Fálkinn


Fálkinn - 17.10.1962, Qupperneq 18

Fálkinn - 17.10.1962, Qupperneq 18
J? dagáiná cnn r / r ÞEGAR EG FER I BIO ... í dag langar mig til að skrifa um það sem kallað er að fara í bíó. Þegar ég fer í bíó fer ég annað hvort að sjá ít- ölsku útgáfuna eða amerísku útgáfuna. Á þessuu tvennu er svipaður munur og á hundi og ketti. ítalska útgáfan sýnir okkur venju- lega persónu sem á við mikið mótlæti að stríða. Ég vil segja algjört mótlæti. Það er alveg sama hvað þessi persóna reynir að gera sér til bjargar og viður- væris, það fer allt í vaskinn. Ef það eru ekki meðbræðurnir sem setja stólinn fyrir dyrnar þá mistekst framtíðar áformið fyrir hreina handvömm, unz myndin endar í algjöru volæði. Þessi þróun myndarinnar fer stig vaxandi þar til svo er komið að allir sýningar- gestir eru hálf volandi. Það er því rétt að hafa með sér góðan vasaklút á þessa útgáfu. Sé maður mjög viðkvæmur er rétt að hafa með sér handklæði. Þá ber þess að gæta þegar staðið er upp að gólfið er oft hált. Ameríska útgáfan sýnir okkur oft kyrrlátan bæ þar sem allt gengur sinn vana gang þar sem töffarinn ræður öllu því sem hann vill ráða. Þetta ástand stendur þó venjulega ekki lengi því með næstu lest kemur ókunnur en harð- skeyttur töffari. Nú uppheíjast mikil læti og er mikið um skothríð og mann- fall. Myndinni lýkur svo á því að annar töffarinn ber sigur úr býtum og er það venjulega sá aðkomni. Við sjáum hann kyssa fallegasta kroppinn í bænum og til viðbótar hefur hann fengið þau völd sem hann þráði. Þegar þessu stigi er náð er helmingur bæjarbúa fallinn i valinn. Þegar ég fer í bíó á ég venjulega við ýmsa örðugleika að etja, og þar sem ég veit að það er eins um fleiri vil ég drepa á þá helztu. Þó maður sé búinn að kaupa miða og eigi með réttu eitt sæti til umráða í húsinu þá er ekki þar með sagt að allt sé fengið. Ef þú ert ekki nema rétt með- almaður á hæð má telja öruggt að fyrir framan þig setzt rösklega tveggja metra maður. Nú er eitt til við þessu og það er að hafa sætaskipti við þann sem með þér er ef þú ert þá ekki einn. Og þó þú hafir sætaskipti eru miklar líkur til að fyrir framan þig sé frú viðkomandi og hafi all fyrirferðarmikinn hatt. Sé svo má segja að þú sért algjörlega bjarg- arlaus maður. Meðalmenn verða því að hafa vaðið fyrir neðan sig og kaupa næsta sæti fyrir framan líka. Það getur líka komið sér vel því yfir stólbakið má leggja frakkann. Sé ógjörningur að koma þessu við verður maður að ská- skjóta sér alla myndina og vera svo með hálsríg daginn eftir. Annað verra getur þó hent þig. Það er ef maður í góðum holdum kemur í hliðarsætið. Það er ekki nóg með að hann láti fara vel um sig í því, heldur tekur hann helminginn af þínu líka. Ekki er og óalgengt að konur setji veski sitt í þitt sæti eða hreinlega ofan á þig. Þannig verður þú stundum að gæta tveggja tuðra alla myndina. Við þessu er það helzt ráð að hirða viðkomandi töskur. Þú skalt þó gæta vel að sam- fylgdarmönnum kvennanna því þeir geta verið vel við vöxt. Þó eru það önnur þrengsli sem til greina koma. Það er ef þú ert meir en meðalmaður. Þá er það segin saga að bekkurinn fyrir framan þig er mun hærri en heppilegt getur talizt. Þá er að kaupa miða við gangveg og skjóta bífunum út á umferðarbrautina. Þetta hefur tvenna kosti í för með sér. Þann fyrri að þeir sem eru á ferðinni eftir að sýning hefst, detta um bífurnar og þá eru miklar líkur fyrir því að þeir komi tímanlega næst. Og þar sem það er algeng og viðurkennd regla hjá sum- um að fara að minnsta kosti einu sinni á klósettið meðan á sýningu stendur eru miklar líkur fyrir því að þú getir haft áhrif á þá líka. En fáir þú ekki miða við gangveg er voðinn vís. Þá eru það enn ein vandræði sem geta mætt þér í bíó. Samræður eru stundaðar þar af mörgum af mikilli list. Ólíklegustu mál ber þar á góma sem þú verður nauðugur viljugur að hlusta á. Vinur minn einn fór t. d. á bíó fyrir nokkrum árum og lenti fyrir aftan tvær mætar frúr. Ekkert bar til tíðinda fyrr en sýning hófst. Þá gerði önnur sér lítið fyrir og fór að segja hinni frá sumarleyfisferðinni. Þetta gekk allt þar til kom að hléinu og ljós- in voru kveikt. Þá þögnuðu þær. Þegar ljósin voru slökkt að nýju hóf hin um- ræðurnar með því að spyrja hvert þær hefðu verið komnar. Vinur minn gei'ði sér þá lítið fyrir og sagði hana hafa ver- ið komna norður í Vaglaskóg að tjalda. Ekki varð meira um frásögn það sinnið. Lokavandræðin við eina bíóferð er það svo að komast út að lokum. Það vill oft verða að mikill hluti sýningar- gesta stendur upp áður en myndin er alveg á enda og ryðst út. Ef þú ert í sæti fyrir miðju húsi verður þú nauðugur viljugur að fylgja með, annars er þér bani búinn. Að lokum vil ég svo áminna alla sem fara í bíó að fara varlega og flana ekki að neinu því slíkt getur haft afdrifa- ríkar afleiðingar í för með sér. Og að lokum þetta. Hvernig væri ef kvikmyndahús færu inn á þá nýbreytni að selja stórvöxnum mönnum aftast og hefðu þar meira rúm milli bekkja. Dagur Anns.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.