Fyrirgefið þér, herra aðmíráll, en e þér hafið fundið nýja eyju. Hvað eigum við að kalla hana?“ spurði stýrimaður- inn. Kólumbus skakaði augum út til sjóndeildarhrings, hugsaði sig svolítið um og svaraði: „San Salvador .... nei, það nafn brúkaði ég hérna um daginn. Kallið hana Virgin Gorda, Feitu meyjuna. Mér sýnist hún svoleiðis.“ „Ágætt skipherra,“ svaraði stýrimað- ur. En hálftíma síðar ýtti hann enn við aðmírálnum: „Afsakið, don Christobal,“ sagði hann. „Nú höfum við fundið nokkrar smá- eyjar til viðbótar. Lítur svo út sem allt sé pakkfullt af þeim, þar yfir frá.“ Kólumbus lét brúnir síga. Hingað til hafði vart fundizt svo eitt einasta sker eður kóralrif, að það hefði ekki verið hátíðlega skýrt einhverju dýrlingsnafni, en nú var hann þreyttur og þarfnaðist svefns. Allt í einu klofnaði veðurbarið skeggið í kaldranalegu brosi: — „Kallið þið helvíska hólmana Hinar ellefu þús- und meyjar hafsins. Teljið þær nákvæm- lega og vekið mig ekki fyrr en þið er- uð búnir með allar meyjar.“ Og þannig segir sagan að nafnið sé

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.